Monday, September 30, 2013

Meistaramánuður hefst á morgun!

Ég hef nokkrum sinnum staðið mig að því að hugsa "það er ennþá september, þetta má alveg" meðan ég gæði mér á einhverju góðgæti.

Ég keypti mér einmitt kók með hádegismatnum og hugsaði "síðasta kókið í bili" eins og einhver fíkill.
En ég hef nú tekið svona til hjá mér áður og þá fannst mér ekkert mál að sleppa gosinu. Þetta er bara ávani frekar en eitthvað annað.

Ég tók síðustu helgina fyrir Meistaramánuð líka með "trompi". Fór út að borða á Grillmarkaðinn sl. laugardag og gæddi mér á endalaust miklum mat og drakk vín með. Ég borðaði hamborgara og fékk smá nammi líka.

Nú er hinsvegar komið að skuldadögum og ég hlakka alveg ofsalega til að takast á við þetta verkefni.


Ég er búin að panta fyrsta tímann hjá Árnýju einkaþjálfara á miðvikudaginn kl. 16:30. Með henni fer ég í mælingar og þetta klassíska, svo gerum við eitthvað skothelt æfingaplan fyrir mig og ég blanda svo hot yoga inn í það.
Halldór sjúkraþjálfari er spenntur fyrir þessu líka og búinn að lesa mér pistilinn um að ég megi ekki hlaupa og ekki gera þungar hnéæfingar. Hef svosem alltaf vitað þetta en ég lofaði að standa við þetta núna, en ég verð dugleg á cross-trainernum, hjóli, róðravél og sundi í staðinn.

Næst á dagskrá er að stilla vekjaraklukkuna aðeins fyrr en í morgun og taka morgundaginn með trompi!

Thursday, September 26, 2013

Skammturinn kominn og sjónvarpsþátturinn hefst í kvöld!

Þetta var að lenda á skrifborðinu mínu... Nú er ég aaaalveg að verða tilbúin :)


Ekki gleyma að horfa á þáttinn um Meistaramánuð á Stöð 2 kl 19:20 í kvöld! :)
Ég er allavega rosalega spennt fyrir þessum þætti! Það verða 6 svona þættir, alla fimmtudaga frá og með í dag. 








Wednesday, September 25, 2013

Bleikt.is | 11 ótrúlega algeng mistök í mataræði

Bleikt.is | 11 ótrúlega algeng mistök í mataræði

Las þessa grein áðan og verð að pósta henni hingað.

Ég er einlægur aðdáandi holls matarræðis í bland við hreyfingu og tel það eina lykilinn að langvarandi árangri.

Ég hef of oft brennt mig á svona kúrum og tískufyrirbrigðum og er löngu hætt að taka þátt í þannig veseni.

Það er alveg greinileg ástæða fyrir því að mannkynið fer ört fitnandi: unnin matvara, of stórir skammtar, gosdrykkir, minni hreyfing og þessháttar. Þetta var ekki svona á tímum forfeðra okkar og það err ekki að sjá að þeir hefðu verið að berjast mikið við offitu.

Eitt af mínum vandamálum er að ég á það til að vera sínartandi. Ég leyfi líkamanum stundum ekki að verða svöngum. Þetta ætla ég að byrja að passa betur, ásamt því að laga og endurhugsa hvað ég set ofaní mig.


Monday, September 23, 2013

Fleiri markmið!

Já, það er lítið annað en Meistaramánuður sem kemst að í ennisblaði heilans míns þessa stundina.
Ég trúi því að með réttu hugarfari geti ég gert allt sem ég einset mér og því hef ég ákveðið að bæta við nokkrum laufléttum markmiðum.

Markmið mín fyrir Meistaramánuð 2013:

Ég ætla að hefja 12 vikna áskorun með einkaþjálfara, mælingum og allskonar sniðugu í Hreyfingu heilsulind og mæta a.m.k. 4x í viku!

Ég ætla að mæta í Hot Yoga a.m.k. 2x í viku!

Ég mun ekki innbyrða áfengi í október en það þýðir samt ekki að það sé bannað að bjóða mér í partý!*

Ég ætla að vakna fyrr og mæta fyrr í vinnu og klára þar af leiðandi fyrr!

Ég ætla að drekka a.m.k. 2 lítra af vatni á dag!

Ég ætla bara að leyfa mér gos 1x í viku!*

Ég ætla að borða hollari mat!

Ég ætla að borða morgunmat eigi seinna en kl 10 alla daga!

Ég ætla að borða a.m.k. 3 ávexti eða ferskt grænmeti á dag!

Ég ætla að taka Lýsi á hverjum degi!

Ég ætla eingöngu að leyfa mér örlítið sælgæti á nammidögum!**

Ég ætla að gerast menningarleg og fara í leikhús!



Ég ætla að verða meistari!


Ég ætla svo að prenta listann út og skella honum á ísskápinn og skrifborðið niðri í vinnu. Svona svo ég gleymi mér örugglega ekki :)
Ef einhver er með hugmyndir fyrir mig að fleiri markmiðum sem ég gæti bætt við, þá ekki ekki við að láta mig vita.

*Það má svindla 1-2x í mánuðinum en bara að vel ígrunduðu máli
**Nammidagar geta færst til en eru samt bara einu sinni í viku. Svindldagar eru leyfi

Friday, September 20, 2013

Allt að gerast og styttist í október



Jæja... ég er ekki komin með cold feet eða neitt, LOFA!
Ég er bara orðin rosalega spennt ef ég á að vera alveg hreinskilin!
Sævarður er búinn að skrá sig líka og Stella, sessunautur minn í vinnunni, er að fara að skrá sig. Það er allt að gerast! Ég held það sé ekkert annað en lykill að velgengni , allavega hvað mig varðar, að hafa fólk í kringum sig sem ætlar að taka sig á líka.

Ég lendi alveg í því að hugsa: "Æj þetta var svo erfiður dagur/ég svaf svo illa í nótt/það var svo mikið að gera í vinnunni/mér er svo illt í bakinu, ég ætla að verðlauna mig með smá nammi/snakki/kökusneið/gosglasi...." nefndu það! Hefurðu ekki lent í þessu líka?

Hefurðu samt pælt í því hvað maður er í raun að gera? Maður er að "verðlauna sig" með einhverju sem er að gera manni lífið leitt þegar á hólminn er komið!

Auðvitað ætti maður frekar að verðlauna sig fyrir vel unnin störf eða það að komast í gegnum einhverja erfiðleika með einhverju HOLLU og góðu. Þegar ég hugsa um það þá líður mér þúsund sinnum betur ef ég narta í nokkur jarðarber eða möndlur á kvöldin í staðinn fyrir snakk eða nammi.

Í meistaramánuðinum ætla ég að leyfa mér eitthvað óhollt einu sinni í viku (ef mig langar í það) en ég ætla ekki að líta á það sem einhver verðlaun... Ég hef heilsu til að taka til í sjálfri mér og hollur matur og hreyfing er einmitt það sem ég vil gefa líkamanum mínum. Mér mun líða betur, ég verð hressari og betri í skrokknum og það eru bestu verðlaunin!


Svona hugarfarsbreyting er að hefjast í kollinum mínum og hún á bara eftir að eflast næstu daga og vikur með allt þetta góða fólk í kringum mig.

Wednesday, September 18, 2013

Meistaramánuður!


Já! Þetta er að gerast! Ég hef skráð mig í meistaramánuð og nú skal tekið á því.

Ég ætla ekki að vera með neinar hrikalegar öfgar en ég hef nú þegar framlengt líkamsræktarkortið mitt í Hreyfingu um eitt ár og fékk með  því 12 vikna áskorun með einkaþjálfara, mælingum og allskonar sniðugu!

Ég mun ekki innbyrða áfengi í október en það þýðir samt ekki að það sé bannað að bjóða mér í partý!

Ég ætla að reyna að vakna fyrr og mæta fyrr í vinnu og klára þar af leiðandi fyrr!

Ég ætla að drekka a.m.k. 2 lítra af vatni á dag!

Ég ætla bara að leyfa mér gos 1x í viku!

Ég ætla að borða morgunmat eigi seinna en kl 10 alla daga!

Ég ætla að borða hollari mat!

Ég ætla eingöngu að leyfa mér örlítið sælgæti á laugardögum!

Ég ætla að vera meistari!