Takk fyrir mig - ég vona að einhver þarna úti líti á þetta blaður mitt sem hvatningu til að skella sér í smá hreyfingu.
Æfingin í dag var góð. Mjög góð.
Svona var ég hress fyrir æfingu, alveg að klikkast úr gleði að vera loksins á leiðinni á æfingu!
Eftir upphitun fórum við aðeins aftur yfir réttstöðulyftur og wall-balls og eitthvað svona smá til að hita okkur betur. Hrönn fór síðan með okkur yfir undirstöðuatriðin í: front squats, thrusters, og kassahoppum. (Mæli eindregið með að þið ykkar sem trúið því ekki að CrossFit sé fyrir alla horfið á kassahopp myndbandið).
Í dag lærðum við líka 21/15/9 kerfi, sem segir sig svolítið sjálft, allar æfingar í hringnum eru gerðar 21 sinni, svo 15 sinnum og svo 9 sinnum.
WOD 13. febrúar:
400 m sprettur (úti)
21/15/9: Kassahopp
21/15/9: Thrusters 5/10/15 kg (ég tók 10 kg)
400 m sprettur (úti)
Svona var ég síðan hress eftir æfinguna þegar ég kom heim, fáránlega sátt við átökin en vel þreytt!
No comments:
Post a Comment