Wednesday, February 8, 2012

Fyrstu heimavinnunni lokið


Ég er komin inn, másandi, blásandi, eldrauð í framan, sveitt, heitt, þreytt, hóstandi, með hellu fyrir eyrunum og þyrst. Nei, ég var ekki að klífa Everest.... svona hljómar líðanin eftir fyrstu heimavinnuna í Crossfit; 3ja kílómetra hlaup. Ég hef aldrei verið mikill langhlaupari. Ekki einu sinni þegar ég æfði fótbolta mörgum sinnum í viku og var í þrusuformi. Ég hef alltaf verið með góðan sprengikraft og gat rústað spretthlaupum eins og ekkert væri en langhlaup, nei.

Þetta gekk ágætlega, ég fór í svona hlaupaleggings sem ég hef átt í mörg ár og alltaf klæðst innanundir stuttbuxum eða buxum... en ákvað að þora svona einu sinni að fara út bara klædd þessum hlaupaleggings og peysu. Setti reyndar á mig derhúfu svo enginn myndi þekkja mig, en ótrúlegt en satt þá leið mér ekkert eins og ég væri nakin! Hef oft velt því fyrir mér þegar ég sé fólk hlaupa í svona leggings hvað þetta hlyti að vera frjálslegt og þægilegt en aldrei þorað að klæða mig svona sjálf. Einhverntíma er allt fyrst!

Ég skokkaði þar til fæturnir lyftust ekki af götunni lengur -ekki gleyma að ég er með harðsperrur frá helvíti-,  labbaði þá smá spotta og skokkaði svo meira og svona fór þetta til skiptis þar til ég lauk 3 kílómetrum á 20 mínútum og 59 sekúndum. Ég náði mér í forrit á símann sem notast við GPS tæknina og segir mér að ég hafi hlaupið á 7.15 km meðalhraða á klukkustund. 
Þessar upplýsingar hef ég skráð í dálk hérna til hægri á síðunni. Þar ætla ég að safna saman öllu sem ég tek á tíma til að sjá (vonandi) bættan árangur.

Hér er hlaupaleiðin sem ég sérsaumaði fyrir daginn:



Í kvöld er síðan CrossFit æfing númer tvö! Nú er kominn tími á smá næringu :)

3 comments:

Anonymous said...

duglegust!!!

Sissa said...

Dugleg - ég hins vegar skoðaði kortið þitt og fór að velta fyrir mér hvort þú hljópst upp eða niður Eskihlíðina??

Unknown said...

Ég hljóp Fyrst út Eskihlíðina og kom Mjóuhlíðina til baka. Þetta er samt á jafnsléttu alltsaman hvort sem er...