Upphitun 2... liðleikaæfingar og double unders. Ég náði að sippa tvo hringi í einu hoppi aaaaalveg tvisvar. Það er ekkert eðlilegt hvað þetta er erfitt stuff! Maður er vel rispaður eftir svipuhöggin sem sippubandið skilur eftir á höndum og handleggjum þegar þetta tekst ekki... Við æfðum okkur aftur í OverHead Squat og kipping-upphífingum. Ég get ekki gert upphífingar meðan magavöðvinn er svona aumur svo ég æfði mig bara að gera axlahreyfinguna hangandi.
Eftir upphitun fór Hrönn með okkur í undirstöðuatriðin í Medicine Ball Clean og Ketilbjöllusveiflu. Medicine Ball Clean er eiginlega bara afbrigði af hnébeygju, kannski öðrvísi þegar maður er kominn með mjög þungan bolta... en kb sveiflan reynir vel á axlir og magavöðva. Ég gat samt alveg gert þessar æfingar án þess að finna til svo það var mjög jákvætt.
Eftir nokkuð margar tilraunir af þessu fórum við í Tabata (20/10) WOD.
WOD 22. feb - Tabata this:
Medicine Ball Clean 8 umferðir
Planki 5 umferðir
Kb sveifla 8 umferðir
Armbeygjur 6 umferðir
Þeeeeeetta tók á skal ég segja ykkur!!!! Ég hef heldur aldrei heyrt strákana kvarta jafn mikið eftir WOD....
Ég gerði ekki hlaupaheimavinnuna útaf því að hnéð á mér leyfir mér einfaldlega ekki að hlaupa eins og er, en ég segi það og skrifa að ég mun gera þetta hlaupaverkefni þegar hnéð er orðið hlaupahæft!
Heimavinnan á morgun er 2 km róður - það verður spennandi að sjá hvort ég bæti tímann minn frá 9. febrúar, það verða akkúrat 2 vikur frá síðustu tímatöku.
Ég kláraði ávaxta- og grænmetisdeildina í Víði eftir æfingu, keypti líka kjúkling og eitthvað fleira ofurfæði. Ofsalega gott að fylla á tankinn af góðu og heilbrigðu fæði. Ég sver, það heldur manni gangandi mikil lengur og gefur manni alvöru orku.
No comments:
Post a Comment