Monday, February 20, 2012

Bolludagur

Bolla bolla bolla!
Ég man enn eftir því þegar ég var búin að framleiða einhvern svaðalegasta bolluvönd sögunnar á leikskólanum Grandaborg og fékk að vekja mömmu með að bolla hana.... Aldrei skilið þessa hefð!
Ég er ekki mikil bollukona, borða ekki rjóma heldur svo þetta rjómabollu mayhem fer yfirleitt framhjá mér.
Í dag í vinnunni var samt boðið upp á fiskibollur og þær voru ótrúlega góðar (eru venjulega hræðilega vondar þarna). Síðan í eftirrétt fengu allir eina risastóra vatnsdeigsbollu og ég var ekki undanskilin. Ég skóf rjómann af og borðaði tæplega hálfa bollu. Þá var ég komin með nóg og búin að bollast.


Hnéð er í maski í dag, en kviðvöðvinn er ágætur. Reyndar hnerraði ég áðan og ég hélt að ég yrði ekki eldri! En ef ég hreyfi mig bara rólega þá finn ég ekkert svo mikið til. Ég ætla því að mæta á æfingu í dag því við erum að fara að ræða um kraftlyftingar (mér þykir það allt mjög spennandi) svo sé ég bara til hvað ég geri mikið, reyni allavega við upphitunina og léttar æfingar. Lofa að fara ekkert á slysó í þetta skiptið :)

Gleðilegan bolludag! Þið sem elskið þessar bollur, í guðana bænum gætið hófs, annars verðið þið bara afvelta með magaverk í kvöld.

No comments: