Tuesday, September 2, 2014

10k hlaup - check

Nú er rúm vika liðin frá Reykjavíkurmaraþoninu og ég hef enn ekki komið mér í að skrifa neitt hér inn. Það er þó skemmst frá því að segja að ég hljóp 10 kílómetrana á 100 mínútum eins og planið var. Ég hefði þó verið á muuuun betri tíma ef ég hefði ekki misstigið mig illa og hrunið í götuna, setið þar í nokkrar mínútur að jafna mig og skakklappast svo síðustu 3.5 kílómetrana í mark. Stolt af mér að hafa klárað þetta, vissulega, en ég er nokkuð viss um að það var fólkið á hliðarlínunni og yndislega fólkið sem styrkti Einstök börn með áheitum á mig sem komu mér alla leið.

Mig langar að þakka öllum kærlega fyrir stuðninginn, teygjusokkurinn og eymslin sem há mér ennþá í dag voru alveg þess virði og gaman að sanna það fyrir sjálfum sér að þó maður hafi aldrei hlaupið utan fótboltavallarins þá er það hægt með smá æfingu og þrautseigju :)


Nú er ferðinni heitið aftur inn fyrir veggi Hreyfingar þar sem ég er með kort og ætla að fara að stunda hot yoga og crosstrainerinn af aðeins meiri krafti en undanfarið.

Annars verð ég að minnast á það hvað er orðið ótrúlega dimmt og kósý á kvöldin! Ég er bara búin að taka fram prjónana og splæsa í dýrindis kertasafn svo ég býð haustið bara velkomið með virtum :)
Með haustinu ætlum við að reyna að finna okkur nýtt heimili... það er búið að taka myndir af E6 og búa til lýsingu á eigninni svo þetta fer allt af stað þegar við finnum hinn fullkomna stað til að búa á... * spennóóóó *