Thursday, October 10, 2013

Dagur 10

Veikindadagur
Í dag fór ég ekki í vinnunna. Og ekki Sævarður heldur reyndar. Við erum bæði voðalega drusluleg :/
Hann er reyndar búinn að vera slappur lengi svo það var kannski ekki við öðru að búast en að þetta myndi hellast yfir mig á endanum.


Við erum bara búin að sofa og hafa það rólegt. Ég þurfti reyndar að vinna aðeins um kvöldið en náði að gera það bara í tölvunni að heiman, sem betur fer.

Ég dældi í mig paratabs og er nokkuð viss um að ég verði endurnærð á morgun.
Á morgun er líka bleiki dagurinn. AEndilega klæðist einhverju bleiku til styrktar átakssins Bleika slaufan og Krabbameinsfélagsins.

Máltíðir dagsins
Morgunmatur: Ein skál af Cheerios með mjólk
Hádegismatur: Popp (alveg lystarlaus)
Kvöldmatur: Skötuselur með paprikumauki. Uppskriftina má finna hér en við spiluðum hana svolítið eftir eyranu.
Kvöldsnarl: 2 stk möndlukökur. Fann þessa uppskrift inni á CafeSigrun.com sem er algjör snilldarsíða fyrir matgæðinga sem vilja hollan og góðan mat.

No comments: