Friday, December 6, 2013

Nýr mánuður, ný áskorun

Jæja, haldiði ekki bara að plankaáskoruninni sé LOKIÐ!
Henni lauk með pompi og prakt í gær þar sem einvígi var háð um hver gæti plankað lengst. Sigurvegarinn plankaði í hvorki meira né minna en 22 mínútur!! Geri aðrir betur!
Ég plankaði upp á 4:30... er ekki sérstaklega góð í þessu. En vááá hvað mér hefur farið fram á þessum 30 dögum! Mér fannst erfitt að planka 40 sekúndur í byrjun mánaðar!!!

Ég gerði viðurkenningaskjöl fyrir alla sem luku áskoruninni, það var eitthvað kringum 20 manns!

Núna á mánudaginn hefst svo ný áskorun, það verður 30 daga hnébeygjuáskorun!!


BRING IT ON! :)

Wednesday, November 6, 2013

Plankaáskorun og fleira

Jæja. Nú er fyrsta vikan af nóvember að líða.
Ég fór í segulómun á mánudag og hún kom vel út. Læknirinn heldur að þessi svimi komi frá eyrunum og ég á að gera æfingar núna næstu 2-3 vikur og sé hvort þetta lagist. Ef ekki þá fæ ég tíma hjá Sigga svima. Vonandi verður þetta bara búið fljótlega.

Ég ákvað að sjá hvort vinnufélagarnir hérna í kringum mig vildu taka þátt í plankaáskorun sem ég sá auglýsta á hun.is og það stóð ekki á svörum. Allir til í að taka þátt og við ákváðum að taka planka á hverjum degi kl 14:00 á "dansgólfinu" sem við höfum hérna hliðina á okkur. Vorum 9 í hring og tókum planka í 20 sek. Einhversstaðar verður maður að byrja og hér á eftir kemur planið fyrir áhugasama. Í lok mánaðar verðum við öll í 5 mínútna plönkum!!
Ég vil leggja áherslu á að þeir sem taka þátt stilli líkamanum sínum rétt upp fyrir plankann. Passa að olnbogar séu í beinni línu niður frá öxlum og að bakið sé beint. Dragið naflann inn og passið að öll miðjan sé vel spennt.





Dagur 1 – 20 sekúndur
Dagur  2 – 20 sekúndur

Dagur 3 – 30 sekúndur

Dagur  4 – 30 sekúndur

Dagur  5 – 40 sekúndur

Dagur 6 – HVÍLD
Dagur 7 – 45 sekúndur
Dagur 8 – 45 sekúndur
Dagur 9 – 60 sekúndur
Dagur 10 – 60 sekúndur
Dagur 11 – 60 sekúndur
Dagur 12 – 90 sekúndur
Dagur 13 – HVÍLD
Dagur 14 – 90 sekúndur
Dagur 15 – 90 sekúndur
Dagur 16 – 120 sekúndur
Dagur 17 – 120 sekúndur
Dagur 18 – 150 sekúndur
Dagur 19 – HVÍLD
Dagur 20 – 150 sekúndur
Dagur 21 – 150 sekúndur
Dagur 22 – 180 sekúndur
Dagur 23 – 180 sekúndur
Dagur 24 – 210 sekúndur
Dagur 25 – 210 sekúndur
Dagur 26 – HVÍLD
Dagur 27 – 240 sekúndur
Dagur 28 – 240 sekúndur
Dagur 29 – 270 sekúndur
Dagur 30 – PLANKAÐU EINS LENGI OG ÞÚ GETUR.

Koma svo, allir með! :-)

Á laugardag er árshátíð Lýsi og ég er búin að taka mikinn þátt í skipulagningu, sem er mjög skemmtilegt. Ég stend fyrir happdrætti með restinni af stjórn starfsmannafélagins, myndatöku í fordrykknum og verðlaunaafhendingu fyrir búninga. Svo tek ég líka þátt í skemmtiatriði deildarinnar minnar svo það er mikið að gerast þessa dagana :) En það gefur lífinu bara lit skal ég segja ykkur! 
Ég er einmitt á leiðinni í Bogfimisetrið í kvöld þar sem við stöndum fyrir árshátíðarupphitun fyrir starfsmannafélagsmeðlimi. Það verður spennandi að sjá hversu léleg ég er í bogfimi ;)


Thursday, October 31, 2013

Dagur 31

Það er komið að því, drum roll please...... LOKADAGUR MEISTARAMÁNAÐAR er genginn í garð!



Október 2013 fer í sögubækurnar hjá mér fyrir að vera skemmtilegur, lærdómsríkur og upphafið af betra lífi.

Ég setti mér nokkur markmið fyrir mánuðinn og ég ætla aðeins að fara yfir þau hér:


Markmið mín fyrir Meistaramánuð 2013:

Markmið 1Ég ætla að hefja 12 vikna áskorun með einkaþjálfara, mælingum og allskonar sniðugu í Hreyfingu heilsulind og mæta a.m.k. 4x í viku!
Niðurstaða: Ég hóf 12 vikna áskorunina, lét mæla mig í bak og fyrir og fer í mælingu 2 bráðlega. Ég hef mætt 3-4 sinnum í ræktina allan mánuðinn nema bara 2svar vikuna sem ég var veik.

Markmið 2: Ég ætla að mæta í Hot Yoga a.m.k. 2x í viku!

Niðurstaða: Ég mætti 2-3 sinnum í viku í Hot Yoga allan mánuðinn

Markmið 3: Ég mun ekki innbyrða áfengi í október en það þýðir samt ekki að það sé bannað að bjóða mér í partý!
Niðurstaða: Ég drakk ekkert áfengi í október og ég mætti í nokkur partý.

Markmið 4: Ég ætla að vakna fyrr og mæta fyrr í vinnu og klára þar af leiðandi fyrr!
Niðurstaða: Ég vaknaði mjög snemma fyrstu vikuna, viku 2, 3 og 4, vaknaði ég aðeins seinna, en þó fyrr en venjulega og gerði mér safa og gekk frá þvotti og þannig. Þurfti að vinna frameftir nokkra daga en komst yfirleitt á góðum tíma úr vinnu.

Markmið 5: Ég ætla að drekka a.m.k. 2 lítra af vatni á dag!
Niðurstaða: Ég drakk rúmlega 2 lítra af vatni alla daga mánaðarins.

Markmið 6: Ég ætla bara að leyfa mér gos 1x í viku!
Niðurstaða: Ég drakk gos 4 daga í mánuðinum, bara á nammidögum.

Markmið 7: Ég ætla að borða hollari mat!

Niðurstaða: Við vorum ofsalega dugleg að elda og borða hollan og góðan heimilismat. Við leyfðum okkur kökusneið og þess háttar á nammidögum.

Markmið 8: Ég ætla að borða morgunmat eigi seinna en kl 10 alla daga!
Niðurstaða: Þetta hélt ég að væri erfiðasta markmiðið en komst að því að nú fúnkera ég ekki án þess að fá morgunmatinn minn, og ég vil helst hafa það grænan safa með allskonar grænmeti og ávöxtum í. Borðaði morgunmat alla dagana fyrir klukkan 10, líka um helgar!

Markmið 9: Ég ætla að borða a.m.k. 3 ávexti eða ferskt grænmeti á dag!
Niðurstaða: Pís of keik. Oft borðaði ég fleiri en 3!

Markmið 10: Ég ætla að taka Lýsi á hverjum degi!

Niðurstaða: Ekkert vandamál.

Markmið 11: Ég ætla eingöngu að leyfa mér örlítið sælgæti á nammidögum!
Niðurstaða: Ég fékk mér sælgæti á nammidögum en leið ekki vel eftir nokkra bita svo ég borðaði lítið.

Markmið 12: Ég ætla að gerast menningarleg og fara í leikhús!
Niðurstaða: Við fórum að sjá Engla Alheimsins í Þjóðleikhúsinu

MARKMIÐ 13: Ég ætla að verða meistari!
Niðurstaða: ÉG ER MEISTARI!

Já, ég er ekkert að skafa af því! Ég studdist við markmiðin mín og breytti lífsmynstrinu mínu og get því með sönnu kallað mig Meistara! :)



Ég mun halda ótrauð áfram að borða hollt, borða morgunmat, taka Lýsi, hafa sérstaka nammidaga, takmarka gos og vera dugleg að hreyfa mig, svo lífið mun ekki breytast mikið í nóvember hvað það varðar. Ég er ofsalega sátt við mánuðinn og árangurinn og hlakka til að halda áfram! 

Ég mun ekki hætta að blogga þó ég verði kannski ekki með færslu á hverjum degi eins og í október, en ég mun reglulega setja fréttir hér inn hvernig mér gengur, eins og til dæmis þegar ég fer í mælingu númer 2 og 3 og hvort ég komist í kjólinn fyrir jólinn og allt það :)

Mig langar líka að þakka öllum þeim sem gáfu sér tíma til að lesa framgang mála hér á síðunni í október, ég trúi vart mínum eigin augum þegar ég sé að síðan var opnuð rúmlega 5100 sinnum Á EINUM MÁNUÐI! Þetta hefur verið ofsalega mikið boost fyrir mig og hjálpað mér mikið. 

Máltíðir dagsins:
Morgunmatur: Grænn safi
Hádegismatur: Hakkbuff og kartöflur


Wednesday, October 30, 2013

Dagur 30




Vá... í dag er næstsíðasti dagur Meistaramánuðar! Trúið þið því? Tíminn flýgur svo sannarlega þegar lífið er skemmtilegt! Í gær fór ég í heitasta Hot Yoga tíma sem ég hef nokkurntíma farið í. Váááá hvað það var gott! Ég gæti hæglega orðið svona "spokesperson" fyrir þessa geggjuðu tíma.Alveg magnað hvað mér líður vel í þessum hita og hvað þessar æfingar gera mér gott. Ég er að verða liðugri, sterkari og þolmeiri með hverjum tímanum og það er yndisleg tilfinning.


Það var hringt í mig í gær frá Domus Medica. Ég átti tíma 10. janúar í segulómun en það losnaði tími fyrr svo ég kemst næsta mánudag, 4. nóvember! Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir mig þar sem þessi svimi er langt frá því að vera hættur. Mig svimar ef ég horfi upp, horfi snöggt til hliðar, beygi mig  niður, stend upp o.s.frv.

Nú svo stend ég í miklum pælingum um búningamál. Bæði Halloween búning fyrir næsta laugardag og svo Hollywood outfit fyrir laugardaginn næsta. Spennnnóóóóó. Halloween búningurinn er reyndar eiginlega alveg kominn, smá fíníseringar eftir.

Eftir frábæran hot yoga tíma hjá Bjargeyju (grínlaust, það var klappað eftir tímann and that's a first) skrapp ég að kaupa kvöldmat fyrir okkur Evu mágkonu og ég rúllaði svo í Breiðholtið og hleypti Evu út að skemmta sér (í bíó). Ég fékk semsagt að passa Almar Elí 10 mánaða gamla litla frænda minn í fyrsta skipti. Hann svaf mestallan tímann reyndar en þetta var bara mjög kósí. Ég er ekki alveg að ná því að hann verði eins árs núna í desember... finnst svo ofsalega stutt síðan hann var bara pons!

Ég flakkaði á milli bíómynda meðan ég var hjá þeim, en var ekki að finna mér neitt nógu skemmtilegt að horfa á svo ég kíkti bara á netið og skoðaði hvað fólk í kringum mig hefur verið duglegt í Meistaramánuði. Ég er meeeega ánægð að sjá hvað margir settu sér markmið og virðast hafa staðið við þau af bestu getu. GO VIÐ! :)

Máltíðir dagsins
Morgunmatur: grænn safi
Millimál: Vínber
Hádegismatur: 6" Subway og trópí tríó
Millimál: Nektarína
Kvöldmatur: Pastabakki úr Hagkaupum



Tuesday, October 29, 2013

Dagur 29

KSÍ skandall
Ég er engan veginn sátt við KSÍ núna! Ég er búin að skoða reglulega ksi.is og midi.is þar sem var lofað að miðasalan yrði auglýst áður en hún opnaði. Ég vakna svo í morgun og heyri Svala og Svavar á K100 segja frá því að miðasalan hafi verið opnuð kl 4 í nótt og strax orðið uppselt!? Ég skil þetta engan veginn! Er þá bara búið að tryggja styrktaraðilunum og Króötum miða, en þessi venjulegi Jón úti í bæ fær engan miða? Oh ég er nett pirruð og sár núna :/ Ég hlakkaði mikið til að frjósa úr kulda á Laugardalsvelli 15. nóvember.
Ég get þó huggað mig við það að ég verði inni í hlýjunni að horfa á leikinn, það er þó eitthvað.

Í dag er planið beisik... Vinna, sjúkró, fundur, vinna, ræktin, elda grjónó og svo koma mamma og Gulli og við klárum að setja upp hilluna! Mikið hlakka ég til að sjá þetta... :) Ég skelli upp mynd þegar þetta er ready og bækurnar komnar upp!

Máltíðir dagsins
Morgunmatur: Bio Bú jógúrt
Millimál: Vínber
Hádegismatur: 6" kjúklingabátur á Subway í heilhveitibrauði og Trópí tríó
Millimál: Hafrakaka, vínber, Eðaltoppur með Aloe Vera og ferskjum
Kvöldmatur: Grjónagrautur



Monday, October 28, 2013

Dagur 28


Gleðilega lokaviku Meistaramánuðar!

Á matseðlinum í dag er hollusta, hreyfing og hamingja.

Ég var að vinna til 19:15 og rauk þá beint í saumó þar sem við hittumst allar í fyrsta sinn síðan fyrir 2 og hálfu ári! Það var ofsalega gaman að ná því :)

Máltíðir dagsins
Morgunmatur: Grænn safi
Hádegismatur: Tvæ kjötbollur, ein kartafla og salat. Smá grjónagrautur.
Millimál: Nektarína og Corny
Kvöldmatur/kaffi: Ýmiskonar gott í saumó, hrísgrjónaréttur, bakaður gullostur o.fl.






Sunday, October 27, 2013

Dagur 27

Mikið er ég tilbúin að fara að brenna einhverju af þessu nammi sem ég borðaði í gær!
Ræktin kl 11:30!

Að því loknu komu mamma og Gulli í heimsókn. Gulli er svo frábær að smíða bókahillu fyrir okkur og þetta er allt saman farið að taka á sig mynd. Nú á bara eftir að lakka nokkrar umferðir og svo smella þessu upp :) Þá getum við nefnilega losað okkur við bókahilluna sem stendur á gólfinu og tekur allt of mikið pláss og þá mun jólatréð standa flott og tignarlegt á sínum stað um jólin.

TEAMWORK! :)
Máltíðir dagsins
Morgunmatur: Bio Bú jógúrt með mangó
Eftir æfingu: próteindrykkur
Hádegismatur: Súrmjólk með cheerios
Millimál: popp
Kvöldmatur: Nauta wok-réttur með grænmeti og grjónum
Desert: smá ís og fullt af vínberjum


Saturday, October 26, 2013

Dagur 26

Í dag er laugardagur. Nammidagur. Ég bakaði köku og kryddbrauð og mætti í kaffi til ömmu og afa. Amma varð nú aldeilis ánægð að fá okkur í heimsókn á nammidegi því hingað til í október hefur hún ekkert getað gefið okkur nema vatn að drekka.

Við fórum svo á deit night, ég og Sævarður. Það var dinner á Tapashúsinu og svo Englar Alheimsins í Þjóðleikhúsinu. Eitt af markmiðum mánaðarins var einmitt að fara í leikhús. Þetta er alveg svakalegt leikrit. Atli Rafn leikur aðalhlutverkið svo ótrúlega vel að maður trúir því að þarna sé mjög veikur maður á sviðinu. Alveg magnað. Við kíktum svo aðeins í Halloween partý áður en við fórum heim að lúlla. Afskaplega kósí laugardagur verð ég að segja :)



Máltíðir dagsins
Heilhveitihorn með mysing. Kókoskúla. Lakkrís og smá hlaup. Kökusneið. Kryddbrauð. Ein pönnsa. Djúpsteiktur Camembert. Tígrisrækjur. Lambainnanlæri. Smá ópal.





Friday, October 25, 2013

Dagur 25

Árangur!
Nú sé ég loksins á fötunum mínum að Meistaramánuður er að bera árangur. Þar sem það er orðið frekar kalt í veðri þá hef ég nokkrum sinnum reynt að fara í fínu ullarkápuna mína, sem ég keypti í fyrravetur, með litlum árangri. Ég komst í hana snemma þessa árs en síðan varð hún of þröng yfir upphandlegginn og þó ég træði henni upp þá gat ég ekki hneppt henni.

Í morgun var mér kalt og ákvað að prófa í enn eitt skiptið, og viti menn! Ég KOMST Í KÁPUNA og það var alveg mjög auðvelt! :D

Ég reyndi að taka mynd til sönnunar en það gekk eitthvað illa en voilà!



Maíltíðir dagsins
Morgunmatur: Grænn safi
Millimál: Epli
Kvöldmatur: Pizza



Thursday, October 24, 2013

Dagur 24

Læknisheimsókn 2
Ég fór til læknisins í morgun. Það sem var komið úr blóðprufum var alveg í lagi, hann átti eftir að fá niðurstöðurnar úr ferritín og B12 mælingunum samt. Hann gerði einhver test og henti hausnum mínum til og frá og á einum tímapunkti helltist yfir mig svo mikil vanlíðan að það brutust bara út tár! Hann gerði svo fleiri próf sem útilokuðu vertigo og svo sendi hann mig í heyrnarmælingu sem var í lagi. Þar sem ég er með sögu um skrítna og skakka augnbotna og hef áður farið í heilamynd þá  er næst á dagskrá að senda mig í segulómun á höfði, til að athuga heilann annarsvegar og innri eyru hinsvegar. Þetta verður gert til að útiloka alvarlegri atriði, sem ég er mjög ánægð með því ef það kemur ekkert úr því þá hlýtur þetta að vera einhver vírus bara. Trúi ekki öðru. 9 dagar af svima er orðið dálítið leiðigjarnt, það verður að segjast. Ég frétti af því þegar ég fór í blóðprufuna í gær að það væri einhver pest að ganga sem einkenndist af svona svima, en fólk væri ekki að missa matarlystina og þetta liði hjá á sólarhring hjá þeim... Kannski er ég bara óheppin og með þessa sömu pest í einhverju overdoze magni... ég veit ekki. Þetta kemur í ljós. Líklega einhverra vikna bið eftir tíma í ómun.


Að öðru leyti er ég alveg ágæt þó svo að ég finni að ég er þreyttari en vanalega, fölari og ekki jafn hress og ég á að mér að vera. Ég er alveg með einhverja matarlyst núna svo ég er ekki að hafa of miklar áhyggjur.
Steig svo á vigtina í gærkvöldi og er búin að missa 5 kíló. Mikið verður gaman að fara í málbandsmælinguna eftir nokkrar vikur! :)

Góðverk
Ég frétti að vinkona mín (sem er að tækla Meistaramánuð) borði aldrei morgunmat. Hún bara getur það ekki, að hennar sögn. Ég var ekki sátt við þetta hjá henni og spurði hvort ég mætti koma með grænan safa til hennar einn morguninn og sjá hvernig hann fari í hana. Ég hef áður skrifað að ég er á sama báti með að eiga erfitt með að borða á morgnana en eftir að ég fór að skutla í mig smoothie á hverjum morgni líður mér mikið betur og er með minni nartþörf yfir daginn. Ég fékk grænt ljós á þessa hugmynd mína og útbjó aðeins meiri grænan safa en venjulega og færði henni í morgun. Viti menn. Henni fannst þetta bara mjög gott og kláraði safann á hálftíma! Ég er staðráðin í að koma henni á bragðið með þetta og ætla að prófa aftur á morgun :)

Ekkert gúff!
Í kvöld er ég svo að hitta PLL-stelpurnar mínar. Þ.e. vinkonur mínar sem horfa með mér á Pretty Little Liars... þessi kvöld einkennast af smá gúffi en í kvöld er stefnan tekin á Saffran og svo verður EKKERT nammi! :)

Máltíðir dagsins
Morgunmatur: Grænn safi
Hádegismatur: Afgangur af pasta með kjötbollum
Kvöldmatur: Saffran baka og naan brauð. Saffran súkkulaðimús í desert.


Wednesday, October 23, 2013

Dagur 23


Í gær fór ég í ræktina. Hitaði upp á hjóli og róðravél. Tók svo prógram númer 2 frá þjálfaranum. Mér líst vel á þetta prógram og finn það á harðsperrunum að ég er að vekja einhverja vöðva sem hafa legið í dvala í dágóðan tíma.


Í dag fór ég í Hot Yoga hjá Bjargeyju. Tíminn var allsvakalega góður. Ég fékk síðasta plássið í salnum, alveg þérr upp við hitablásarann. Það kom þó ekki að sök, tíminn var extra heitur, þetta var erfitt, en fáránlega gott!


Læknaþjónusta til fyrirmyndar
Ég hringdi upp á Heilsugæslu í dag til að athuga hvort ég gæti fengið símatíma hjá Reyni sem ég var hjá í síðustu viku. Mig langaði að kanna hjá honum hvað honum fyndist um að ég sé enn að fá svimaköst og höfuðverk, en hann átti ekki tíma í dag. Ég útskýrði fyrir stúlkunni á símanum hvers eðlis þetta væri og að hann hefði sagt mér að vera í sambandi svo hún tók skilaboð og sendi honum. Reynir hringdi svo korteri síðar í mig og ákvað að senda mig í blóðprufu sem ég fór í og svo bað hann mig að koma að hitta sig kl 8:05 í fyrramálið, þar sem hann ætlar að líta á mig áður en vaktin hans hefst. Ég verð að segja að mér þykir þessi þjónusta alveg hreint stórkostleg og ég er svo þakklát fyrir að hér á Íslandi starfi svona frábærir læknar. Ég vona svo innilega að við munum enn hafa það svona gott eftir einhver ár. Ég vona að læknunum okkar og óskum þeirra verði sinnt svo við verðum ekki læknalaus hérna innan einhverra ára.

Máltíðir dagsins
Morgunmatur: Grænn safi og 2 gulrætur
Hádegismatur: 6" teryaki kjúklingabátur af Subway í heilhveitibrauði. Trópí tríó.
Eftir æfingu: Próteindrykkur
Kvöldmatur: Pasta með heimagerðum kjötbollum og salat

Tuesday, October 22, 2013

Dagur 22

Þrjár vikur!
Í dag eru þrjár vikur liðnar af Meistaramánuði og ég finn vel áhrifin sem þessi nýji lífstíll hefur á mig. Fyrir utan harðsperrur í handleggjunum eftir prógrammið í gær þá finn ég allskonar breytingar á mér sem ég fatta núna að ég saknaði. Mig langar að lista upp þessar breytingar í lok Meistaramánuðar þannig að stillið inn eftir viku ef þið hafið áhuga :)

Ofþornun
Heilsan er öll að skríða saman. Ég finn enn fyrir smá höfuðverk og smá léttum svima þegar ég stend upp en ekkert í líkingu við líðanina alla síðustu viku. Ég ætla í hot yoga á morgun og er því að passa að vökva mig vel og vandlega og svo þarf ég að muna að drekka mjög vel eftir tímann líka.
Ég hélt ég væri að drekka alveg nóg af vatni, þar sem eitt af markmiðunum mínum var að drekka meira vatn. Þess vegna er svolítil íronía í því að ég hafi lent í svona dehydration eða ofþornun. Þetta skýrist samt ef við krefjum til mergjar nýja lífstílinn sem ég er að tileinka mér:
1. Ég hef skorið burt mikið af unninni matvöru úr matarræðinu. Unnin matvara inniheldur mikið meira salt en hreinar afurðir.
2. Ég drekk núna smá gos á laugardögum í staðinn fyrir hvenær sem mig langaði (gos eins og kók heldur vökvanum frekar í líkamanum)
3. Ég hreyfi mig meira og stunda hot yoga. Í hot yoga svitnar maður mikið og það er mælt með að fólk drekki vel fyrir og eftir tímana, en ekki á meðan þeim stendur.

Þetta er stórt skref fyrir einn líkama að díla við á einu bretti svo það er svosem skiljanlegt að ég hafi lent í ofþornun. Ég hef ekki passað að drekka nægilega mikið í samræmi við þessa þætti sem ég taldi upp. En nú er öldin önnur og ég passa mig í framtíðinni að drekka enn meira vatn. Það sem við erum heppin hérna á Íslandi að hafa aðgang að svona góðum svaladrykk beint úr krananum og það kostar okkur ekki neitt.

Smá könnun sem ég gerði
Mig langar að segja ykkur frá því svona til gamans að ef þú drekkur hálfan líter af gosi (sem kostar að meðaltali 170 kr í verslunum) á hverjum degi í heilt ár þá kostar það þig "bara" ca. 62.050 krónur!!
Ég þekki síðan marga sem ég veit fyrir víst að drekka auðveldlega tvo lítra af gosi (sem kostar að meðaltali 290 kr í verslunum) á dag og þá er kostnaðurinn kominn upp í 105.850 krónur!
Segjum sem svo að þú minnkir þetta niður í hálfan líter einu sinni í viku þá eru það bara ca. 8.840 krónur.... Pælum aðeins í þessu. Hvað getur þú gert við 60-100 þús kr aukalega á ári?


Máltíðir dagsins
Morgunmatur: Safi með gulrótum, appelsínu og engifer. Plóma
Hádegismatur: Restin af súpunni og brauðbollur 
Kvöldmatur: Pasta og ostakjötbollur í mjúkri tómatsósu (notaði mjólk í stað rjóma)

Monday, October 21, 2013

Dagur 21


Það er mánudagur og svei mér þá, það er bara allt í lagi!
Ég ætla að rifja upp gamla bloggfærslu sem ég skrifaði um mánudaga fyrir einu og hálfu ári síðan. Fyrir áhugasama má lesa færsluna hér, það er ansi stórt sannleikskorn í henni skal ég segja ykkur.
Fyrir þá sem ekki nenna að lesa færsluna hef ég límt hér inn það sem mér þykir best úr þessari færslu:

Hvað er þetta með mánudaga? Vinnuvikan hefst á mánudögum hjá flestum og fólk er þreytt eftir helgina og sumir vilja bara leggjast undir feld á mánudögum. Kötturinn Garfield er frægur fyrir að hata mánudaga... sem meikar ekkert sens því hann er köttur sem sefur og étur alla daga vikunnar.
-------
Aldrei hefði mér órað fyrir því að ég yrði svona hress og kát á mánudögum en ég er handviss um að aukin hreyfing og þar af leiðandi léttari lund leikur mjög stórt hlutverk í þessari breytingu.
-------
Life is what you make it... Það er pínu kjánalegt að setja allt á hold meðan mánudagurinn rennur sitt skeið og ég er búin að fatta það. Njótið þess sem eftir er af þessum fallega mánudegi.


Annars er það að frétta að ég fór í ræktina í dag þrátt fyrir höfuðverk og prófaði nýja prógrammið. Það tók mig klukkutíma að klára það og ég gerði það vel. Ef ég hefði ekki verið með höfuðverk hefði ég skottast í Zumba tíma líka en ákvað að taka ekki sénsinn alveg strax.

Svona lítur dagur 1 í prógraminu út

Máltíðir dagsins
Morgunmatur: Grænn safi og mandarína
Hádegismatur: Eggjasteiktur fiskur, 3 litlar kartöflur og salat. Smá grjónagrautur.
Millimál: Bio Bú jógúrt með mangó og 2 gulrætur. Síðan próteindrykkur eftir æfingu.
Kvöldmatur: Kjúklingasúpa og heimabakaðar heilhveitibollur með allskonar kornum.




Sunday, October 20, 2013

Dagur 20

Jæja, sólríkur sunnudagur og ég ætla að fara í gönguferð á eftir. Bara svona fá blóðstreymið í gang og sjá hvort ég fái nokkuð svimakast eða eitthvað þannig. Ég held að ég komist svo bara í vinnuna og ræktina á morgun og hlakka mjöööööög til!

Ég ætla að kíkja á kynningarnar hjá krökkunum sem eru að taka þátt í  Startup Weekend Reykjavík um þessar mundir. Sævarður er búinn að vera þar alla helgina að vinna í frábærri hugmynd sem frænka hans, Ólöf Hugrún, kom með: Odd Sized Feet og hefjast kynningarnar klukkan 15 í Háskóla Reykjavíkur. Hér er Facebook síða verkefnisins fyrir þau ykkar sem hafið áhuga eða eruð í sömu sporum.

Það er skemmst frá því að segja að Odd Sized Feet lentu í öðru sæti og sýnt var viðtal við Ólöfu í Fréttum Stöðvar 2.

Í kvöldmat eldaði ég svo ilmandi og ljúffenga kjúklingasúpu með eplum, karrý og engifer. Algjört lostæti! :) Uppskriftina má finna hér.

Ég kryddaði hana með chilipaste og cayenne pipar aukakega og setti hálfa dós í viðbót af kókosmjólk. Svo lét ég hana malla í rúman hálftíma áður en ég bar hana fram með slettu af sýrðum rjóma og kóríander. Alveg besta kjúllasúpa sem ég hef smakkað :) nammmmm

Saturday, October 19, 2013

Dagur 19

Þetta fer að verða svolítið þreytandi!
Matarlystin er búin að snarbætast, sem betur fer. Mér er samt flökurt inn á milli. Ég drekk alveg helling af vökva eins og mér var ráðlagt. En höfuðverkurinn er enn til staðar og sviminn og blóðþrýstingsfallið gerist enn í hvert skipti sem ég sest eða stend upp. Ég er voðalega máttlaus eitthvað og helsta dæmið um það er að ég missti disk í dag, bara missti takið á honum og hann brotnaði á gólfinu... Sem betur fer var þetta bara ódýr IKEA diskur en það er samt ekkert gaman að brjóta stuff því maður bara missir það... Þetta var það eina sem ég hélt á. Ojæja... þetta er allavega búið og gert og ég held ég fari bara að nota pappadiska og glös þar til mér batnar!


Update!
Undur og stórmerki hafa gerst! Sviminn er FARINN!!!
Ég er svo ánægð og hamingjusöm að ég er búin að BAKA KÖKU og NAGLALAKKA MIG!!!


Nú er bara eins og ekkert hafi verið að mér, ég er bara svöng og ég veit ekki hvað!
Ég veit ekki hvort að Siggi Hlö á Bylgjunni hafi svona góð áhrif eða hvort það var sturtan sem ég tók, en allavega kvarta ég ekki og er bara mega sega úber sátt!
Ég lofa samt að passa upp á mig... Pinky promise!



Friday, October 18, 2013

Dagar 17 og 18

Veikindi



Það er ekki gaman að vera veik. Ég pantaði símatíma hjá vakthjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni minni á fimmtudagsmorgun og hún bjallaði stuttu síðar. Henni fannst réttast að ég kæmi niður á stöð, sem ég gerði um klukkan 10. Ég fékk að fara beint inn til hennar og hún tók blóðþrýstinginn sem var nokkuð ágætur en lægri mörkin voru kannski í það lægsta. Svo mældi hún hemóglóbín til að gá hvort ég væri blóðlítil, það kom vel út eða yfir 130. Hún tók nokkur önnur test og allt var í lagi þannig að hún stóð á gati og bað Reyni vaktlækni að líta á mig. Ég fór strax yfir til hans og hann framkvæmdi allskonar tauga- og jafnvægispróf með tilliti til hvort ég væri með einhverja steina í eyrunum sem væru að valda þessum svima. Svo virtist ekki vera svo hann mældi CRP til að athuga hvort merki væri um bakteríusýkingu. Það var neikvætt líka. Þá mældi hann blóðþrýstinginn aftur, og núna fyrst sitjandi og svo standandi. Kom í ljós að þrýstingurinn féll við að standa upp og þá svimaði mig líka meira. Doktor Reyni grunar að ég sé með einhverja veirusýkingu og/eða ofþornun því ég væri greinilega mjög þurr, ráðlagði mér að drekka a.m.k. 2 lítra af vökva næstu daga, drekka powerade og safa. Hann sagði að það væri allt í lagi ef ég myndi ekki fá matarlystina strax, bara vildi að ég drykki. Ég hef verið mjög dugleg að drekka en fer að læknisráði að sjálfsögðu og drekk meira. Við Sævarður fórum í búð og keyptum allt sem mig langaði í sem var hvorki meira né minna en Powerade, engiferdrykkur, frostpinnar og ein ostaslaufa. Ég gat borðað ostaslaufuna í kvöldmat og var það mikið fagnaðarefni.

Föstudagsmorgun er sviminn enn nákvæmlega eins og flökurleikinn gerði vel vart við sig í morgun. Um klukkan 13 náði ég að borða smá morgunkorn með mjólk sem verður að teljast skref í rétta átt en höfuðverkurinn og allt er við það sama.

Afþreyingarefni í veikindum
Mér þykir það frekar leiðinlegt að hanga heima og vera svona slöpp. Ég bara sef og glápi á sjónvarpið til skiptis. Ég er búin að horfa á alla þætti í þeim seríum sem ég fylgist með núna, Once Upon a Time, Once Upon a Time in Wonderland, Revenge, The Biggest Loser, Downton Abbey, Hart of Dixie. Svo bíð ég spennt eftir að hitta stelpurnar og geta horft á Pretty Little Liars, Ravenswood, Drop Dead Diva og The Client List. Þetta hljómar kannski sem ógrynni af þáttum en það kemur bara einn af hverjum þætti á viku svo þetta er ágætt miðað við manneskju sem horfir lítið á RÚV. Ég er líka hálfnuð með seríu tvö af Call the Midwife. Alveg magnað hvað aðalleikkonan minnir mig oft á mömmu mína!

Á fimmtudag kom út fjórði þátturinn um Meistaramánuð. Hann má finna hér. Í þessum þætti var aðeins rætt um það hvernig það er að koma sér af stað frá núlli eða eftir langt hlé og það var einnig rætt um hugleiðslu. Ég er mjög sammála því sem kom fram í þættinum, sérstaklega þar sem ég hugleiði í slökunarstundinni eftir yoga tímana sem ég fer í og veit ekki hvar ég væri án þessara mínútna þar sem ég bara er og geri ekki neitt annað.

Komst til þjálfarans
Á fimmtudag eftir tveggja tíma heimsókn á heilsugæsluna þurfti ég að skreppa niðreftir í Hreyfingu. Ég átti tíma hjá einkaþjálfaranum sem hafði frestast um 2 vikur þá þegar. Ég varð því að fara og fá þessa mælingu og æfingaprógram. Eftir þessa stuttu heimsókn var ég orðin verulega máttfarin og fór heim og sofnaði. Hún mældi mig þó hátt og lágt hún Árný og lét mig fá mjög fínt prógram sem ætti að henta mér vel. Hlakka til að prófa það þegar ég treysti mér í æfingar. Það verður vonandi í næstu viku. Vigtin hjá henni staðfesti líka að ég hef misst 4 kíló það sem af er október og er fegin að sú tala hafði ekki aukist meðan ég er lasin. Fátt verra en að léttast vegna veikinda finnst mér, það getur verið erfitt að jafna sig.

Nú bíð ég bara og vonast til að þessi leiðindi líði hjá. Reyni að borða eitthvað og drekk eins og ég get. Sævarður hugsar vel um mig, þessi elska. Hann er líka búinn að vera alveg fáránlega duglegur það sem af er Meistaramánuði. Einkajálfun og fótbolti í bland gerir honum gott sýnist mér :)


Máltíðir
Þar sem það er engin regla á því sem ég næ að borða þessa dagana þá er ég ekkert að skrifa það hér eitthvað sérstaklega. Ég fagna bara því sem ég næ að borða.

Wednesday, October 16, 2013

Dagur 16

Hálfnað verk þá hafið er! 
Já, Meistaramánuður er hálfnaður! Mér finnst tíminn fljúga áfram og nú er bara hálfur mánuður í að Jólarásin fari í gang og IKEA hendir upp jólaskrautinu sínu :D
Það verður seint sagt um mig að ég sé ekki jólabarn, ég hreinlega elska jólin og finnst einn mánuður á ári allt of stuttur tími tileinkaður þessari yndislegu hátíð. Ég hlakka líka mikið til því að bráðum fer ég að passa aftur í fallegu fötin í fataskápnum mínum, ég finn það, og þá verða einskonar aukajól... að geta klæðst öllu þessu fína sem ég á til.


Ég fer líka á árshátíð í nóvember og vonast til að geta klæðst einhverju "nýju" sem ég hef ekki komist í síðan í fyrra... Þemað er Hollywood og ég er rétt að byrja að spá hverju ég ætti að klæðast. Það verður gaman að finna út úr því :) Ef einhver er með hugmyndir fyrir mig af karakter eða leikkonu sem ég gæti klætt mig sem, má viðkomandi endilega deila því með mér.

Tveggja vikna uppgjör
Ég er núna búin að missa 4 kíló á þessum tveimur vikum og ég finn hvað ég er mikið léttari á mér og líður almennt betur þó ég hafi nælt mér í einhverja pest núna. Slíkt gerist bara og ég er ekkert að líta á það að vera lasin sem eitthvað slæmt hvað Meistaramánuð varðar. Ég kem bara sterk inn að nýju þegar þessi pest er gengin yfir. Magaverkur, svimi og höfuðverkur er ekki beint í uppáhaldi hjá mér.


Landsliðið
Það er síðan ekki hægt að skrifa færslu í dag nema minnast á karlalandsliðið í fótbolta. Frábært hjá þeim að vera komnir í umspil um sæti á HM og gaman að sjá gleðina sem braust út eftir leikinn í gær þegar úrslitin frá Sviss voru tilkynnt. Svekkjandi að ná ekki að sjá það í rauntíma vegna smávægilegra mistaka hjá RÚV, en það kemur ekki að sök, myndband kom fljótt á netið sem sýnir þessa frábæru stund.

Máltíðir dagsins (veikindadagur)
Morgunmatur: Flatkaka og eplasafi
Millimál: Tangarína

Tuesday, October 15, 2013

Dagur 15

Þá er dagurinn runninn upp, Ísland mætir Noregi í kvöld og þá ræðst hvort við komumst í tveggja leikja umspil um sæti á HM. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt fyrir leiknum og mun planta mér í sófann kl 17:30.
ÁFRAM ÍSLAND!

Annars er ég eitthvað voðalega furðuleg í dag (meira en venjulega semsagt). Ég hef enga matarlyst og mér er flökurt og ég er með svima sem kemur í bylgjum. Mér var gefið hálft kókglas bara til að sjá hvort ég myndi skána eitthvað, var víst orðin ansi föl í framan og það láku tár úr augunum. Alveg mjööööög óþægilegt.
Matarlystin kom aðeins um hádegið og ég gat borðað smá en höfuðverkurinn er enn til staðar og í eftirmiðdaginn vottar fyrir magaverk. Ég giska á að ég hafi náð mér í einhverja hálfa pest. Vona að þetta fari bara úr mér með góðri hvíld í kvöld. Pant ekki verða lasin á morgun!!!

Máltíðir dagsins:
Morgunmatur: Grænn safi með haframjöli (gat bara drukkið nokkra sopa). Nartaði í hrökkbrauðsbita.
Hádegismatur: ABT-mjólk, 2 litlar gulrætur og nektarína
Millimál: Rúsínur
Kvöldmatur: Kjúklinga- og ostafylltar sætar kartöflur með karrí og kókos 

Monday, October 14, 2013

Dagur 14

Þvílík sólarblíða sem gladdi hjartað mitt í dag. Það er óhætt að segja að andinn hellist alveg yfir mann þegar veðrið er svona gott og hvað þá á mánudegi. Vinnudagurinn er búinn að vera rosalega góður og mér gekk vel með verkefni dagsins. Ég labbaði líka á Subway í hádeginu, skellti mér í íþróttaskóna og arkaði í blíðunni. Það var alveg ofsalega gott. Þetta er engin svakaleg vegalengd (kílómeter hvor leið) en góð tilbreyting frá því að keyra eða sitja á rassinum við tölvuna.

Vinyasa jógatími beið mín svo klukkan 16:30 og kl 18:30 fór ég á Austurlandahraðlestina með yndislegum stelpum :) maturinn þar klikkar aldrei!



Máltíðir dagsins:
Morgunmatur: Grænn safi
Hádegismatur: 6" Reggae reggae bátur á Subway  í Honey Oat brauði með miklu grænmeti
Millimál: Nektarína
Kvöldmatur: Tilboð 3 á Hraðlestinni (kjúlli, lamb, og meðlæti)

Sunday, October 13, 2013

Dagur 13

Þá er kominn sunnudagur og styttist í að meistaramánuður verði hálfnaður! Ótrúlegt hvað þetta líður.
Sumum finnst kannski too much a deila en meltingin mín er í rúst í dag og kenni ég sykrinum og hvíta hveitinu um sem ég borðaði í gær :( Þetta er samt að lagast.


Við Sævarður erum samt alveg búin að þrífa sameignina í dag og slappa svo af yfir QI og Graham Norton show á BBC Entertainment. Nú erum við að fara að græja okkur til að skreppa í Bláa Lónið. Ég fékk nefnilega 2 fyrir 1 miða í lónið þegar ég endurnýjaði kortið mitt í Hreyfingu og okkur finnst kjörið að verðlauna okkur fyrir dugnað sl tveggja vikna og endurnýjast aðeins í lóninu :)

Máltíðir dagsins:
Morgunmatur: Morgunkorn með mjólk
Hádegismatur: Heitar skinku og aspas brauðsneiðar
Kvöldmatur: Kjúklingasalat frá stælnum
Kvöldsnarl: Jógúrtís með ávöxtum

Saturday, October 12, 2013

Dagur 12

Í dag er nammidagurinn ógurlegi. Okkur var boðið í veislu í tilefni þess að pabbi Gulla hefði orðið 100 ára í gær. Það þurfti að sjálfsögðu að kíkja aðeins á veisluborðið sem gersamlega svignaði undan veitingum. Það er ansi skondin tilfinning að finna hvað löngun í sætindi er orðin lítil. Þetta hlýtur að vera eitthvað tengt því að sykur sé ávanabindandi.

Ég fór bara eina ferð að borðinu og fannst það bara alveg nóg. Fékk mér eina kökusneið, eina pönnsu, kjötbollur, rúllubrauðsneið og einn vínarbrauðsbita. Ég gat ekki einu sinni klárað þetta!

Við erum svo að spá í að skreppa í partý í kvöld líka. Aðeins að fara út og hitta fólk, það hefur nú aldrei talist slæmt :)

Ég bakaði tvær tegundir af góðgæti fyrir veisluna. Bæði heppnaðist vel og var mjög bragðgott. Uppskriftirnar má finna hér:
Ítalskar súkkulaði- og möndlusmákökur af síðunni Cafe Sigrun
Stökkir súkkulaði- og karamellubitar af síðunni Gulur rauður grænn og salt


Máltíðir dagins
Morgunmatur: Cheerios með léttmjólk
Hádegismatur: Restin af grænmetispizzu grædagsins.
Kaffi og kvöldmatur: Veislufæði.
Smá nammi

Friday, October 11, 2013

Dagur 11

Jæja, þá er kominn föstudagur. Ég er risin úr rekkju en er samt ekki upp á mitt besta. Þessi blessaði höfuðverkur sem er að hrjá mig virðist ekkert ætla að minnka.

Ég fór til Halldórs sjúkraþjálfara í morgun. Hann tók mjaðmirnar í gegn með einhverju þrýstinuddi þar sem hann boraði hnjánum í einhverja punkta. Þetta var alveg óstjórnlega vont en maður lætur sig hafa það. Ég svitnaði líka svo mikið að það kom pollur á gólfið!
Eftir hálftíma átök settist ég upp og svimaði svo mikið að það þurfti að leggja mig niður aftur og setja hátt undir fæturna. Ef ég hefði reynt að standa upp hefði örugglega bara liðið yfir mig. Ég var víst eins og draugur í framan og ég veit ekki hvað og hvað. Nú er ég komin aftur í vinnuna og með furðulega tilfinningu í bakinu. Er ekki frá því að það hafi losnað um eitthvað. Nú er bara að passa að sitja rétt til að skemma þetta ekki!

Takk fyrir allt!
Mig langar að þakka ykkur öllum fyrir hlýjar móttökur við færslunni sem ég skrifaði 9. október. Það er yndislegt að sjá og finna hvað maður hefur stórt og gott stuðningsnet í kringum sig. Samkvæmt síðunni voru 1449 sem opnuðu síðuna þann 9. október og verður það að teljast algjört met á minn mælikvarða.
Það voru líka fjórar stelpur sem höfðu samband við mig í gegnum Facebook eftir að hafa lesið pistilinn og langaði að spyrja mig nánar út í hitt og þetta sem ég skrifaði um. Mér þykir ofsalega vænt um það þegar fólk leitar ráða hjá mér eða vill spyrja að einhverju því það eflir mig og styrkir.
Stelpur, þið vitið hverjar þið eruð, þið eruð yndislegar! Gangi ykkur ótrúlega vel með allt <3


Máltíðir:
Morgunmatur: Grænn safi og 4 litlar gulrætur
Millimál: Ein lúka rúsínur
Hádegismatur: Smá afgangur af kjúklingi og sætum kartöflum. ABT-mjólk
Eftir æfingu: Próteinshake
Kvöldmatur: Heimagerð grænmetispizza





Thursday, October 10, 2013

Dagur 10

Veikindadagur
Í dag fór ég ekki í vinnunna. Og ekki Sævarður heldur reyndar. Við erum bæði voðalega drusluleg :/
Hann er reyndar búinn að vera slappur lengi svo það var kannski ekki við öðru að búast en að þetta myndi hellast yfir mig á endanum.


Við erum bara búin að sofa og hafa það rólegt. Ég þurfti reyndar að vinna aðeins um kvöldið en náði að gera það bara í tölvunni að heiman, sem betur fer.

Ég dældi í mig paratabs og er nokkuð viss um að ég verði endurnærð á morgun.
Á morgun er líka bleiki dagurinn. AEndilega klæðist einhverju bleiku til styrktar átakssins Bleika slaufan og Krabbameinsfélagsins.

Máltíðir dagsins
Morgunmatur: Ein skál af Cheerios með mjólk
Hádegismatur: Popp (alveg lystarlaus)
Kvöldmatur: Skötuselur með paprikumauki. Uppskriftina má finna hér en við spiluðum hana svolítið eftir eyranu.
Kvöldsnarl: 2 stk möndlukökur. Fann þessa uppskrift inni á CafeSigrun.com sem er algjör snilldarsíða fyrir matgæðinga sem vilja hollan og góðan mat.

Wednesday, October 9, 2013

Dagur 9

Vikuuppgjör
Jæja, haldiði ekki að fyrsta vikan hafi gengið svona líka vel! Ég er mjög stolt af mér að hafa ekki svindlað á neinu af markmiðunum sem ég setti mér og held að þetta verði bara ekkert mál það sem eftir er. Ég finn að ég er léttari í lund og hressari á morgnana, léttari á mér, liðugri og með betri húð en fyrir viku. Vigtin sýnir líka að hún er sátt við þetta, 2 kíló fokin og allt í hamingju!!


Auðvelt að pakka sér inn í bómul
Ég held ótrauð áfram inn í viku tvö af nýjum og betri lífstíl. Það er rosalega gaman að finna hvað manni líður betur þegar maður pælir aðeins í því sem maður setur ofan í sig og hreyfir sig almennilega. Alveg magnað líka hvað maður er svo fljótur að gleyma því og pakka sér inn í bómull þegar maður er latur. Nú er ég staðráðin í því að þurfa ekki að upplifa það aftur.

Þess vegna hef ég ákveðið að deila svolitlu með ykkur:

Vonleysi og frestunarárátta er eitthvað sem ég hef lengi barist við. Það er engin afsökun en það tengist líklega því að ég æfði íþróttir á fullu gegnum allla barnæsku og unglingsár. Ég borðaði eins og hestur og var í svo góðu formi að ég var með sixpakk og var t.d. sterkari í fótunum en margir af strákunum í Betrunarhúsinu sem var og hét í Garðabænum. Þegar ég hætti í fótbolta vegna hnjámeiðslanna minna hélt ég áfram að borða svipað magn og áður og hreyfði mig miklu minna. Ég reyndi að fara í ræktina, prófaði Nautilus, Hreyfingu, Sporthúsið og Baðhúsið en var samt ekki að finna mig. Ég fór á allskyns námskeið, dansfitness, bodycombat og allt þar á milli. Keppnisskapið í mér var bara ekki sátt við að fá ekki að "vinna" og hafa "keppinauta" svo ég gerði þetta flest með hálfkáki og borðaði svo nammi og gos og pizzur og bara nefndu það!

Mér fannst ég feit á efri árum barnaskóla þar sem ég var hávaxin, stórbeinótt og með mikinn vöðvamassa. Mér fannst ég líka feit allan Menntaskólann en var samt í rosalega góðu formi. Mér finnst það ekki merki um hamingju að vera grannur, en fyrir mitt leyti þá líður mér illa þegar ég er feit og kemst ekki í fötin sem ég á og get ekki gert allt sem ég vil. Með þetta feita hugarfar fór ég út í lífið og flutti til Englands bara til að reyna að finna sjálfa mig og sjá hvað ég vildi gera í lífinu. Úti í Englandi er ekki svona augljós útlitsdýrkun og hér. Það var enginn að skipta sér að því hvernig ég leit út svo ég gerði bara það sem mér sýndist. Þegar ég kom aftur heim fann ég að ég var feitari en normið og reyndi að gera eitthvað í því en alltaf var það sama sagan. Ég afsakaði sjálfa mig með því að segja hluti eins og "eina sem mér finnst skemmtilegt er fótbolti". Ég reyndi að byrja aftur í fótbolta en ég var bæði í mjög lélegu formi og hnén og ökklarnir voru bara ekkert sátt við þetta. Enn og aftur leið mér eins og algjöru failure og fór að finna allar afsakanir í bókinni. Ég fór með frænku minni á námskeið hjá Báru og það gekk vel og ég léttist um kíló á viku fyrstu 4 vikurnar en svo stóð ég bara í stað. Sentimetrarnir fuku reyndar aðeins en mér var alveg sama. Vigtin haggaðist ekki svo ég bara nennti þessu ekki.

Ég fitnaði og fitnaði og var orðin alveg rosalega óhamingjusöm en alltaf með glaða frontinn í vasanum. Mér leið svona eins og gömlu Nokia símunum, það var hægt að skipta um front á þeim eftir hvaða skapi maður var í. Ég gerði það. Ég var mikið úti meðal fólks og var hressasta pían í partýinu til að láta ekki á neinu bera en heima var ég óhamingjusöm og borðaði óhollan mat og horfði á sjónvarpið.

Inn á milli komu samt alltaf smá moment þar sem ég ákvað að gera eitthvað en ég gafst alltaf upp.

Ég fór að leita mér læknisaðstoðar þar sem ég fann að það var ekki allt með felldu. Eftir margar rannsóknir komst ég að því að ég er með sjúkdóm eða heilkenni sem kallast PCOS. Hjá mér veldur hann meðal annars því að ég er með allt, allt, allt of hátt magn af testósteróni í líkamanum. Það er meginástæða þess að þegar ég fitna þá fitna ég í andlitinu og um mig miðja. Þetta heilkenni veldur því líka að ég vinn illa úr næringarefnum sem olli því að ég fitnaði miklu, miklu hraðar en eðlilegt þykir. Ég fékk við þessu lyf sem gersamlega komu öllu í gang hjá mér. Ég missti 7 kíló bara við það að byrja á lyfjunum og var það að mestu leyti bjúgur sem fór að leka af mér. Síðan byrjaði ég að stunda hot yoga 4-5x í viku og viti menn, áður en langt um leið var ég búin að missa 25 kíló!! Það lifnaði yfir mér og ég var miklu hressari og mér leið rosalega vel. Ég ákvað að skrá mig á crossfit námskeið sem var alveg rosalega skemmtilegt. Eftir rúma 2 mánuði þó komu blessuð meiðslin mín og sköruðu leikinn. Ég reif kviðvöðvafestingu á æfingu og eftir það fór allt down-hill. Hnén fóru alveg að klikka og ökklarnir og bakið voru farin að valda mér miklum óþægindum. Ég hélt þó áframa ð borða hollt og hélt mér eins og ég vil vera.

Ég fann þó hvað ég stirðnaði hratt upp og líkaminn var alveg orðinn tjónaður svo ég fór til læknis, í þetta skipti var mér bent á að fara til gigtarlæknis sem ég gerði. Hann skoðaði mig og tók blóðprufur og gaf mér dauðadóminn: Vefjagigt. Læknirinn bannaði mér að gera gersamlega allt nema hann sagði að sund, jóga og göngutúrar væru í lagi. Dauðhrædd við þetta gerði ég það sem mér var sagt að gera og æfði svona low-intensity æfingar að einhverju leyti. Í kringum jól/áramót í fyrra sprakk ég samt alveg á limminu og hætti að mæta svona vel í ræktina og fór að borða allt sem mér sýndist. Ég byrjaði  í sambandi með yndislegasta æðibita í heimi og við erum bæði mjög mikið fyrir góðan mat. Öllu má nú ofgera og fyrr en varði var ég búin að bæta á mig 15 kílóum!

Núna hef ég í síðasta skipti kvatt þessa ljótu tölu á vigtinni. Ég finn það svo vel hvað mér líður miklu betur þegar ég borða hollt og ég er svo fegin að Meistaramánuður er concept sem einhverjir snillingar bjuggu til því ég á þeim það að þakka að ákveða að sparka í rassinn á sjálfri mér og hætta þessu sukki og lifa hollara lífi í eitt skipti fyrir öll. Keppnisskapið er alveg sátt við að minn helsti keppinautur sé ég sjálf og sigrarnir eru þessir litlu eins og að líða vel þegar ég lít í spegilinn.

Ég veit hvað er hollt að borða, mér finnst það gott og mér finnst gaman að hreyfa mig þó ég megi ekki gera allt sem mér sýnist. Ég kann núna að aðlaga mig að aðstæðum og held ótráuð áfram inn í betra líf. Ég byrjaði hjá sjúkraþjálfara sem er að hjálpa mér mikið, ég mæti í Body Balance, Hot Yoga, fer í sund, æfi á crosstrainernum og bráðum fæ ég æfingaplan frá einkaþjálfara, sérhannað fyrir mig og minn vesenisbúk.

Það er einlæg ósk mín að allir upplifi það að langa að breyta til í lífinu hjá sér. Sama á hvaða hátt það er.
Aðalatriðið er að hætta að bíða eftir tækifærinu. Tækifærið er núna! Nýttu það!


Dagurinn í dag
Morgunmatur: Grænn safi
Millimál: 3 pínulitlar íslenskar gulrætur og vatn
Hádegismatur: Örlítill afgangur af grjónagraut, hrökkbrauð, rófa og vatn
Millimál: Nektarína, nokkrar rúsínur. 300 ml Nectar próteindrykkur eftir æfingu
Kvöldmatur: Æðislega góður límónukjúklingur með sætum kartöflum

Tuesday, October 8, 2013

Dagur 8


Afmælisbarn dagsins:


Yndislega amma mín á afmæli í dag.

Snjórinn mættur!
Nú er kominn vetur! Það er allt hvítt og fólk þorir ekki að keyra hraðar en 20. Mér finnst það alveg stórkostlegt hvað veturinn kemur fólki alltaf jafn mikið á óvart hérna á Íslandi. Ég get sagt ykkur það að ég er með vetrarlúffur og sköfu í bílnum allan ársins hring. Það tekur því ekkert að fara að leggja þetta niður í geymslu/bílskúr og vera óviðbúinn þegar snjórinn skellur á.

Ég elska svona sól, gott veður og hvíta jörð. Ég hef líka gefið mér leyfi til að hlusta á jólalög í hálftíma eftir hádegi :) Þetta lag verður fyrst á fóninn:


Dagurinn:
Ég hóf daginn hjá Halldóri sjúkraþjálfara. Maaaaan hvað hann hittir á réttu punktana, það er alveg óþolandi! :) Svo er ég mætt í vinnu núna og geng undir nafninu JónínAnna þar til í næstu viku þegar Jónína og Anna koma aftur til starfa og létta mér lífið á ný.
Eftir vinnu er það svo kaffi hjá ömmu sín og síðan mæti ég galvösk í Body Balance tíma í Hreyfingu og kíki á skíðavélina líka. Svo er kannski möguleiki að ég skoðu foam rúllurnar í teygjuherberginu og fari að ráðum Halldórs og rúlli mig í klessu.

Það má svo kannski minnast á það að í dag var það staðfest að við erum að fara á JUSTIN TIMBERLAKE í Köben 6. maí 2014!!!! :D :D :D :D :D 

ÉG ER SVO SPENNT!!!!!




Morgunverður: Grænn safi (eins og venjulega) nokkrar litlar gulrætur og vínber
Hádegismatur: Hinn helmingurinn af Saffrankjúklingi gærdagsins og biobú-mangó jógúrt
Millimál: Rúsínur, möndlur, ein hrökkbrauðsneið og Berry White drykkur
Eftir æfingu: 200 ml próteindrykkur
Kvöldmatur: Grjónagrautur


Monday, October 7, 2013

Dagur 7

Tímamót
Það er skemmtilegt að upplifa áhrifin sem nammi og kók hefur á mann. Ég er til að mynda búin að sofa mjög vel alla vikuna, vera rosalega góð í maganum og ekkert tekið magalyfin mín. Svo í gær fékk ég mér smá kók og nammi og ég þurfti að taka magalyfin OG ég gat ekki sofnað fyrr en kl 2 þó ég væri löngu orðin þreytt og ég vaknaði grumpy, groggy og ennþá mjög þreytt í morgun. Ég er sannfærð um að þó ég hafi ekki farið djúpt í óhollustuna í gær þá hafði hún þessi áhrif því alla hina dagana leið mér frábærlega. Það verður því forvitnilegt að athuga stöðuna á mér næsta mánudag þar sem það verður nammidagur á laugardegi næst... ekki sunnudegi eins og núna.

Vetur konungur heilsar
Það var kalt í morgun. Frost á rúðunni og bíllinn sagði -1° kl 8:30. Það gaf mér samt yl í kroppinn að vita að nú er mánudagur, nýtt upphaf og góð vika framundan.


Dagurinn í dag
Helgin gekk áfallalaust fyrir sig og nú er ég er komin með græna safann á kantinn og var mætt í vinnu hálftíma fyrr en venjulega!

Í kvöld er svo saumaklúbbshittingur og ég er að baka hollustunammi sem ég hef aldrei smakkað áður. Ég vona innilega að þetta smakkist vel; íssamloka úr engu öðru en bönunum, haframjöli, kanil og macadufti. Þetta getur bara ekki klikkað! :)

Máltíðir dagsins
Morgunmatur: Grænn safi (2 lúkur spínat, 1 bolli frosið mangó, 2 cm lífrænt engifer, 1 dl haframjöl, 2 dl hreinn appelsínusafi).
Millimál: 2 litlar hrökkbrauðssneiðar
Hádegismatur: Lítil tortilla með tandoori kjúkling, grillaðri papriku og káli.
Millimál: Tangarína, kiwi og Berry White organic drykkur (með goji berjum, ferskjum, hvítu te  og sólhatti) - það eru til 3 eða 4 týpur af þessum drykkjum og fást á 99 krónur stykkið í Hagkaup... ég auðvitað varð að prófa. Smakkast vel þessi fyrsti :)


Aukamál: Nokkrar rúsínur
Kvöldmatur: Saffran kjúklingur

Dagur 6

Eftir að hafa vakað alveg "heillengi" í gærkvöldi, alveg til klukkan rúmlega 2 (!!!) þá var gott að sofa aaaaaaðeins út. Ég vaknaði með gígantískar harðsperrur rétt fyrir klukkan tíu og horfði bara á Downton Abbey. Ég er loksins byrjuð á 4. seríu, woop woop!

Þessi sunnudagur var fyrirfram planaður nammidagur. Við ákváðum að hafa það sunnudag frekar en laugardag því okkur var boðið í brunch á VOX og svo var tvítugsafmæli strax á eftir.

Brunch á VOX klikkar ekki. Það er svo brjálað mikið úrval og við borðuðum mjög gómsætan mat.


Eftir matinn fórum við í afmæli til Jóns Þórs og hittum þar Sævöru og Snædísi. Snæja var búin að baka þessa líka rosalegu köku og auðvitað fengum við okkur sneið :) Ég fékk mér líka 3 litlar kleinur.


Eftir afmælið skruppum við í búð, keyptum sitthvora súperdósina af kók og bland í poka. Það væri ekki frásögu færandi á nammidegi nema fyrir þær sakir að ég gat ekki drukkið kókið, fannst alveg nóg þetta glas sem ég fékk í afmælinu. Og namminu var hellt aftur í pokann og sett inn í skáp. Okkur langaði hvorugu i þetta. Sævarður fagnaði kóksopunum en sagði þessa viku ekki hafa verið erfiða svo þetta er vonandi bara vísir á að þetta sé að heppnast allt rosalega vel hja okkur! :)

Ég er mjög spennt fyrir morgundeginum, langar svo rosalega í safa, saknaði þess í morgun að fá ekki heimagerða safann... Þetta er bara gott stuff!

Á morgun er saumó og ég er búin að ákveða hvað ég ætla að baka fyrir stelpurnar... kemur í ljós á morgun :) stay tuned...

Morgunsnarl: vínber
Árbítur: allskyns góðgæti af VOX
Kaffi: kökusneið og 3 kleinur
Kvöldsnarl: nokkur nammi og smá kók

Saturday, October 5, 2013

Dagur 5

Þrátt fyrir bíóferð og smá partýstuð í gær vorum við meistaraefnin sofnuð kringum miðnætti! Ég vaknaði eldhress klukkan 7:30 og gerði mér gulrótasafa í sólinni í eldhúsinu og gæddi mér á beyglu með osti.


Svo beið ég bara eftir klukkunni... hot yoga klukkan 11:00 :) Það kom í ljós að einu sinni í mánuði notar Bjargey, sú sem er með laugardagana, tímann til að hafa eitthvað þema og einblína á allskyns þrekæfingar með örlitlu yoga-ívafi. Þetta skiptið var þemað neðra bak, læri, mjaðmir og magi. Þetta var bara algjört rugl! Ég finn strengina koma hægt og bítandi og tíminn í fyrramálið verður held ég bara tilraun til að endurheimta aðlilega hreyfigetu.
Í þessum tíma fékk ég svo fyrstu æfingar"meiðsli" mánaðarins. Hið fínasta mar á bakið...


Í dag fengum við svo stutta heimsókn frá mömmu og Gulla sem voru að koma að mæla aðeins fyrir hillu sem við erum að spá í að setja upp í stofunni. Síðan fórum við í heimsókn til Salla og Álfhildar. Þau voru að eignast litla krúttsprengju sem er 5 daga gömul í dag leiddist okkur Sævarði sko ekkert að fá að knúsa hana aðeins.


Í kvöld er svo ferðinni heitið í afmæli til Þóreyjar, hún er síung og sæt og við fögnum því að sjálfsögðu! Við keyptum okkur powerade sem verður drykkur kvöldsins.

Á morgun er svo nammidagur!! Við erum að fara í brunch á VOX með yndislega saumaklúbbnum mínum og mökum þeirra. Og svo förum við eftir það í tvítugsafmæli. Ég hlakka mikið til að fá eins og eina kökusneið :)

Morgunverður: Ristuð beygla með osti. Ferskur safi: gulrætur, appelsína, engifer.
Hádegismatur: Spínatpastaréttur með kjúklingapylsum. Nektarína.
Snarl: Vínber
Kvöldverður: Grænmetispizza með heilhveitibotni (Álegg: paprika, ananas, sveppir, laukur og fetaostur). Sódavatn með lime.