Wednesday, February 15, 2012

Gersamlega uppgefin!

Æfingin í dag var svakaleg. Ég man í alvöru ekki eftir því að hafa verið svona þreytt í líkamanum áður!

Evert og Doddi voru með okkur í dag. Upphitun, meiri upphitun og aðeins meiri upphitun. Töflufundur um næringu og matarræði, allt saman mjög gagnlegt. Svo byrjaði húllumhæið.
Lærðum Sumo Deadlift High Pull..... já þetta hljómar svakalega! Ég veit ekki hvað það er en mér finnst allar þessar lyftingaæfingar brjálæðislega skemmtilegar! Allt sem er með stöng (erum ekki komin í ketilbjöllurnar).
Við fórum líka yfir upphífingar með teygju, jumping jacks og burpees. Ég officially hata burpees. Þetta þykir mér leiðinlegasta og erfiðasta þrekæfing í heimi!!!!!! Held að flestum þyki það...

WOD var í Tabata formi. Þá gerir maður Eina æfingu í 20 sekúndur, hvílir í 10 sekúndur, næstu æfingu í 20 sekúndur o.s.frv. Við vorum með 4 æfingar og vórum 6 hringi. Ég get svoleiðis sagt það og skrifað að ég er BÚIN! Lá svona á gólfinu þegar þetta var búið!!!


WOD Tabata 6x 20/10
Hopp-upphífingar
Jumping Jacks
Sumo Deadlift (5/10/15/20 kg) Ég tók 10 kg fyrstu 2 umferðirnar og 15 kg síðustu 4 umferðirnar!
Burpees

12 mínútur af algjöru madness ég bara á ekki meira inni.... best að skella sér í diskó-keilu með saumó! =P

Heimavinnan fyrir föstudag er róður í 15 mínútur, 40 sek hratt - 20 sek rólega - Skrá vegalengd.

No comments: