Tuesday, April 24, 2012

Heimaæfing

Í dag er ég búin að vera með höfuðverk aaaaaaaallan liðlangan daginn svo það þarf víst ekki að útskýra að ég ákvað að fara ekki á æfingu. Tek ekki sénsinn á að lenda í sömu hremmingum og í gær!

Í staðinn ákvað ég að taka fram dýnuna mína góðu, skella henni á stofugólfið og gera styrktaræfingar meðan ég horfði á einn þátt af Biggest Loser. Ég gerði allskonar magaæfingar, bakæfingar, rassæfingar, hnébeygjur og armbeygjur, teygði á og tók bakið vel. Ég er alveg á því að það sé mun skárra að gera eitthvað smá heldur en að sleppa æfingu alveg. Sama þó maður sé með hausverk, bakverk eða illt í puttanum eða whatever... Það er alltaf hægt að gera eitthvað! :)


Sólstingur er langt frá því að vera cool stuff! (Pun intended)


Ég get sko sagt ykkur það að ég fékk sólsting á laugardaginn. Ég fór í sund, þriðja sólardaginn á 4 dögum, var líklega aðeins of lengi í pottinum með sólina í smettið þar sem ég var orðin hundlasin um leið og ég kom heim. Svimi, ógleði, heit húð, höfuðverkur, þorsti og allur pakkinn. Á sunnudag vaknaði ég eftir 12 tíma svefn og nokkurra klukkutíma "mók" og var enn með smá höfuðverk en hann lagaðist svo þegar leið á daginn.
Í dag hélt ég því að sjálfsögðu áfram með lífið og mætti á CrossFit æfingu niðri í Kötlu eins og síðasta færsla greindi frá.



Nú hef ég hinsvegar komist að því að sólstingur á laugardegi þýðir nokkurra daga ömurlegheit.
Ein svakalega kúl sem mætti í fyrsta skipti niðrí Kötlu eftir tæplega 3ja vikna lærdómhlé, tók mobility og vel hressa upphitun sem var 3 umferðir af 10x 6 metra sprettum, 10x bekkjahopp (fram og til baka) og 10x uppsetur.

Ég var góð í smá stund eftir þetta en allt í einu var eins og ég hefði verið slegin í andlitið, rothöggi, þar sem ég var bara í mestu makindum að hlusta á Jakó útskýra WODið... þá fór yours truly að labba í reiðuleysi fram og til baka og svo man ég að ég sagði Jakobínu að ég væri að spá í að sleppa WODinu í dag, mér liði ekkert allt of vel, og svo man ég ekkert fyrr en ég var komin út í ferskt loft og krakkarnir voru byrjuð í WODinu sem hófst á útihlaupi. Þá fór ég bara inn og kvaddi, fékk að heyra að ég væri náföl og liti alls ekki vel út. Fór og skvetti vatni í andlitið og á hnakkann, fór svo fram í teygjusvæði og þegar ég var búin að sitja þar í smá stund og tala við félaga minn þá var ég orðin ágæt. Ég var samt með hellur fyrir eyrunum og rosalega furðulega vanlíðan.

Ég treysti mér svo loks í sturtu og að henni lokinni þá var ég orðin nokkuð góð. Fór yfir í Sportlíf og keypti mér að borða þar sem ég fattaði að þetta var líklega ekki einungis sólstingurinn, heldur einnig sú staðreynd að ég hef verið með litla sem enga matarlyst síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Keypti mér kjúklingasalatbakka, keyrði til Eyrúnar og borðaði eins og ég hefði ekki borðað í mörg ár.

Við skelltum okkur svo stöllurnar bara á Titanic í bíó þar sem ég lagaðist af þessari furðulegu vanlíðan. Held að poppið hafi hjálpað smá líka, saltið þar eitthvað að binda vökva í líkamanum.

Ég held ég geti tengt þetta allt saman... Næringarskortur, sólstingur, aukið vökvatap vegna lyfjanna sem ég er á "sem eru í flokki þvagræsilyfja vegna blóðþrýstingsins míns). Allt þetta var bara einum of mikið álag í dag. Ég vona að matarlystin sé komin á rétt skrið aftur og aukaverkanir sólstingsins séu á afturhaldi. Ég athuga stöðuna á mér á morgun og fer ekki svona geyst af stað. Lofa!



Hinsvegar var ég búin að lofa að útskýra Hug-a-Twinkee, sem margir gætu haldið að væri sú athöfn þegar maður knúsar súkkulaðistykki, en nei, ekki er það svo gott, þetta er rass- og mjóbaksæfing sem fer fram eins og í þessu myndbandi.

Farið vel með ykkur - ég ætla að gera það. Vonast til að vera orðin góð á morgun!

Monday, April 23, 2012

Nýir tímar

Hún móðir mín var svo yndisleg að gefa mér pening í sumargjöf til að kaupa kort í ræktina/CrossFit. Upp hófust miklar vangaveltur (aftur) um hvaða stöð ég vildi skella mér í og svo fattaði ég í gær að ég hafði ekkert hugleitt Reebok CrossFit Katla, í Holtagörðum. Ég var búin að ákveða að fara aftur í CFR en þar er því miður bara svolítið dýrt að vera svo þetta var ekkert erfitt val.

Í Holtagörðum er mánuðurinn aðeins á 5.990 og með því fylgir aðgangur að Reebok Fitness stöðinni sem ég prófaði fyrir jól meðan það var frítt.
Ég er því búin að kaupa mér kort í CrossFit Katla! :)



Ég er mjög spennt að byrja, og ætla á æfingu strax í dag því WODið hljómar svo ótrúlega skemmtilega!
-----------------------------
800 m hlaup/róður

10 umferðir:
10x Knees2Elbows
10x Hug-a-Twinkee

800 m hlaup/róður
-----------------------------

Þetta er bara of gott til að sleppa því, mikið hlakka ég til!

Heyrumst síðar og verið dugleg að hreyfa ykkur! :)





Tuesday, April 17, 2012

Vúhú - tímabæting!

Jæja, loksins treysti ég hnénu og mallakút til að synda af einhverri alvöru og tók því tímatökuna í 1 kílómeters sundpsrett í sól og yndislegu veðri í dag. Þegar ég synti þetta síðast á tíma var kalt og mig minnir að það hafi verið snjór og alles! Það var 13. febrúar og ég var 23;13 með kílómeterinn.

Í dag er 17. apríl, yndisleg sól og frábært veður þó hitamælirinn sýni einungis 6°, en í lauginni er notalegt og eftir sundið gat ég meira að segja lagst á sólbekk og tanað (og það var sko barist um bekkina!)

Sundafrek dagsins í dag verður að teljast gleðiefni númer tvö þar sem mér var boðin vinna í morgun á Landspítalanum sem ég ætla að þiggja :) Ég hlakka ofsalega til að klára þessa BA ritgerð og fara í rútínu, vinna, æfa, borða, sofa eða eitthvað svoleiðis...

En að máli málanna, 1 kílómeters bringusund 17. apríl 2012: 19;24 !
Grííííínlaust! Þá er bætingin á 2 mánuðum 4 mínútur og 11 sekúndur :D

Mikið er ég ótrúlega hamingjusöm og ánægð með þetta litla afrek :)



Ný könnun komin inn, endilega takið þátt :)

Ég verð í lokin að bæta því við að ég er ofsalega ánægð að sjá niðurstöður síðustu könnunar þar sem ég spurði hvað lesendum þótti um CrossFit, svörin stóðu ekki á sér og voru eftirfarandi:

Ég æfi CrossFit og finnst það frábært
  4 (20%)
Ég æfi Crossfit en ætla að hætta því
  0 (0%)
Ég hef prufað CrossFit en var ekki að fíla það
  1 (5%)
Mig langar að prófa CrossFit
  10 (50%)
Mig langar ekki að prófa CrossFit
  5 (25%)

Auðvitað er CrossFit ekki fyrir alla og er það ósköp eðlilegt, ég hef heyrt vini segja við mig að þeim langaði að prófa CrossFit en líkaminn þeirra bara byði ekki upp á það, til dæmis sökum gigtar og þess háttar.
En ég er ofsalega glöð að sjá að 10 manns langar að prófa CrossFit og mig grunar að 2 af þeim séu núna nýbyrjuð á Grunnnámskeiði sem er bara eins brilliant og það gerist :D
Restin: prófið bara :)

Tuesday, April 3, 2012

Tveggja mánaða uppgjör

Jæja... þá er mánuði tvö í CrossFit lokið og því tími til að hugleiða hvort ég ætla að halda áfram í CFR eða hvort ég flyt mig í World Class til að hafa aðgang að Hot Yoga og sundlaugum í bland við CrossFit... ætla að velta þessu fyrir mér yfir páskafríið aðeins.

Síðasta vikan í mánuði tvö gekk nú ekki neitt sérstaklega vel þar sem kviðvöðva-batinn fór aðeins til baka... Var að rembast við að gera upphífingar í teygju og bara á þeirri fyrstu fékk ég aftur svona sting eins og ég fékk þegar ég ref kviðvöðvafestinguna... Ekki jafn slæmt sem betur fer, en þetta hefur líklega eitthvað aðeins trosnað upp aftur svo ég ákvað að hvíla bara vel, tók svo aktíva hvíld með því að ég skrapp í sund og svona. Reyndi samt ekki við tímatökuna, ég geri það vonandi í páskafríinu. Þetta er allt að koma!

Ég ætla samt að skella hérna inn árangrinum eins og hann stendur núna eftir 2 mánuði í CrossFit þó síðasta vika hafi ekki gert neitt fyrir mig...

Árangur frá 6. febrúar 2012: