Monday, October 14, 2013

Dagur 14

Þvílík sólarblíða sem gladdi hjartað mitt í dag. Það er óhætt að segja að andinn hellist alveg yfir mann þegar veðrið er svona gott og hvað þá á mánudegi. Vinnudagurinn er búinn að vera rosalega góður og mér gekk vel með verkefni dagsins. Ég labbaði líka á Subway í hádeginu, skellti mér í íþróttaskóna og arkaði í blíðunni. Það var alveg ofsalega gott. Þetta er engin svakaleg vegalengd (kílómeter hvor leið) en góð tilbreyting frá því að keyra eða sitja á rassinum við tölvuna.

Vinyasa jógatími beið mín svo klukkan 16:30 og kl 18:30 fór ég á Austurlandahraðlestina með yndislegum stelpum :) maturinn þar klikkar aldrei!



Máltíðir dagsins:
Morgunmatur: Grænn safi
Hádegismatur: 6" Reggae reggae bátur á Subway  í Honey Oat brauði með miklu grænmeti
Millimál: Nektarína
Kvöldmatur: Tilboð 3 á Hraðlestinni (kjúlli, lamb, og meðlæti)

No comments: