Saturday, October 5, 2013

Dagur 5

Þrátt fyrir bíóferð og smá partýstuð í gær vorum við meistaraefnin sofnuð kringum miðnætti! Ég vaknaði eldhress klukkan 7:30 og gerði mér gulrótasafa í sólinni í eldhúsinu og gæddi mér á beyglu með osti.


Svo beið ég bara eftir klukkunni... hot yoga klukkan 11:00 :) Það kom í ljós að einu sinni í mánuði notar Bjargey, sú sem er með laugardagana, tímann til að hafa eitthvað þema og einblína á allskyns þrekæfingar með örlitlu yoga-ívafi. Þetta skiptið var þemað neðra bak, læri, mjaðmir og magi. Þetta var bara algjört rugl! Ég finn strengina koma hægt og bítandi og tíminn í fyrramálið verður held ég bara tilraun til að endurheimta aðlilega hreyfigetu.
Í þessum tíma fékk ég svo fyrstu æfingar"meiðsli" mánaðarins. Hið fínasta mar á bakið...


Í dag fengum við svo stutta heimsókn frá mömmu og Gulla sem voru að koma að mæla aðeins fyrir hillu sem við erum að spá í að setja upp í stofunni. Síðan fórum við í heimsókn til Salla og Álfhildar. Þau voru að eignast litla krúttsprengju sem er 5 daga gömul í dag leiddist okkur Sævarði sko ekkert að fá að knúsa hana aðeins.


Í kvöld er svo ferðinni heitið í afmæli til Þóreyjar, hún er síung og sæt og við fögnum því að sjálfsögðu! Við keyptum okkur powerade sem verður drykkur kvöldsins.

Á morgun er svo nammidagur!! Við erum að fara í brunch á VOX með yndislega saumaklúbbnum mínum og mökum þeirra. Og svo förum við eftir það í tvítugsafmæli. Ég hlakka mikið til að fá eins og eina kökusneið :)

Morgunverður: Ristuð beygla með osti. Ferskur safi: gulrætur, appelsína, engifer.
Hádegismatur: Spínatpastaréttur með kjúklingapylsum. Nektarína.
Snarl: Vínber
Kvöldverður: Grænmetispizza með heilhveitibotni (Álegg: paprika, ananas, sveppir, laukur og fetaostur). Sódavatn með lime.

No comments: