Í dag var heimavinna. Base Line. Renna gegnum x mikið af gefnum æfingum og taka tímann. Klára þarf allar æfingar af sömu tegund áður en byrjað er á næstu.
Valentínusar Base Line:
500 m róður
40 hnébeygjur
30 sit ups
20 armbeygjur
10 upphífingar
TÍMI: 08;11 mín
Armbeygjurnar eru enn að væflast fyrir mér, það að við megum ekki gera armbeygjurnar sem ég hef alla ævi gert þýðir að ég er súúúúper lengi að gera þessar crossfit armbeygjur, en ég þrjóskast áfram og þetta verður vonandi komið áður en langt um líður. Ég fann síðan mun í dag hvað ég þurfti lítið að hoppa í upphífingunum, var að nota styrkinn í höndunum mun meira en þegar við gerðum þetta fyrst.
Eftir æfingu sótti ég mér Subway. Prófaði svona heilsubát hjá þeim, Buffalo kjúklingalundir og böns af grænmeti. Alls ekkert slæmt og þeir segja líka það séu 4.5 gr af fitu í þessu og 6" heilsubátur er kringum 250-300 kaloríur ef maður sleppir sósum og osti. Ég veit ekki hvað það er, stundum fæ ég svona æði fyrir Subway og gæti borðað þar í hvert mál í marga daga, síðan get ég ekki hugsað mér að borða þar í smá tíma. Núna er ég á svona Subway-tímabili! Eins gott það er fjölbreytt úrval hjá þeim :)
Hnéð er að stríða mér í dag. Vonandi er það bara tilfallandi því ég synti bara bringusund í gær (fólk með ónýt hné eins og ég á ekki að synda bringusund!!) og þetta skal verða búið á morgun. Akkúrat núna líður mér hinsvegar eins og það sé verið að toga fótlegginn í sundur í miðju hnénu, allt svona laust og asnalegt og mér finnst allt í hnénu ekki vera á réttum stað. Mjög óþægileg tilfinning. Spá í að vera í teygjusokk það sem eftir lifir dags eða kannski smella kine-teipi á þetta eða eitthvað eins og sjúkraþjálfarinn kenndi mér... Skelli kannski inn hnjámynd á eftir til að eiga þetta svart á hvítu hvað hnén eru mismunandi...
En jæja! Búin að væla! Áfram með smjörið! Lærdómur, einn, tveir og....
No comments:
Post a Comment