Tuesday, March 27, 2012

Örvæntið ekki

Engar áhyggjur, ég er hvergi hætt blogginu. Ég er bara búin að vera að massa BA-ritgerðina og svo skrapp ég upp í sumarbústað. Svaf lítið sem ekkert þar og er því bara búin að vera að hvíla mig og skrifa meira. Ég ætla að taka tímatökuna í sundi í dag og svo mun ég fara á CrossFit æfingu á morgun. Þetta er síðasta vikan sem ég er búin að greiða fyrir og þarf nú að gera upp hug minn hvað ég ætla að gera að henni lokinni.

Vona að allt gangi vel hjá ykkur og allir séu hressir á vordögum :)

Monday, March 19, 2012

CrossFit-vika 7 er hafin!

Ahhhhh hvað mér líður vel eftir þessa mánudagsæfingu! Ég er ýkt ánægð með mig líka því mér tókst að ná pínuponsulitlum milestones í dag :D

WOD1 var: 5 umferðir- 9 tær í stöng, 6 HP Snatch (60/40 kg), 30 Double Unders.
WOD2 var: 5 umferðir - 9 hnélyftur á stöng (eða tær í stöng), 6 HP Snatch (35/25 kg), 90 Double Unders.

Ég gerði WOD2 auðvitað því ég get ekki ennþá double unders og 40 kg er ALLT of þung fyrir mig í snöruninni.... ég reyndi 25 kg en sá fram á að á 4. umferð væri ég orðin of uppgefin til að geta 6 stykki svo ég tók 20 kg.
Ég er loksins búin að ná því hvernig maður snarar! Búin að læra að tengja hreyfingarnar í eina, nú þarf ég bara að æfa þetta og ná þessu 100% en ég er allavega að gera rétt núna. Milestone númer 1!

Tær í stöng er eitthvað sem ég reyndi í síðustu viku eða þarsíðustu og gat ekkert nema bara hangið og lyft hnjánum upp í 90° og niður aftur. Núna, hvorki búin að æfa þetta né upphífingar, gat ég gert þessa blessuðu axlahreyfingu sem er svo krúsjal að ná rétt (og ég er búin að vera að rembast við síðan í fyrstu viku) og gat því kippt löppunum miklu hærra. Milestone númer 2! Næst held ég að ég muni ná tánum í stöngina! :D

Lokatími: 10,35 mín. Súper, fáránlega sveitt en sæl og hress að þessari æfingu lokinni :D

Ég held ég hafi sett þessa mynd hingað inn áður,
en mér finnst hún bara svo góð!

Mig langar að lokum að beina athygli ykkar að þessari frétt á Mbl.is... Íslenskar konur í 5 af efstu 10 sætunum í Evrópuriðli undankeppni CrossFit leikanna 2012 :D

Thursday, March 15, 2012

CrossFit Games - Open Workout 12.4

Vá hvað þeir sem sjá um CrossFitleikana eru bjartsýnir! WOD dagsins er fjórði liður af fimm í undankeppni CrossFit-leikanna. Hvorki meira né minna en AMRAP á 12 mínútum: 150 Wall Balls, 90 Double Unders og 30 Muscle Ups. Íslandsmeistarinn í Crossfit skildist mér að hafi átt 5 muscle ups eftir í fyrstu umferð!!! Þetta er bara rugl! Bíð spennt eftir að sjá hvað Annie Mist gerir!

Hér getið þið glöggvað ykkur á hvernig æfingin er fyrir pro-CrossFittara.

Það undrar vonandi engan þegar ég segi að ég tók WOD2 í dag, sem var alveg nógu andskoti mikið púl! AMRAP á 12 mín: 100 wall-balls (10 lbs, 2,7 m), 180 single unders sipp og 30 armbeygjur.

Gleður mig svo mikið að tilkynna að ég gat nákvæmlega eina umferð! Wohoo!

Ég var búin að vera heillengi að berjast við armbeygjurnar, orðin svo þreytt í höndunum, en þegar var kallað "10 sekúndur eftir" fékk ég eitthvað extra power og kláraði þessar 4 sem mig vantaði uppá að klára upp í 30! Ótrúlega sátt bara en vá hvað ég var búin á því! Lá þarna bara í gólfinu í smá tíma, haha :) En svoooo gott :D

Wednesday, March 14, 2012

Power Clean

Já........ ég mætti alveg á æfingu sko! En ég var bara aftur að æfa mig og læra þessa blessuðu hreyfingu sem ég var að þrjóskast gegnum á mánudaginn. Þetta gekk aðeins betur í dag enda clean aðeins öðruvísi en snatch.

Þetta lúkkar svo auðvelt og ég skil hvert einasta movement í þessu og get gert þetta hægt í skrefum, en að setja þetta saman í eina snögga hreyfingu bara er eitthvað að væflast fyrir mér, gleymi olnbogunum og fer að gera einhverja öfuga bicep krullu eða eitthvað, veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því. Þetta gekk samt betur í dag en á mánudaginn. Verður vonandi komið fljótlega! :)

Þessa vikuna er ég að vinna 8-16 alla daga. Það hef ég ekki gert síðan í lok september! Rosaleg viðbrigði að fara úr 1-2 klst vinnu í 8 klst vinnu heila viku svo ég er alveg búin á því þegar ég klára æfingu og núna áðan sofnaði ég til dæmis bara á sófanum um áttaleytið og svaf til kl 23!

Á morgun er 4. æfingin í CrossFit Open, Æfing 12.4, kemur í ljós núna á miðnætti hver æfingin verður. Spennandi að sjá... líka spennandi hvort ég muni geta gert hana eins og á að gera (þá er það kallað Rx) eða hvort ég þurfi að gera léttari útgáfuna. Kemur í ljós á morgun :D

Tuesday, March 13, 2012

Svekk

Ohh, maður er ekki í frábæru standi alla daga. Það sannaðist í dag, fyrsta skipti síðan þetta byrjaði allt saman sem ég þurfti að beila á æfingu sem ég var búin að ákveða að fara á. Ástæðan? Mér var frekar illt í maganum í allan dag og hnéð er búið að vera að kvarta síðan í gær. Æfingin átti að vera 4x800 sprettir = hnédauði... Ergo það er kominn tími til að taka pásu einn virkan dag.... Ekki tekið alveg frí á virkum degi síðan 3. febrúar!
Mæti bara galvösk á morgun í staðinn.

Ef ég segist vera eitthvað að spá í að sleppa æfingu á morgun þá megið þið henda þessu í mig, takk :)

Monday, March 12, 2012

Já, ég hata ennþá Burpees!


Eruði ekki að gríííííínast hvað æfingin í dag var ERFIÐ ?!?!?!
Í upphituninni var Evert að reyna sitt allra besta að kenna mér að gera Power Snatch rétt. Ég var farin að vorkenna honum hvað ég var treg og engan veginn að ná þessu. Ég get þetta með priki, og skil alveg út á hvað þetta gengur, en það er eins og samhæfingin milli fóta og handa sé eitthvað ábótavant. Allavega í dag. Vonandi get ég bara komið þessu út úr systeminu og ég muni gera þetta rétt næst. Þakka Everti fyrir þolinmæðina!!

WOD2:
50 Burpees
3 Power Snatch á hverri mínútu (30/20 kg)
500 Sipp
3 OH Squat eða Front Squat á hverri mínútu (30/20 kg)

Ég hata, hata, hata, hata, hata, hata burpees en var búin að hugsa fallega til þessarar æfingu síðan á miðnætti í gær svo ég var ágætlega spennt yfir þessu bara. En um leið og ég var búin með eitthvað 20 burpees þá fór jákvæðnin út um gluggann! Sem betur fer bý ég yfir þeim (stundum) frábæra eiginleika að komast áfram á þrjóskunni og það átti svo sannarlega við í dag. Að þurfa að taka hlé á hverri mínútu til að gera lyfturnar var stundum alveg kærkomið en stundum alveg ótrúlega pirrandi. Í endann þá er maður orðinn svo hægur að mér finnst lyftur á 2ja mínútna fresti mikið sniðugra... en ég ræð þessu víst ekki!

Ég kláraði á 14;42 mín, gersamlega uppgefin og tók mér hvorki meira né minna en 45 mínútur í MWOD (Mobility workout of the day), teygjur og nudd með bolta og rúllu. (Reyndar smá spjall við Sólveigu líka). Ég gersamlega elska að vera með svona lítinn tennisbolta og nota hann til að nudda auma vöðva, það losar svakalega vel um spennu og mér finnst það hjálpa gegn bólgum.



Kjúklingabringan sem ég fékk mér í kvöldmat var síðan svo svakalega góð! Mæli með þessu tilboði frá Kjúklingastaðnum Suðurveri: heil kjúklingabringa, hrísgrjón, ferst salat og Kristall. Rosalega gott. Líka hægt að fá bringu með frönskum, hrásalati, brúnni sósu og Pepsi en nei takk! Hollt skal það vera heillin, það er bara svo miklu betra! :)

Mánudagar


Hvað er þetta með mánudaga? Vinnuvikan hefst á mánudögum hjá flestum og fólk er þreytt eftir helgina og sumir vilja bara leggjast undir feld á mánudögum. Kötturinn Garfield er frægur fyrir að hata mánudaga... sem meikar ekkert sens því hann er köttur sem sefur og étur alla daga vikunnar.

Fyrir rétt rúmum mánuði síðan var ég alveg eins og Grettir. Ég borða, sef og læri alla daga og mánudagar eru lítið frábrugðnir öðrum dögum hjá mér, en samt þoldi ég ekki mánudaga. Ég var alltaf langþreyttust á mánudögum, vildi sofa sem lengst og gera sem minnst. Vissulega fer ég stundum í vinnuna á mánudögum en það er aldrei fyrr en í hádeginu svo það er ekki eins og ég þurfi að rífa mig á fætur eldsnemma.


Það hefur löngum verið sagt að fólk sem ætlar að byrja eitthvað nýtt, fara í átak eða eitthvað, eigi ekki að byrja á mánudögum. Mánudagar til mæðu er líka orðtak sem segir manni að mánudagar séu erfiðir.

CrossFit námskeiðið sem ég fór á byrjaði á mánudegi, þið getið rétt ímyndað ykkur að mér leist ekkert vel á það.

Núna síðastliðnar vikur get ég samt svo svarið það að ég er hætt að hata mánudaga. Ég vaknaði í morgun fyrir kl 8 af engri sérstakri ástæðu og get ekki hætt að hugsa um það hvað ég hlakka til að mæta á æfingu kl 16 þegar ég er búin að vinna. Ég veit nú þegar hver æfingin verður, þar á meðal burpees sem allir hata, en mér er alveg nákvæmlega sama, ég bara hlakka til að hoppa og skoppa og hrista af mér helgina.

Aldrei hefði mér órað fyrir því að ég yrði svona hress og kát á mánudögum en ég er handviss um að aukin hreyfing og þar af leiðandi léttari lund leikur mjög stórt hlutverk í þessari breytingu.

Life is what you make it... Það er pínu kjánalegt að setja allt á hold meðan mánudagurinn rennur sitt skeið og ég er búin að fatta það.  Njótið þess sem eftir er af þessum fallega mánudegi.

Thursday, March 8, 2012

CrossFit Games - Workout 12.3... næææææstum því!

Í dag er þriðja vikan í forkeppninni fyrir CrossFit-leikana þar sem Annie Mist Þórisdóttir mun vonandi verja titilinn sinn sem Fittest Woman on Earth. Á hverjum fimmtudegi í 5 vikur kemur ný æfing og þátttakendur skrifa skorið sitt á netið. Það eru rosalega margir að taka þátt í þessu niðri í CrossFit Reykjavík sem er bara frábært.
Hægt er að sjá hér hver alvöru WOD æfingin í dag er og þarna er líka video af Annie Mist sýna æfingarnar.

Nýliðarnir fá hinsvegar að gera ööööörlítið léttari æfingu, en ekkert mikið léttari... Í staðinn fyrir 50 cm kassahopp vorum við með 45 cm, og í staðinn fyrir 34 kg í axlapressunum vorum við með 25 kg.

Æfingin var semsagt AMRAP á 18 mínútum (As many rounds as possible)
15 kassahopp
12 axlapressur
9 tær í stöng (hanga í stöng og koma tánum upp og snerta stöngina - ég næ því ekki en ég fór eins hátt og ég gat).
Skrá Rounds og reps.

Mitt skor 5 umferðir + 26 reps

Ég skalf alveg í höndunum eftir þetta og þurfti að fá einhvern gaur til að skrá skorið mitt á töfluna, haha, ég bara gat ekki haldið á pennanum!! Svo fékk ég líka 3 blöðrur í lófana! ALVÖRU!!

Blöðrur eru merki um hard work!! No pain no gain!
Eins og sjá má þá sleppti ég því að fara í sund í dag... það er einfaldlega bara skemmtilegra að mæta á æfingu! Sjáum til hvað ég geri á morgun en það verður annað hvort sund eða hádegisæfing :D
Svo er alveg að koma heeeeeelgiiiiiiiii !!!!!!!!!

Wednesday, March 7, 2012

Harðsperrur = gleði og ánægja

Já... harðsperrur ERU góðar!
Dagurinn byrjaði á svo svaaaaakalegum harðsperrum að ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti til bragðs að taka... Var varla að komast úr rúminu svo ég lá bara aðeins lengur og las í skólabók, voðalega kósí. Ég elska harðsperrur sko, ekki misskilja mig, bara í morgun voru þær alveg aðeins of miklar!

Æfingin í dag var samt alveg ágæt bara. Ég lærði margt nýtt sem verður líklega trendið næstu mánuðina... alltaf eitthvað nýtt! Svo vann ég vel í harðsperruvöðvunum :)

Þetta byrjaði bara á joint mobility, axlapressum, OH squats, sit-ups með stöng (sama hreyfing og í þessu video, bara með stöng), sippi og einhverju fleiru sniðugu. Svo var röðin komin að WOD..... Ég tók bara WOD2 því númer 1 var greinilega eitthvað fyrir lengra komna, ég er sko langt frá því að mastera double unders og 45 cm kassahopp svo WOD2 hljóðaði bara afskaplega ágætlega. (Venjulegt sipp og 30 cm kassar...)

WOD2:
10x-20x-30x
Deck Squat eða Goblet Squat (með 16/12 kg ketilbjöllu)
Kassahopp (45/30 cm hæð)
Á hverri mínútu 15x single unders sipp og halda svo áfram þaðan sem maður var kominn.
Skrá tíma.

Þetta leit pínulítið ruglingslega út á töflunni en þetta var ekkert mál... Maður gerir bara 15 sipp, 10 squats og 10 kassahopp síðan 20 squats og 20 kassahopp og svo 30 squats og 30 kassahopp. Klukkan pípir á mínútufresti og þá sippar maður 15 sinnum og heldur áfram með hitt...
Þetta tók svo veeeeel á og ég sá svitadropana hrynja af andlitinu á mér í hverju sippi. Ég var með 12 kg bjöllu og fór á 30 cm kassa.
Lokatími: 7:59


Eftir æfingu leyfði ég mér að fá mér eggjanúðlur með kjúkling og grænmeti frá Tian á Grensásvegi. Mjög heimilislegur, kínverskur veitingastaður sem býður upp á að borða í sal, senda heim eða fá take away. Mér finnst maturinn þarna ofsalega góður, það sem ég hef smakkað. Mig langar síðan einhverntíma að prófa Peking öndina sem þau eru með, hef ekki fengið svoleiðis síðan ég bjó í London held ég! Vá.... talandi um London; í ágúst eru 6 ár síðan ég flutti heim frá London, voðalega líður tíminn allt, allt of hratt stundum!

Jæja... svo á morgun er kominn tími á virka hvíld... Ég ætla nú samt að kíkja og sjá hvað WODið er á morgun, ef það er skemmtilegt þá skelli ég mér og tek þá frekar virka hvíld á fimmtudag eða föstudag... Virk hvíld er svona smá slökun fyrir líkamann, semsagt ekki hardcore workout heldur bara sundsprettur eða röskur göngutúr; eitthvað sem fær mann aðeins í gang en gerir mann ekki alveg uppgefinn. Þetta skilst mér af þjálfurunum að sé rosalega gott fyrir líkamann á móti crossfit æfingunum. Síðan er algjört must að taka einn dag í viku fyrir algjöra hvíld. Eitthvað segir mér að algjör hvíld hjá mér verði á laugardögum eða sunnudögum....

Tuesday, March 6, 2012

Blaut í tærnar!

Útihlaup í snjókomu er ekki gaman! Vildi að ég hefði getað verið í gúmmístígvélum bara og að ég hefði munað eftir derhúfu, þá hefði ég séð eitthvað úr augunum kannski!

Ég sá WODið í dag bara laust eftir miðnætti og kveið því í 16 klst að mæta!!! Klukkan 15:50 ætlaði ég bara ekkert að fara!!! En ég fór út í bíl og það kom gott lag í útvarpinu og þá komst ég í stuð. Mætti niðreftir og þar beið fáránlega erfiðasta upphitun sem ég hef séð síðan ég steig fæti þarna inn fyrst!
Joint Mobility
30 xDouble Unders sipp
15x Dýfur
30x Double Unders
15x Dýfur
30x Spordreki á baki 

2-3 umferðir:
10x Deadlift 
10x Hang Power Clean
10x Front Squat
10x Split jerk

200 m hlaup
Deadlift nokkrum sinnum og þyngja í WOD þyngd.

NÚNA er UPPHITUNIN búin!!!! Þvílíkt mayhem og ég var bara orðin ansi þreytt eftir þessa törn!
Svo kom WOD... ég ákvað að taka WOD2 því WOD1 var bara allt of erfitt fyrir byrjandann mig. 

4 umferðir: 400 m hlaup + 21 réttstöðulyfta (ég var með 25 kg)

Eftir 2 umferðir dó ég í hnénu, hlaupin engan vegin að gera sig, svo ég réri 400m seinni tvær umferðirnar, að ráðum Everts. Ég get svo svarið það tekur meira á að róa 400 en hlaupa 400 og mér fannst ég lengur að því líka ef eitthvað er! En svona þarf maður að gera málamiðlanir til að meiða sig ekki meira.

Lokatími 16;08.

Hitti eina hressa inni í klefa sem tilkynnti mér það að þriðjudagarnir væru oft svolítið erfiðir og leiðinlegir, en var ofsalega hvetjandi og frábær. Gleymdi að spyrja hana að nafni samt! Bæti úr því síðar!

Nú er það chill og kósíheit með krúttpungunum mínum tveimur, Maríu og Thelmu, lappirnar upp í loft og chilla!! :D


Monday, March 5, 2012

Fyrsta alvöru CrossFit æfingin

Jæja..... Nú er alvaran hafin! Ég mætti á æfingu áðan í fyrsta skipti sem fullgildur meðlimur. Ég var ofsalega fegin að við Sandra ákváðum að mæta á sama tíma svona fyrst og svo var Sólveig líka mætt á sama tíma svo við fylgdumst að gegnum þetta.
Við tókum WOD1  (WOD1 er aðalæfingin og WOD2 er aðeins auðveldari útgáfa)

WOD 1

Á tíma

50/35 Armbeygjur GS  (50 = strákar, 35 = stelpur)
---
4 umferðir
25 Hnébeygjur
---
50/35 Armbeygjur GS
---
Skrá tíma

Ég var 7;33 og er mjög ánægð með tímann minn!
Svo var gott að komast aftur heim í Hámark og nokkrar möndlur. Í kvöld er nefnilega saumaklúbbur og ég ætla að fá mér eitthvað gott að narta þar. Ég skellti í köku í dag, kúskús-köku með ávöxtum sem ég fann inni á CaféSigrún....síða sem ég mæli eindregið með. Þarna er upplýsingaflóð af hollum og góðum uppskriftum, ráðum og skemmtilegum upplýsingum. Svo er þetta líka svakalega sniðug síða fyrir þá sem eru með fæðuóþol.
Mynd tekin af www.cafesigrun.com

Ég fékk að smakka þessa köku kringum jólin og fannst hún svo ofsalega góð. Í kvöld ætla ég að leyfa saumóstelpunum að gæða sér á henni - vona að þeim finnist þetta jafngott og mér því annars gæti ég klárað alla kökuna, hahaha!

Ætla að skella mér í að skreyta kökuna núna. Svo er æfing aftur á morgun!

P.S. Endilega takið þátt í könnuninni hér til hægri! :)


Sunday, March 4, 2012

Ný skoðanakönnun og niðurstöður úr þeirri fyrstu


Ansi frábært að sjá að 88% þeirra sem svöruðu stunda einhverja líkamsrækt og flestir 3-4 sinnum í viku sem er geggjað :) Áfram svona! Ég hvet þessa þrjá sem segjast ekki stunda neina líkamsrækt að prófa að skella sér í gönguferð, taka smá sundsprett eða gera bara eitthvað skemmtilegt, það er ótrúlegt hvað það hefur góð áhrif á líkamann og sálarlífið að fá hjartsláttinn aðeins í gang. :)

Nú er síðan ný skoðanakönnun komin upp, mig langar að vita hvað ykkur finnst um CrossFit. Endilega takið þátt... Ef ekkert af svarmöguleikunum á við ykkur má endilega skrifa það í komment sem ykkur finnst (það er hægt að gera það nafnlaust meira að segja).

Æfingar sem fullgildur CrossFit meðlimur hefjast á morgun... smá stress í mér eins og fyrir fyrstu æfinguna á grunnnámskeiðinu en þetta verður allt í lagi um leið og maður byrjar. Svo frábært fólk þarna niðurfrá!

Friday, March 2, 2012

Síðasta æfingin - Fight Gone Bad - og árangur í cm!


Að vakna kl 5:45 til að mæta á erfiðustu CrossFit æfingu sem til er, er ekkert grín! Ég vaknaði á slaginu 5:45 og fékk mér Hámark, hálfan banana og 4 heslihnetur (því ég átti ekki möndlur).

Eftir þetta leið mér bara ágætlega... rauk út í rokrassgatið sem er úti og niður í Skeifu. Eftir upphitun pöruðum við okkur saman 2 og 2, ég og Bryndís saman í liði, og svo hófst veislan.

Fight Gone Bad var upprunalega búið til fyrir B.J. Penn sem er MMA fighter... Honum vantaði æfingu sem reyndi jafn vel á og ofurbardagi. Eitthvað sem myndi reyna á vöðvana, úthald, styrk, þol og hugann. Eftir að hann gerði þessa æfingu og búinn að ná andanum aftur þá sagði hann víst "This is like a fight gone bad" og æfingin hefur haldið því nafni síðan. Hér er video sem útskýrir þetta í þaula ef þið hafið áhuga.

Þetta virkar þannig að annar byrjar, gerir alla æfinguna, 3x5 mín kreisíness með mínútupásu eftir hverjar 5 mín og hinn aðilinn telur reps (fjöldi endurtekninga sem keppandinn getur) á hverri stöð, dæmir hreyfingarnar og hvetur keppandann áfram.
Bryndís byrjaði þar sem mér var orðið flökurt (já, þið vitið ég er ekki best í að vakna á morgnana og hvað þá að borða svona snemma!!!)

Fight Gone Bad:
1 mín - max reps wall-balls
1 mín - max reps SDHP
1 mín - max reps kassahopp
1 mín max reps push press
1 mín róður (kcal taldar)
1 mín pása
AFTUR
OG AFTUR

Bryndís stóð sig með prýði, algjör snillingur að ná 79 stigum úr öllum þremur umferðunum, það er frábært að ná sama tempói út í gegn!
Ég hinsvegar byrjaði svakalega vel en í seinni 2 umferðunum var mér svö flökurt að ég hélt það myndi líða yfir mig!!! En ég kláraði þetta að sjálfsögðu og bara nokkuð ágætlega finnst mér miðað við fyrsta skipti og almenna líðan! Bryndís hafði áhyggjur af mér á tímabili og sagði mér að í 2.umferðinni hafi ég orðið græn í framan í smá tíma, takk fyrir pent!

Við Bryndís erum að spá í að gera þetta aftur eftir einn mánuð og sjá bætinguna :)
Ég ætla að skrá hérna hvað ég gat í dag til að geta flett því upp eftir mánuð...



Árangur

Eins og ég lofaði sl. miðvikudag þá ætla ég að deila með ykkur árangrinum sem ég hef að mínu mati svo sannarlega unnið fyrir. 
Ég vil taka það fram að CrossFit snýst ekki um það að missa kíló og sentimetra, heldur snýst það um að hámarka líkamlega getu, vera í sínu besta formi og eiga auðveldara með allar athafnir daglegs lífs. Hinsvegar er það óneitanlega þáttur í þessu öllu saman að vöðvamassi eykst og kílóin fjúka meðan maður er með nokkur aukalega utaná sér...

Svo aaaaaaaað..... here it goes!

Árangur frá 6. febrúar til 2. mars:




Það er mér síðan sönn ánægja að tilkynna að ég hef 
framlengt kortinu mínu hjá
 CrossFit Reykjavík og er nú fullgildur meðlimur! :)


Bloggið mun lifa áfram og þakka ég ykkur enn og aftur fyrir stuðninginn sem ég hlýt frá ykkur sem lesið rausið í mér. Það er ótrúlegt hvað það hjálpar að fá smá pepp, like og góð komment úti í bæ :)
*Knús á ykkur öll*

Thursday, March 1, 2012

Þriðja tímabætingin!

Woop woop! Happy Frog!
Tók Base Line æfinguna aftur í dag...
500 m róður
40 hnébeygjur
30 sit ups
20 armbeygjur
10 upphífingar

Leit ekki á klukkuna fyrr en ég var búin og viti menn!!!! 06:24!!!!! 
Já, ójá!
Þetta kallast líka öðru nafni bæting um 
1 mínútu og 47 sekúndur síðan 14. febrúar. 
Gleði gleði gleði gleði :)