Tuesday, October 8, 2013

Dagur 8


Afmælisbarn dagsins:


Yndislega amma mín á afmæli í dag.

Snjórinn mættur!
Nú er kominn vetur! Það er allt hvítt og fólk þorir ekki að keyra hraðar en 20. Mér finnst það alveg stórkostlegt hvað veturinn kemur fólki alltaf jafn mikið á óvart hérna á Íslandi. Ég get sagt ykkur það að ég er með vetrarlúffur og sköfu í bílnum allan ársins hring. Það tekur því ekkert að fara að leggja þetta niður í geymslu/bílskúr og vera óviðbúinn þegar snjórinn skellur á.

Ég elska svona sól, gott veður og hvíta jörð. Ég hef líka gefið mér leyfi til að hlusta á jólalög í hálftíma eftir hádegi :) Þetta lag verður fyrst á fóninn:


Dagurinn:
Ég hóf daginn hjá Halldóri sjúkraþjálfara. Maaaaan hvað hann hittir á réttu punktana, það er alveg óþolandi! :) Svo er ég mætt í vinnu núna og geng undir nafninu JónínAnna þar til í næstu viku þegar Jónína og Anna koma aftur til starfa og létta mér lífið á ný.
Eftir vinnu er það svo kaffi hjá ömmu sín og síðan mæti ég galvösk í Body Balance tíma í Hreyfingu og kíki á skíðavélina líka. Svo er kannski möguleiki að ég skoðu foam rúllurnar í teygjuherberginu og fari að ráðum Halldórs og rúlli mig í klessu.

Það má svo kannski minnast á það að í dag var það staðfest að við erum að fara á JUSTIN TIMBERLAKE í Köben 6. maí 2014!!!! :D :D :D :D :D 

ÉG ER SVO SPENNT!!!!!




Morgunverður: Grænn safi (eins og venjulega) nokkrar litlar gulrætur og vínber
Hádegismatur: Hinn helmingurinn af Saffrankjúklingi gærdagsins og biobú-mangó jógúrt
Millimál: Rúsínur, möndlur, ein hrökkbrauðsneið og Berry White drykkur
Eftir æfingu: 200 ml próteindrykkur
Kvöldmatur: Grjónagrautur


No comments: