Heimavinna dagsins í dag var Tabata Róðraæfing. Róa í 15 mín á 40/20 tempó. Þ.e. 40 sek hratt og 20 sek hægt - Skrá vegalengd. Ég kláraði 3045 metra. Verð að segja mér finnst það nokkuð gott miðað við að vera með böstað hné! Á morgun er hádegisæfing og svo kærkomið frí. Mér skilst það sé engin heimavinna um helgina, bara heimavinna í skólanum =P
Ég reiknaði þetta út... Þegar ég var að róa 2 km á tíma 9. febrúar þá réri ég 211 metra á mínútu. Þá var ég að fara á sem hraðasta tíma og ég mögulega gat.
Í dag var ég svo að róa rúma 3 km á 15 mínútum, 203 metra á mínútu, og núna var ég að fara hratt og svo slaka í 20 sek á hverri mínútu. Þetta getur ekki þýtt annað en ég sé strax búin að bæta þolið! Eða ég get allavega ekki reiknað það út öðruvísi :)
Hlakka til að fara að endurtaka tímatökurnar og sjá hvort það sé munur, það styttist í það! :)
No comments:
Post a Comment