Hjálpi mér allir heilagir! Svona á að taka á því í vikulok! Æfing númer þrjú: KILLER!
Ástand dagsins gæti reyndar litast aðeins af því að ég fór í hádeginu (eins og allir vita fúnkera ég ekki eðlilega fyrr en eftir kl 15 á daginn) og svo vaknaði ég of seint fyrir morgunmat svo ég var bara búin að drekka einhvern engiferdrykk frá Sollu.
Evert var með æfinguna, upphitun eins og venjulega og svo tókum við 2 umferðir af 10x upphífingum, 10x hnébeygjum og 10x axlapressum án þyngdar. Eftir það lærðum við undirstöðuatriðin í réttstöðulyftum, planka og wall-balls.
Réttstöðulyfta er grein í ólympískum lyftingum og snýst um að hafa beint bak, rassinn út og hnén kyrr og þetta lítur nokkurnveginn svona út:
Plankann þekkja allir, takmarkið er að geta plankað í 3 mínútur án þess að fá í bakið, þá er maður með magavöðvakjarnann í lagi. Ég þarf alltaf að vera svo öðruvísi að ég fæ verk í rifbeinin hægra megin þegar ég planka, þarf að skoða hverju það stafar af.
Wall-balls er síðan hnébeygja með stóran bolta og á leiðinni upp kastar maður boltanum yfir ákveðna línu á veggnum, í dag var það 2.70 metrar. Hér er sýningarvideo:
Eftir kennsluna var það síðan WOD. 10-1 Réttstöðulyfta, armbeygjur, wall-balls.
10-1 þýðir að maður gerir 10x réttstöðulyftu, 10x armbeygjur og 10x wall-balls, því næst 9x réttstöðulyftur, armbeygjur og wall-balls, svo 8x...7x... o.s.frv. þar til maður er búinn að gera 1x allt - EN maður hefur bara 10 mínútur til að gera þetta!!
Ég var í liði með Söndru og við kláruðum nææææstum því, bjallan hringdi þegar ég átti eftir 1x wall-balls og 1x réttstöðulyftu. Þvílík keyrsla að vera svona með einhverjum í liði í 3ja stöðva hring, þá vinnur maður ósjálfrátt hraðar svo hinn aðilinn þurfi ekki að bíða eftir manni. Ég var gersamlega lekandi af svita, móð og másandi að þessari æfingu lokinni. Langaði að leggjast inn í ísskáp þegar ég kom heim, bara til að kæla mig og vöðvana! Er ekki enn búin að fara í sturtu þó æfingin hafi klárast 13:30 því ég var ennþá að svitna aðeins fyrir 5 mínútum... eftirbruni? Já held það bara! :D Fyrstu blöðrurnar eru líka farnar að myndast í lófunum, ekki skrítið þar sem ég hef aldrei haldið á svona lyftingastöng eða verið að gera upphífingar...
Eitt, þessari æfingu alveg óviðkomandi. Ég komst að svolitlu skemmtilegu í búðinni í gær. Það var verið að gefa smakk af nýja Cocoa Puffs-inu sem á að vera eitthvað sykurminna. Ég fékk mér smakk, Cocoa Puffs verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég vissi hvað það var held ég bara... heyriði! Haldiði að þetta sé ekki bara orðið svona ógeðslega vont og stökkt, eiginlega alveg eins og Weetos!! Auðvitað er þetta smá sorglegt en ég var ansi fegin að þurfa ekki að neita mér um Cocoa Puffs, mig langar bara alls ekkert í það núna!!
Heimavinna fyrir mánudag er 1 km sund á tíma. Mikið verður gott að komast í pottinn eftir það! :)
1 comment:
Þú ert svo mikið duglegust!!!! dáist af þér elsku besta vinkona! <3
Kv. Thelma
Post a Comment