Monday, February 27, 2012

Vika 4 hafin!

Útskriftarhelgin mikla að baki, ég fór nú reyndar sem betur fer bara í tvö kökuboð en þar borðaði ég alveg á mig gat... það má svona í spes tilfellum sko (om nom nom).
Ég synti ekki heimavinnuna yfir helgina því ég treysti ekki hnénu í það. Búin að finna ansi mikið til í því alla helgina svo að sundið bíður líkt og hlaupið... Held samt það hljóti að styttast í að ég treysti mér í þetta tvennt. Kviðvöðvinn er síðan allur að koma til, ekki jafn slow og hnéð, sem betur fer!

En æfingin í dag, maður lifandi hvað ég er BÚIN Á ÞVÍ í höndunum!!!!!!

Byrjuðum viku 4 á því að sjá einn mjög hressan gutta taka 170 kg Clean and Jerk eins og ekkert væri.... ég held ég muni nú ekki gera það á lífsleiðinni en þetta var mjög flott hjá honum!

Meðan við horfðum á hann kippa þessari þyngd upp vorum við bara í joint mobility og svo æfðum við double unders sippið..... þrjóskan er að fara að sigra, ég er að segja ykkur það. Ég gat núna í svona 50% af tilraununum gert double under sipp en ég á núna eftir að finna út hvernig ég geri fleiri en eitt í einu.... þetta kemur, sjáið bara til! ;) Svo gerðum við 2x10 Push Jerk og réttstöðulyftur með prik bara, rétt að rifja upp.

Svo fórum við að læra Hang Power Snatch með því að fara líka gegnum stöðurnar í Burgener upphitun. Síðan tókum við stöng, ég var með 10 kg, og við æfðum þetta aftur og aftur og aftur og aftur! Sem er fínt, því þetta er svolítil nákvæmnisvinna sem mun leiða okkur að því að geta gert Clean and Jerk eins og gæinn með 170 kg var að gera... ég ætla að leyfa mér að byrja á 10-15 kg þegar við förum í það ;)

WOD..... 2on/2off amrap og ég dó í höndunum! Vorum tvö og tvö saman, ég og Sandra team-uðum upp að vanda og það gerir einn í einu, 2 mín á fullu og svo 2 mín í hvíld meðan hinn aðilinn gerir. 3x double wall-balls, 6x armbeygjur, 9x HP Snatch, endurtaka þar til 2 mín eru liðnar, þá tekur hinn aðilinn við og gerir það sama, þetta fer svona 4 umferðir á mann.

Ég var geeeersamlega búin!!! Teiknaði hérna inn á frábæra mynd sem sýnir mjög vel hvar ég er búin... þetta er svo slæmt að það er bara ein stelling sem ég finn hérna sem leyfir mér að pikka inn á tölvuna, annars bara gerist ekkert!!! Hahahaha.

Ég fann skemmtilegt myndband á YouTube um daginn og langar að deila því hingað með þeim sem lesa þetta blogg en eru alveg svakalega skeptísk á það ennþá hvort Crossfit sé íþrótt fyrir alla (þó ég ætti að vera ágætis sönnun þess, hahahaha, stelpan sem var svo skíthrædd við þetta og treinaði það í marga, marga mánuði að skrá mig!) 


Heimavinnan fyrir morgundaginn er 3 km hlaup á tíma, sami hringur og við fórum 8. febrúar.... Þá hljóp ég þetta á 20;59.... Ætli það sé raunhæft að stefna á undir 18;30 mín á morgun? Ég hef ekki hugmynd... Ég ætla samt bara að hlaupa eins vel og ég get og pæla sem minnst í tímanum, bara eins og ég gerði fyrir 3 vikum :) Stay tuned...........