Monday, February 13, 2012

Vika tvö hófst með trukki!

Fyrst langar mig að þakka fyrir svakalegar móttökur til baka í bloggheima. Ég á bara ekki til orð þegar ég sé að þessi síða hefur verið opnuð 476 sinnum á EINNI VIKU (að mínum eigin heimsóknum frátöldum!).
Takk fyrir mig - ég vona að einhver þarna úti líti á þetta blaður mitt sem hvatningu til að skella sér í smá hreyfingu.

Æfingin í dag var góð. Mjög góð.
Svona var ég hress fyrir æfingu, alveg að klikkast úr gleði að vera loksins á leiðinni á æfingu!

Eftir upphitun fórum við aðeins aftur yfir réttstöðulyftur og wall-balls og eitthvað svona smá til að hita okkur betur. Hrönn fór síðan með okkur yfir undirstöðuatriðin í: front squats, thrusters, og kassahoppum. (Mæli eindregið með að þið ykkar sem trúið því ekki að CrossFit sé fyrir alla horfið á kassahopp myndbandið).
Í dag lærðum við líka 21/15/9 kerfi, sem segir sig svolítið sjálft, allar æfingar í hringnum eru gerðar 21 sinni, svo 15 sinnum og svo 9 sinnum.

WOD 13. febrúar:
400 m sprettur (úti)
21/15/9: Kassahopp
21/15/9: Thrusters 5/10/15 kg (ég tók 10 kg)
400 m sprettur (úti)

Svona var ég síðan hress eftir æfinguna þegar ég kom heim, fáránlega sátt við átökin en vel þreytt!


Hrönn þjálfari mælti eindregið með því að við héldum dagbók og skráðum niður tímana okkar, æfingarnar og svoleiðis, þannig að ég bara held ótrauð áfram með mína dagbók hér ;)

No comments: