Thursday, February 23, 2012

Tímabæting!!!!

Jáááááááá!!! Fyrsta sönnun þess að það er allt að gerast í er sú að ég dag fór ég aftur í tímatöku í 2km róðri.

Fór á sama tíma dags og ég fór fyrir sléttum tveimur vikum til að passa að allt væri sanngjarnt. Byrjaði að róa og viti menn!
Ég bætti tímann minn um 56 sekúndur!!!! Já, ójá!!! 


Ég var sirka svona ánægð þegar ég steig upp af róðravélinni... en sirka jafn móð og másandi! Fyrir 2 vikum var ég næstum mínútu lengur og titraði öll og skalf af þreytu, en núna var ég bara móð í smá stund, svitnaði jú vel, en svo var það bara búið. Fáránlegt hvað þolið hefur batnað á stuttum tíma :)

Ég reyndi að einblína ekki á tímann minn núna því fyrir 2 vikum hafði ég enga viðmiðun, gerði bara mitt besta, svo ég hugsaði bara um það í dag líka, að gera bara mitt besta, og sjá hversu gott það væri. 
Ég er svo hrikalega ánægð með þennan tíma að ég er með Sólheimabrosið fast á smettinu :)

Á næstu dögum fara síðan að detta inn fleiri viðmiðunartímatökur.... spennandi!