Saturday, October 12, 2013

Dagur 12

Í dag er nammidagurinn ógurlegi. Okkur var boðið í veislu í tilefni þess að pabbi Gulla hefði orðið 100 ára í gær. Það þurfti að sjálfsögðu að kíkja aðeins á veisluborðið sem gersamlega svignaði undan veitingum. Það er ansi skondin tilfinning að finna hvað löngun í sætindi er orðin lítil. Þetta hlýtur að vera eitthvað tengt því að sykur sé ávanabindandi.

Ég fór bara eina ferð að borðinu og fannst það bara alveg nóg. Fékk mér eina kökusneið, eina pönnsu, kjötbollur, rúllubrauðsneið og einn vínarbrauðsbita. Ég gat ekki einu sinni klárað þetta!

Við erum svo að spá í að skreppa í partý í kvöld líka. Aðeins að fara út og hitta fólk, það hefur nú aldrei talist slæmt :)

Ég bakaði tvær tegundir af góðgæti fyrir veisluna. Bæði heppnaðist vel og var mjög bragðgott. Uppskriftirnar má finna hér:
Ítalskar súkkulaði- og möndlusmákökur af síðunni Cafe Sigrun
Stökkir súkkulaði- og karamellubitar af síðunni Gulur rauður grænn og salt


Máltíðir dagins
Morgunmatur: Cheerios með léttmjólk
Hádegismatur: Restin af grænmetispizzu grædagsins.
Kaffi og kvöldmatur: Veislufæði.
Smá nammi

No comments: