Wednesday, October 16, 2013

Dagur 16

Hálfnað verk þá hafið er! 
Já, Meistaramánuður er hálfnaður! Mér finnst tíminn fljúga áfram og nú er bara hálfur mánuður í að Jólarásin fari í gang og IKEA hendir upp jólaskrautinu sínu :D
Það verður seint sagt um mig að ég sé ekki jólabarn, ég hreinlega elska jólin og finnst einn mánuður á ári allt of stuttur tími tileinkaður þessari yndislegu hátíð. Ég hlakka líka mikið til því að bráðum fer ég að passa aftur í fallegu fötin í fataskápnum mínum, ég finn það, og þá verða einskonar aukajól... að geta klæðst öllu þessu fína sem ég á til.


Ég fer líka á árshátíð í nóvember og vonast til að geta klæðst einhverju "nýju" sem ég hef ekki komist í síðan í fyrra... Þemað er Hollywood og ég er rétt að byrja að spá hverju ég ætti að klæðast. Það verður gaman að finna út úr því :) Ef einhver er með hugmyndir fyrir mig af karakter eða leikkonu sem ég gæti klætt mig sem, má viðkomandi endilega deila því með mér.

Tveggja vikna uppgjör
Ég er núna búin að missa 4 kíló á þessum tveimur vikum og ég finn hvað ég er mikið léttari á mér og líður almennt betur þó ég hafi nælt mér í einhverja pest núna. Slíkt gerist bara og ég er ekkert að líta á það að vera lasin sem eitthvað slæmt hvað Meistaramánuð varðar. Ég kem bara sterk inn að nýju þegar þessi pest er gengin yfir. Magaverkur, svimi og höfuðverkur er ekki beint í uppáhaldi hjá mér.


Landsliðið
Það er síðan ekki hægt að skrifa færslu í dag nema minnast á karlalandsliðið í fótbolta. Frábært hjá þeim að vera komnir í umspil um sæti á HM og gaman að sjá gleðina sem braust út eftir leikinn í gær þegar úrslitin frá Sviss voru tilkynnt. Svekkjandi að ná ekki að sjá það í rauntíma vegna smávægilegra mistaka hjá RÚV, en það kemur ekki að sök, myndband kom fljótt á netið sem sýnir þessa frábæru stund.

Máltíðir dagsins (veikindadagur)
Morgunmatur: Flatkaka og eplasafi
Millimál: Tangarína

1 comment:

Anonymous said...

Þú ert svo að massa þennan mánuð!! <3 Ást á þig elsku vinkona :* Kv. T-Rex