Wednesday, October 30, 2013

Dagur 30




Vá... í dag er næstsíðasti dagur Meistaramánuðar! Trúið þið því? Tíminn flýgur svo sannarlega þegar lífið er skemmtilegt! Í gær fór ég í heitasta Hot Yoga tíma sem ég hef nokkurntíma farið í. Váááá hvað það var gott! Ég gæti hæglega orðið svona "spokesperson" fyrir þessa geggjuðu tíma.Alveg magnað hvað mér líður vel í þessum hita og hvað þessar æfingar gera mér gott. Ég er að verða liðugri, sterkari og þolmeiri með hverjum tímanum og það er yndisleg tilfinning.


Það var hringt í mig í gær frá Domus Medica. Ég átti tíma 10. janúar í segulómun en það losnaði tími fyrr svo ég kemst næsta mánudag, 4. nóvember! Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir mig þar sem þessi svimi er langt frá því að vera hættur. Mig svimar ef ég horfi upp, horfi snöggt til hliðar, beygi mig  niður, stend upp o.s.frv.

Nú svo stend ég í miklum pælingum um búningamál. Bæði Halloween búning fyrir næsta laugardag og svo Hollywood outfit fyrir laugardaginn næsta. Spennnnóóóóó. Halloween búningurinn er reyndar eiginlega alveg kominn, smá fíníseringar eftir.

Eftir frábæran hot yoga tíma hjá Bjargeyju (grínlaust, það var klappað eftir tímann and that's a first) skrapp ég að kaupa kvöldmat fyrir okkur Evu mágkonu og ég rúllaði svo í Breiðholtið og hleypti Evu út að skemmta sér (í bíó). Ég fékk semsagt að passa Almar Elí 10 mánaða gamla litla frænda minn í fyrsta skipti. Hann svaf mestallan tímann reyndar en þetta var bara mjög kósí. Ég er ekki alveg að ná því að hann verði eins árs núna í desember... finnst svo ofsalega stutt síðan hann var bara pons!

Ég flakkaði á milli bíómynda meðan ég var hjá þeim, en var ekki að finna mér neitt nógu skemmtilegt að horfa á svo ég kíkti bara á netið og skoðaði hvað fólk í kringum mig hefur verið duglegt í Meistaramánuði. Ég er meeeega ánægð að sjá hvað margir settu sér markmið og virðast hafa staðið við þau af bestu getu. GO VIÐ! :)

Máltíðir dagsins
Morgunmatur: grænn safi
Millimál: Vínber
Hádegismatur: 6" Subway og trópí tríó
Millimál: Nektarína
Kvöldmatur: Pastabakki úr Hagkaupum



No comments: