Wednesday, February 8, 2012

Morgunmatur... mikilvægasta máltíð dagsins.

Morgunmatur hefur lengi verið minn Akkilesarhæll. Það að vakna, rífa sig á fætur og byrja á því að borða eitthvað er það versta sem ég veit. Mér verður flökurt og illt í maganum og þarf helst að leggjast fyrir.
Maður er síðan alltaf að lesa greinar um hvað morgunmatur er mikilvægur, brennsla líkamans fari ekki í gang fyrr en maginn byrjar að melta eitthvað þannig að alltaf þrjóskast maður við og reynir að fá sér morgunmat. 
Ég hinsvegar kýs frekar að vera hress heldur en að deyja á sófanum svo ég hef verið í smá tilraunastarfsemi síðastliðnar vikur og tekið á það ráð að þegar ég fer framúr á morgnana fæ ég mér djús- eða vatnsglas og nokkur vínber, mandarínu eða eitthvað mjög, mjög létt. Um það bil hálftíma síðar gerast nefnilega undur og srórmerki;vég verð svöng og ég fæ mér eðlilegan morgunmat. Venjulega liðu ca 2 klukkustundir þar til ég gat ímyndað mér að borða morgunmat! 

Með því að borða morgunmat hef ég meiri orku út daginn og mér líður betur. Mæli með að þið prófið :)
Síðan er ég handviss um að ef ég geri þetta áfram í einhvern tíma þá muni ég geta komið niður morgunmat á eðlilegan hátt áður en langt um líður.

1 comment:

Hafdis said...

Ég var einmitt alltaf svona einu sinni, gat bara ómögulega borðað svona á morgnana. Mér finnst best að fá mér boost á morgnana með blönduðum berjum, banana, myntu, engifer og safa/vatni.

Eins er líka fínt að borða hafagraut og setja kannski smá frosin bláber útá.

Snilld að skrifa um hvernig manni gengur - held það virki vel , yo go girl;)