Wednesday, October 2, 2013

Dagur 2

Sko! Þetta er ekkert mál! Ég vaknaði í morgun kl 7:40 og snúsaði ekki neitt! :)

Dreif mig framúr og bjó mér til morgunsafa með spínati, mangó, engifer og hreinum appelsínusafa.


Svo kom ég við í Nettó á leiðinni í vinnuna og keypti mér banana sem ég ætla að borða núna í morgunsárið líka og svo keypti ég epli og hörfræ. Mig langar nefnilega að baka hrökkbrauð í kvöld með hörfræjum, sesam- og sólblómafræjum og einhverju sniðugu sem ég á til.

Hægri handleggurinn er allt annar eftir nálastunguna í gær. Nú finn ég mikinn mun milli vinstri og hægri, finn hvað hægri er mikið slakari. Þó þetta hafi verið skrítið að láta stinga sig með nál þá hlakka ég eiginlega til að prófa þetta á vinstri í næstu viku.

Mission dagsins er að muna að drekka vatn.



Klukkan 10:15 borðaði ég eitt epli. Ég elska Pink Lady eplin. Þau eru svo rosalega safarík og fersk. Og svo fékk ég mér hálft hrökkbrauð úr Minna mál línunni hennar Ágústu. Þetta með mozzarella ostinum og sólþurrkuðu tómötunum er hrikalega gott! Ég vona að hrökkbrauðið sem ég ætla að búa til í kvöld verði eitthvað í líkingu við þetta :)

Í hádegismat var restin af mexikóska mangó kjúklingnum.

Leiðinlegu fréttir dagsins eru þær að einkaþjáfarinn þurfti að fresta tímanum mínum sem átti að vera í dag kl 16:30. Maðurinn hennar lenti í slysi og það þurfti að rýma allan daginn. Skiljanlega. En ég fæ ekki annan tíma fyrr en 17. október kl 12:00. Þetta er ansi óheppilegt, auðvitað brjáluð dagskrá hjá einkaþjálfurum Hreyfingar vegna hausttilboðsins þeirra og Meistaramánuði. Stúlkan sem hringdi í mig lofaði mér samt að hún myndi reyna að fylgjast með hvort einhver tími myndi losna fyrr. Nú er bara að krossa putta!

Um kaffileytið borðaði eg dýrindis kiwi og drakk eitt glas af safa.
Þegar ég kom heim fór ég beint í hrökkbrauðsbakstur. Ég er mjög ánægð með afraksturinn og ekki frá því að þetta hljóti að vera hollt á alla kanta. Líka fyrir hjartað þar sem deigið svipar örlítið til hjarta...


Í kvöldmat elduðum við svo þorsk í kóko karrýhjúp með sætum kartöflum og salati. Nægur afgangur og við tökum bæði afgang með í vinnu á morgun :)


1 comment:

T-Rex said...

Þú ert svo mikið duglegust!!! Knús og kossar á þig! <3 Keep up the good work :D