Tuesday, October 15, 2013

Dagur 15

Þá er dagurinn runninn upp, Ísland mætir Noregi í kvöld og þá ræðst hvort við komumst í tveggja leikja umspil um sæti á HM. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt fyrir leiknum og mun planta mér í sófann kl 17:30.
ÁFRAM ÍSLAND!

Annars er ég eitthvað voðalega furðuleg í dag (meira en venjulega semsagt). Ég hef enga matarlyst og mér er flökurt og ég er með svima sem kemur í bylgjum. Mér var gefið hálft kókglas bara til að sjá hvort ég myndi skána eitthvað, var víst orðin ansi föl í framan og það láku tár úr augunum. Alveg mjööööög óþægilegt.
Matarlystin kom aðeins um hádegið og ég gat borðað smá en höfuðverkurinn er enn til staðar og í eftirmiðdaginn vottar fyrir magaverk. Ég giska á að ég hafi náð mér í einhverja hálfa pest. Vona að þetta fari bara úr mér með góðri hvíld í kvöld. Pant ekki verða lasin á morgun!!!

Máltíðir dagsins:
Morgunmatur: Grænn safi með haframjöli (gat bara drukkið nokkra sopa). Nartaði í hrökkbrauðsbita.
Hádegismatur: ABT-mjólk, 2 litlar gulrætur og nektarína
Millimál: Rúsínur
Kvöldmatur: Kjúklinga- og ostafylltar sætar kartöflur með karrí og kókos 

No comments: