Þessi heimavinna fannst mér nú skemmtilegri en útihlaupið. 2 km róður á svona róðravél er miklu meira fyrir mig, þetta er svona spurning um að halda sem jöfnustum hraða og gefa svo vel í og nota alla orku sem eftir er í síðustu 2-300 metrana. Ég lauk þessu á 9 mín 47 sekúndum og 6 sekúndubrotum.
Harðsperrurnar eru enn á sínum stað, nokkrir vöðvar hafa bæst í hópinn eftir æfinguna í gær. Ég er bara ángæð með þetta! :)
Á morgun er ég svo upptekin að ég þarf að færa æfinguna til kl 12:30, svo ég mun æfa með nýju fólki, það verður bara fínt upp á fjölbreytnina.
2 comments:
Att thu svona rodravel ? Kv. Bjork
Nei... ég á ekki svona vél, hehe. Við fenguð að mæta niðrí CFR og nota vélarnar þar :)
Post a Comment