Monday, February 13, 2012

Samhæft sund... einhver?

Er ekki einhverjum sem langar að prófa að vera svona klikkað góður í samhæfðu sundi?
Þetta video er bara klikk, þær eru fáránlega góðar :)
Ég fór eitthvað svo mikið að hugsa um samhæft sund meðan ég synti kílómeters heimavinnuna mína áðan, því það var maður á brautinni við hliðina á mér sem synti nákvæmlega jafn hratt og ég nokkrar ferðir, hehe.

Annars gekk sundið fínt bara miðað við aðstæður, 1 km á 23;13 mínútum. Ég mæli ekki með að fólk fari í Laugardalslaugina eins og staðan er núna, það er verið að laga alla pottana nema steinapottinn, gufan er lokuð og það er drulla og steypudrasl í lauginni því það er verið að setja svona gúmmígólf á allt göngusvæðið. Mjög skrítin lykt þarna og mikill víbríngur í vatninu og hljóð útaf vinnuvélunum... Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Alveg spurning að fara í aðra laug í vikunni og taka tímann aftur... ég sé til!
Samt ótrúlegt líka að rukka fólk fullt gjald þegar staðan á lauginni er svona :/

Kl 18:30 er síðan æfing niðrí CrossFit og ég hlakka til!!! :)

No comments: