Sunday, October 20, 2013

Dagur 20

Jæja, sólríkur sunnudagur og ég ætla að fara í gönguferð á eftir. Bara svona fá blóðstreymið í gang og sjá hvort ég fái nokkuð svimakast eða eitthvað þannig. Ég held að ég komist svo bara í vinnuna og ræktina á morgun og hlakka mjöööööög til!

Ég ætla að kíkja á kynningarnar hjá krökkunum sem eru að taka þátt í  Startup Weekend Reykjavík um þessar mundir. Sævarður er búinn að vera þar alla helgina að vinna í frábærri hugmynd sem frænka hans, Ólöf Hugrún, kom með: Odd Sized Feet og hefjast kynningarnar klukkan 15 í Háskóla Reykjavíkur. Hér er Facebook síða verkefnisins fyrir þau ykkar sem hafið áhuga eða eruð í sömu sporum.

Það er skemmst frá því að segja að Odd Sized Feet lentu í öðru sæti og sýnt var viðtal við Ólöfu í Fréttum Stöðvar 2.

Í kvöldmat eldaði ég svo ilmandi og ljúffenga kjúklingasúpu með eplum, karrý og engifer. Algjört lostæti! :) Uppskriftina má finna hér.

Ég kryddaði hana með chilipaste og cayenne pipar aukakega og setti hálfa dós í viðbót af kókosmjólk. Svo lét ég hana malla í rúman hálftíma áður en ég bar hana fram með slettu af sýrðum rjóma og kóríander. Alveg besta kjúllasúpa sem ég hef smakkað :) nammmmm

No comments: