Monday, February 20, 2012

Kraftlyftingar

Jæja, æfingin í dag gekk bara framar vonum!
Við lærðum nýja tegund upphitunar hjá Evert. Gerðum liðleikaæfingar fyrir öll helstu liðamótin og lærðum svo double under sipp þar sem sippubandið fer 2 hringi í hverju hoppi. Ég sleppti sippinu.
Síðan fórum við í undirstöðuna í overhead squats og back squats. Ég hélt ég myndi ekki geta neinar hnébeygjur í dag en það kom mér á óvart að ég fann ekkert til í hnénu, kannski því þetta er svo hrein hreyfing, bara upp og niður.

WOD var að taka 5x back squats með tóma stöng, bæta svo á hana aðeins og gera aftur 5x. Bæta svo við eins og maður getur meðan maður getur gert 5x hvert. Við höfðum ekki nægan tíma til að finna út hvað ég gat gert mikið en ég var ansi ánægð með það að ég gat þyngst af öllum stelpunum, 5x 40 kg og ég hefði vel getað bætt meira á.
Aldrei hefði mér dottið í hug að mér myndi þykja kraftlyftingar svona skemmtilegar!!

WOD 20. febrúar:
5-5-5-(5-5-5 bætt svo við því við vorum svo snöggar að þessu og vildum þyngja meira)
Mitt skor: 15 kg, 20 kg, 25 kg, 30 kg, 35 kg, 40 kg.

Síðan var heimsmeistaramót í róðri; stelpur á móti strákum í 500m róðri. Allar stelpur sem réru undir 2;05 mín gáfu liðinu stig og strákar sem voru undir 1;45 gáfu þeirra liði stig. Það er ekki að spyrja að því að stelpurnar unnu þetta 10-6. Algengasti tíminn hjá okkur stelpunum sem náðum var 2;02-2;04 og ég var fantafersk með mínar 1;55!! =)  Ekki má gleyma að við fengum að ráða refsingu fyrir strákana sem varð að sjálfsögðu burpees í 2 mínútur!!! HELL! Hahahaha.

Heimavinnan er gífurlega spennandi hlaupaæfing sem á að hjálpa okkur að læra að halda réttu tempói á hlaupunum... Hlaup: 1x800m – 2 mín pása, 2x400m – 2 mín pásur, 4x200m – 1 mín pásur - Skrá heildartíma með pásum. Þetta ætla ég að reyna á morgun en hef á tilfinningunni að þetta verði því miður skokk en ekki sprettir hjá mér, EN við sjáum til :)

No comments: