Double unders sippið er aaalveg að koma, núna get ég það í hverri tilraun... næst er það að tengja saman... hver veit nema mér takist það á föstudaginn!?!?
Svo var það Burgener upphitun sem við lærðum í síðasta tíma. Eftir það fórum við beint í það að læra Hang Power Clean og Split Jerk takk fyrir! Ólympískar lyftingar eru semsagt þrjár æfingar og nú erum við búin með þær allar... HP snörun, HP Clean og Split Jerk.
Þetta er hrikalega skemmtilegt!! Reynir á gersamlega allan líkamann og hausinn ekki síst.
...og mér líður ca svona þegar ég er að gera þessar æfingar ;) |
WOD var Grábjörninn. Tvö og tvö saman, annar telur og dæmir meðan hinn gerir:
15 réttstöðulyftur
12 HP Clean
9 Front squats
6 Split Jerk
Síðan er skipt um stöðu. Og endurtekið 3 umferðir. Fyrsta umferð var 10 kg, önnur og þriðja umferð var 20 kg.
Heimavinnan fyrir morgundaginn er að gera aftur Base Line æfinguna sem við gerðum 14. febrúar.
Síííííííðan.... á föstudaginn... þá þarf ég að mæta á lokaæfinguna kl 06:30 um morguninn útaf vinnu og árshátíðar sem er sama dag. Það verður fróðlegt... Þá erum við að fara í 17 mínútna bilaða æfingu sem Evert og Hrönn vilja ekki segja okkur hver er af ótta við að enginn mæti... hún heitir því heillandi nafni: FIGHT GONE BAD. Ég var svona að spá í að gúgla þetta, en í augnblikinu er ég svo þreytt að ég held ég geymi það allvega þar til á morgun.
Síðan gerist meira á föstudaginn:
Ég lofa því hér með að tilkynna um árangur í sentimetrum og kílóum og sem ég hef misst sl mánuðinn, þetta er spennandi... finnst mér :)
Í kvöld er kvöldmaturinn kókos-karrý kjúklingur með kúskús... þegar ég meika að standa upp! :)
1 comment:
good luck vinkona!!!!!!
Post a Comment