Monday, February 13, 2012

Helgarslugs

Já.... helgar geta verið erfiðar... og til að halda uppi svona bloggi og fá eitthvað út úr því þá þarf ég að vera hreinskilin... Helgarnar fara stundum í sukk og svínarí ef maður má orða það þannig. Ég leyfði mér að svindla aðeins og lét ofaní mig smá óhollustu en ég borðaði samt ekki ekkert nammi nema eina After Eight plötu hjá mömmu og Gulla í kvöld. Ég er búin að sitja og læra og horfa á sjónvarpið til skiptis yfir helgina en ég dansaði nú helling á föstudagskvöldinu. Það hlýtur að teljast með sem smá hreyfing :)
Ég held það séu stór mistök að fara að hengja sig á því að hafa ekki staðið sig 100% í matarræðinu part úr helgi (það var sko grænmetislasagne hjá mömmu, það er hollt!), heldur tel ég það mun mikilvægara að sætta sig bara við að það sem er búið og gert og eina sem hægt er að gera er að taka betur á því þaðan í frá! Ef maður er alltaf að svekkja sig á því sem var og gerðist þá kemst maður seint á þann stað að vera ánægður með það sem maður actually náði að gera gott.

Þessi vika sem er að hefjast verður því tekin með trukki. Það er ofsalega mikið að gera í skólanum þessa vikuna og saumaklúbburinn ætlar í diskó-keilu á miðvikudag. Mánudagurinn byrjar á vinnu og svo sundferð þar sem ég mun gera heimavinnuna; taka tímann á 1 km sundi. Svo er CrossFit æfing sem tekur við kl 18:30.
Ég veit að Hrönn verður með þessa æfingu en ég veit ekki hvað við erum að fara að læra núna. Það er bara spennandi, og kemur í ljós.


Að gefnu tilefni vil ég líka deila því að ég hef misst 2 kíló síðan síðasta sunnudag :)


Mæli með því, kæri lesandi, að þú setjir þér markmið fyrir vikuna. Hvað sem er. Fara í gönguferð á hverjum degi, út að hlaupa 2x í vikunni, synda x marga kílómetra yfir vikuna, sleppa því að drekka gos eða sleppa því að borða nammi. Ef þið viljið megið þið endilega deila því með mér ef þið setjið ykkur markmið.

2 comments:

Sissa said...

Svona markmiðasetning er æðisleg, bara til að deila því með þér er ég búin að vera nammilaus í rúman mánuð, að undanskildum einum, já EINUM mola á dag (moli=einn munnbiti). Og í næstum tvær vikur er ég búin að vera goslaus í vinnunni, og vá hvað fyrsta vikan var erfið - það var nánast orðin vani að fá sér eina appelsín eftir mat, og sötra hana allan daginn (og ná ekki að klára hana..)

Unknown said...

Æðislegt að heyra Sissa! :D
Það er oft erfitt að kötta á eitthvað sem er komið í vana en það er merkilega fljótt að koma þegar maður gefur því séns. Oft er maður að borða nammi og drekka gos og þannig "af því bara".... þannig að það er alveg hægt að skipta því yfir í rúsínur og vatn ;)
Fáránlega ánægð með þig :D