Friday, February 24, 2012

It's Friday, Friday.....

... gotta get down on Friday... 

Klárlega með leiðinlegustu, mest pirrandi en jafnframt mest ávanabindandi föstudagslögum í heimi.... Takk Rebecca Black!!!! 

Þar fyrir utan... já það er föstudagur í dag sem þýðir að ég fór á hádegisæfingu.
Grunnupphitun 2 - Mér tókst alveg þrisvar að gera double under sipp, þetta ætlar að verða svona "get þetta á þrjóskunni" verkefni fyrir mig eins og upphífingarnar.... Síðan var það 2x10 Medicine Ball Clean og kb-sveifla.

Eftir smá töflufund um almennt hreysti lærðum við Push Jerk og ketilbjöllusnörun

Gerðum síðan nokkrar umferðir af axlapressu, Push Press og Push Jerk... já nú fer þetta að verða ansi flókið því æfingarnar eru orðnar svo margar að maður fer að rugla þeim saman.... En æfingin í dag með 10 kg stöng var góð til að finna muninn. Dauð axlapressa er lang erfiðasta hreyfingin því þá notar maður bara kraftinn í höndunum, push press er aðeins léttari og push jerk er síðan auðveldast upp á að geta meiri þyng eða fleiri endurtekningar því þá notar maður mesta orku frá miðju líkamans.

WOD var The Jerk... það er; 3x kb snörun með hægri, 3x hnébeygja með bjöllu, 3x kb snörun með vinstri. Þetta er síðan endurtekið 6x6x6x, 9x9x9x og svo framvegis þar til 7 mínútur eru liðnar. Ég kláraði allt 15x með 6kg bjöllu (þorði ekki að taka 8kg útaf meiðslunum) og ég var búin með 10x snörun með hægri þegar bjallan glumdi. Hendurnar verða aaaaansi lúnar eftir snörun og svipufarið er eftir sippubandið:



Eftir teygjur þá keyrði ég heim og var með svo fáránlega mikla orku í líkamanum (ég þakka frábæra morgunmatnum mínum) svo ég spretti 500 metra í götunni minni, út að stóru hraðahindruninni og til baka. Þetta var ekkert mikill sprettur þar sem þetta er fyrsta sem ég hleyp eftir meiðslin en ég fór þetta á 2 mínútum í sólinni, það var ágætt bara.

Heimavinnan yfir helgina er sund, 4x50m sprettir. Eigum að hita upp 200 metra, synda svo 4x 50m spretti með 90 sek pásu á milli og róa okkur svo niður og synda 100m rólega í lokin. Á planinu sem við fengum í byrjun stendur samt að við eigum að synda 1km aftur og skrá tíma og sjá muninn síðan síðast.... Ég hallast mest að því að gera það frekar... sé hvernig ég verð í hnénu á morgun!

Til að bæta upp fyrir hræðilega föstudagslagið hér að ofan þá enda ég færslu dagsins með einu besta föstudagslagi sem ég veit um.... Góða helgi!