Monday, October 7, 2013

Dagur 6

Eftir að hafa vakað alveg "heillengi" í gærkvöldi, alveg til klukkan rúmlega 2 (!!!) þá var gott að sofa aaaaaaðeins út. Ég vaknaði með gígantískar harðsperrur rétt fyrir klukkan tíu og horfði bara á Downton Abbey. Ég er loksins byrjuð á 4. seríu, woop woop!

Þessi sunnudagur var fyrirfram planaður nammidagur. Við ákváðum að hafa það sunnudag frekar en laugardag því okkur var boðið í brunch á VOX og svo var tvítugsafmæli strax á eftir.

Brunch á VOX klikkar ekki. Það er svo brjálað mikið úrval og við borðuðum mjög gómsætan mat.


Eftir matinn fórum við í afmæli til Jóns Þórs og hittum þar Sævöru og Snædísi. Snæja var búin að baka þessa líka rosalegu köku og auðvitað fengum við okkur sneið :) Ég fékk mér líka 3 litlar kleinur.


Eftir afmælið skruppum við í búð, keyptum sitthvora súperdósina af kók og bland í poka. Það væri ekki frásögu færandi á nammidegi nema fyrir þær sakir að ég gat ekki drukkið kókið, fannst alveg nóg þetta glas sem ég fékk í afmælinu. Og namminu var hellt aftur í pokann og sett inn í skáp. Okkur langaði hvorugu i þetta. Sævarður fagnaði kóksopunum en sagði þessa viku ekki hafa verið erfiða svo þetta er vonandi bara vísir á að þetta sé að heppnast allt rosalega vel hja okkur! :)

Ég er mjög spennt fyrir morgundeginum, langar svo rosalega í safa, saknaði þess í morgun að fá ekki heimagerða safann... Þetta er bara gott stuff!

Á morgun er saumó og ég er búin að ákveða hvað ég ætla að baka fyrir stelpurnar... kemur í ljós á morgun :) stay tuned...

Morgunsnarl: vínber
Árbítur: allskyns góðgæti af VOX
Kaffi: kökusneið og 3 kleinur
Kvöldsnarl: nokkur nammi og smá kók

No comments: