Monday, February 6, 2012

Einhversstaðar þarf maður að byrja...


Þá er það byrjað! Ég er byrjuð á grunnnámsskeiði hjá Crossfit Reykjavík.
Hér langar mig að halda smá dagbók um hvernig mér gengur á æfingunum, hvernig gengur að huga að matarræðinu og deila einhverju misgáfulegu í bland. Ég held þetta muni hjálpa mér að standa mig enn betur en ella :)

Fyrsta æfingin gekk ágætlega. Evert var með smá kynningu á íþróttinni og svo fórum við beint í upphitun. Skokkuðum nokkra hringi í salnum og gerðum 3x30 handsveiflur, hnélyftur og hæla í rass. Tíbísk upphitun er alltaf góð og eitthvað sem ég þekki vel úr fótboltanum.

Því næst fóru Evert og Svali yfir þrjár basic grunnæfingar; hnébeygjur, armbeygjur og kviðæfingar. Kenndu okkur rétta líkamsstöðu og þess háttar. Ég komst að því að ég hef aldrei lært að gera armbeygjur rétt... Ég var því algjör rookie að læra að gera armbeygjur upp á nýtt og er það líklegast ástæðan fyrir því að ég get ekki lyft höndunum núna, alveg búin í vöðvum sem hafa líklega aldrei verið notaðir!
Til útskýringar þá hef ég alla ævi gert svona armbeygjur: 

En það á víst að gera þær svona:


Síðan fórum við í okkar fyrsta WOD (Workout of the Day):
Death by 12... hnébeygjur, armbeygjur, sit-ups.

Armbeygjurnar sigruðu mig, ég var farin að titra svo mikið í handleggjunum að ég komst bara upp í að gera þetta allt 7x á mínútu (þ.e. 7x hnébeygjur, 7x armbeygjur og 7x sit-ups).
Það var bara ein stelpa sem gat gert þetta allt 12x á mínútu, ég var bara svona í meðallagi, get ekki kvartað.

Svo teygðum við og ég dreif mig heim meðan ég var með power í höndunum til að keyra!

Á morgun er heimavinnan að hlaupa 3 km og taka tímann. Þessi tími verður svo skráður og í lok námskeiðsins hlaupum við sömu vegalengd og athugum hvað við höfum bætt okkur. Verður spennandi að sjá.

Ég byrjaði að tækla aðeins matarræðið í dag líka. Fékk mér ogguponsu salat og smá blómkálssúpu í vinnunni í hádeginu, 2 tímum fyrir æfingu fór ég svo á Tandoori og fékk mér kjúklingavefju með grænmeti. Eftir æfingu drakk ég Hámark og fékk mér svo avocado, papriku og gúrku í skál og er að narta í það hérna (svona þegar ég fæ kraft í höndina til að teygja mig!!) Síðan er ég bara búin að drekka vatn í dag, engan safa eða gos.

Ég er bara mjög sátt við fyrsta daginn!

1 comment:

Emma said...

Lýst vel á svona blogg skvís! :) æfingin ykkar hljómar b.t.w. mjög svipuð og við vorum að gera:)