Jæja... það hlaut að koma að því að skrokkurinn segði nei. Í gær, viku eftir að ég meiddi mig á hnénu fór ég á æfingu og tókst að meiða mig í upphituninni. Eftir skokk áttum við að gera SDHP, burpees og teygjuupphífingar en í fyrsta burpees hoppinu tókst mér að gera einhverja asnalega hreyfingu (líklega til að hlífa hnénu) og fékk þennan líka skerandi sting í kviðinn, svimaði og allar græjur. Gerði 2 burpees í viðbót, það var ekki séns að gera fleiri. Ég þraukaði áfram og gerði nokkrar upphífingar. Síðan fórum við að læra kipp-upphífingar, push press og framstig. Allan tímann var ég með þennan furðulega sting í kviðnum og gat ekki gert æfingarnar af neinum ákafa. Þegar Hrönn var síðan búin að segja frá WOD dagsins og allir að undirbúa það þá bara var ég alveg búin því þessi stingur var orðinn svo sár. Ég grenja venjulega ekki þegar mér er illt en þarna gat ég eki hætt að skæla. Hrönn fór með mig upp þar sem Evert og fleiri voru og ég jafnaði mig þar og fékk kælingu á magann. Hálftíma síðar treysti ég mér til að keyra svo ég fór til læknis og fékk úrskurðinn: Trosnuð liðbönd báðu megin á hnénu og svo tókst mér að rífa upp vöðvafestingu á stóra kviðvöðvanum sem liggur lóðrétt framan á maganum. Það er semsagt gersamlega allt vont, setjast, leggjast, standa upp, labba, hósta, hlæja, name it! Á þessum bæ er það því Voltaren Rapid, kæling og hvíld - heimavinna helgarinnar var HVÍLD svo þetta passar ágætlega. Næsta æfing er á mánudag og ég mun vonandi mæta en passa að gera allt rólega og mun ekki gera æfingar sem reyna mest á kviðinn (þó það sé næsta ómögulegt, við notum kviðinn í allt!).
En eins og hann Woody Allen vinur minn sagði: "Eigthy percent of success is showing up".
No comments:
Post a Comment