Thursday, October 3, 2013

Dagur 3

Strax kominn fimmtudagur...
Þessi annars myndarlegi fimmtudagur hófst kl 5:00 þegar ég vaknaði við vekjaraklukkuna á gamla símanum mínum sem ég var að fá til baka úr láni. Sú sem fékk hann lánaðan hafði verið með hann í útlöndum svo hann var stilltur á allt annað tímabelti en okkar. Ég var heillengi að lifna við úr draumheimi og fatta að þetta hljóð væri í alvöru inni í íbúðinni og leita svo að því hvaðan hljóðið kom. Ég fattaði þetta á endanum en mikil lifandis ósköp var ég þreytt. Samt sofnaði ég rúmlega 22 í gærkvöldi...

Rugl draumur!
Eftir þetta svaf ég voðalega takmarkað. Mig dreymdi að ég væri stödd í skemmtigarði og væri búin að týna Sævarði. Fann einhverja japanska stelpu sem kenndi mér á svona tæki sem maður setur pening í og getur unnið allskonar dót. Þar vann ég bunka af frímerkjum, hálsmen og eyrnalokka. Ég reyndi svo aftur að ná í Sævarð og hann var búinn að sækja eitthvað app í símann sem við gátum sett fingraförin okkar í og þá myndi símarnir leiðbeina okkur til hvors annars. Þetta gekk ágætlega og ég var loks á leið út úr garðinum og sá Sævarð standa fyrir utan að bíða eftir mér. En þegar ég var alveg að koma að útganginum þá hækkaði yfirborðið og allt í einu var ég komin svo hátt upp á einhvern pall að ég varð svakalega lofthrædd. Ég dó þó ekki ráðalaus og smíðaði fallhlíf úr öllu dótinu sem ég hafði unnið í vélinni þarna áður og hoppaði í fangið á Sævarði með hjálp fallhlífarinnar.


Steypa? Já! Ætli svona rugldraumar fylgi þessu holla mataræði og sykurleysi? Kannski eru þetta einhverskonar fráhvarfseinkenni... Haha, það væri nú eitthvað! :) En þegar ég loksins ákvað að fara á fætur kl 8 þá leið mér ágætlega. Ég fór svo í flensusprautu klukkan 9, vona að það hafi verið góð ákvörðun. Líður allavega ennþá vel tveimur tímum síðar... Seinna í dag er planið að fara í Body Balance og svo Hot Yoga strax á eftir. Í kvöld ætlum við að elda lasagne og hafa gott salat með.

Hugmyndir eða spurningar?
Ég er að spá í að uppfæra hér eftir síðuna nokkrum sinnum yfir daginn. Mér finnst mjög gott að skrifa niður hvað ég borða og geri og deila því með umheiminum til að passa enn betur að ég svindli nú örugglega ekkert.
Ef einhver er með hugmyndir af uppskriftum fyrir mig eða langar að spyrja að einhverju má endilega nota kommentakerfið sem er linkað á fyrir neðan hvern póst.
Það má líka alveg senda mér póst á thoranna85@gmail.com - ekki hika við það. Ég hef gegnum tíðina fengið mikið af spurningum um allt milli himins og jarðar og hef mjög gaman af því.

Það sem ég borðaði í dag, 3. október 2013.
Morgunmatur: Grænn safi með spínati, mangó, appelsínu og engifer. Heimagert hrökkbrauð.
Plastglösin kláruðust í morgun svo ég varð að nota krukku eins og hipp og kúl krakkarnir gera.




















Millimál: Epli og hrökkbrauð
Hádegismatur: Þorskur í kókos- karrýhjúp og sætar kartöflur. Jógúrt með smá múslí.
Síðdegisbiti: Ein og hálf tangarína, hálft glas af ástaraldinsafa, nokkrar rúsínur
Kvöldmatur: Lasagne og salat



2 comments:

Unknown said...

Gerir þú safann með safapressu eða hvað? :)

Unknown said...

Ég geri safann með bara venjulegum blandara sem er keyptur í Elko. Engin fancy tegund, held hann heiti Kassel. Ef mér finnst safinn of trefjaður, t.d. ef ég er með mikið af gulrótum, þá sigta ég stundum með litlu sigti og ef ég vil hafa hann alveg hreinann eins og djús þá sía ég hann gegnum nælon. Svona eins og Solla sýndi í fyrsta Meistaramánuðsþættinum á Stöð 2 http://visir.is/meistaramanudurinn-verdum-betri-utgafa-af-okkur-sjalfum/article/2013130929217