Wednesday, February 8, 2012

Æfing tvö

Harðsperrubúkurinn dreif sig á æfingu númer tvö í kvöld. Í dag var Hrönn með okkur og kenndi okkur undirstöðuatriðin í axlapressum. hopp-upphífingum og róðri. Það er fyndið hvað maður finnur lítið fyrir harðsperrunum eftir upphitun og nokkrar æfingar en þær eru komnar aftur um leiiiiið og æfingarnar eru búnar!
Það voru umtalsvert færri á þessari æfingu en á fyrstu æfingunni. Vonandi var það bara tilfallandi í dag, ég trúi því bara ekki að fólk sé að hætta við þetta eftir 1 æfingu og 19.500 krónur!!!!)

WOD var AMRAP á 9 mínútum (AMRAP = As many rounds as possible).

Hvert round var:
90 m sprettur
9 axlapressur (5/10/15 kg) (ég tók 10 kg)
9 hopp-upphífingar

Þetta gat stelpan, 4,33 umferðir á 9 mínútum (,33 er mín viðbót og þýðir að ég komst 4 heila hringi og svo kláraði ég 9 axlapressur í viðbót áður en tíminn rann út).

Heimavinnan fyrir föstudaginn er 2 km róður í róðrarvél - á tíma.


Í dag er ég búin að standa mig vel í matarræðinu:
AB-mjólk með Sultana Bran, Omega 3+D, fjölvítamín
Pastasalat
Hámark
Corny
Ommiletta með papriku og fetaosti
Nokkur bláber

No comments: