Saturday, October 19, 2013

Dagur 19

Þetta fer að verða svolítið þreytandi!
Matarlystin er búin að snarbætast, sem betur fer. Mér er samt flökurt inn á milli. Ég drekk alveg helling af vökva eins og mér var ráðlagt. En höfuðverkurinn er enn til staðar og sviminn og blóðþrýstingsfallið gerist enn í hvert skipti sem ég sest eða stend upp. Ég er voðalega máttlaus eitthvað og helsta dæmið um það er að ég missti disk í dag, bara missti takið á honum og hann brotnaði á gólfinu... Sem betur fer var þetta bara ódýr IKEA diskur en það er samt ekkert gaman að brjóta stuff því maður bara missir það... Þetta var það eina sem ég hélt á. Ojæja... þetta er allavega búið og gert og ég held ég fari bara að nota pappadiska og glös þar til mér batnar!


Update!
Undur og stórmerki hafa gerst! Sviminn er FARINN!!!
Ég er svo ánægð og hamingjusöm að ég er búin að BAKA KÖKU og NAGLALAKKA MIG!!!


Nú er bara eins og ekkert hafi verið að mér, ég er bara svöng og ég veit ekki hvað!
Ég veit ekki hvort að Siggi Hlö á Bylgjunni hafi svona góð áhrif eða hvort það var sturtan sem ég tók, en allavega kvarta ég ekki og er bara mega sega úber sátt!
Ég lofa samt að passa upp á mig... Pinky promise!



No comments: