Friday, March 2, 2012

Síðasta æfingin - Fight Gone Bad - og árangur í cm!


Að vakna kl 5:45 til að mæta á erfiðustu CrossFit æfingu sem til er, er ekkert grín! Ég vaknaði á slaginu 5:45 og fékk mér Hámark, hálfan banana og 4 heslihnetur (því ég átti ekki möndlur).

Eftir þetta leið mér bara ágætlega... rauk út í rokrassgatið sem er úti og niður í Skeifu. Eftir upphitun pöruðum við okkur saman 2 og 2, ég og Bryndís saman í liði, og svo hófst veislan.

Fight Gone Bad var upprunalega búið til fyrir B.J. Penn sem er MMA fighter... Honum vantaði æfingu sem reyndi jafn vel á og ofurbardagi. Eitthvað sem myndi reyna á vöðvana, úthald, styrk, þol og hugann. Eftir að hann gerði þessa æfingu og búinn að ná andanum aftur þá sagði hann víst "This is like a fight gone bad" og æfingin hefur haldið því nafni síðan. Hér er video sem útskýrir þetta í þaula ef þið hafið áhuga.

Þetta virkar þannig að annar byrjar, gerir alla æfinguna, 3x5 mín kreisíness með mínútupásu eftir hverjar 5 mín og hinn aðilinn telur reps (fjöldi endurtekninga sem keppandinn getur) á hverri stöð, dæmir hreyfingarnar og hvetur keppandann áfram.
Bryndís byrjaði þar sem mér var orðið flökurt (já, þið vitið ég er ekki best í að vakna á morgnana og hvað þá að borða svona snemma!!!)

Fight Gone Bad:
1 mín - max reps wall-balls
1 mín - max reps SDHP
1 mín - max reps kassahopp
1 mín max reps push press
1 mín róður (kcal taldar)
1 mín pása
AFTUR
OG AFTUR

Bryndís stóð sig með prýði, algjör snillingur að ná 79 stigum úr öllum þremur umferðunum, það er frábært að ná sama tempói út í gegn!
Ég hinsvegar byrjaði svakalega vel en í seinni 2 umferðunum var mér svö flökurt að ég hélt það myndi líða yfir mig!!! En ég kláraði þetta að sjálfsögðu og bara nokkuð ágætlega finnst mér miðað við fyrsta skipti og almenna líðan! Bryndís hafði áhyggjur af mér á tímabili og sagði mér að í 2.umferðinni hafi ég orðið græn í framan í smá tíma, takk fyrir pent!

Við Bryndís erum að spá í að gera þetta aftur eftir einn mánuð og sjá bætinguna :)
Ég ætla að skrá hérna hvað ég gat í dag til að geta flett því upp eftir mánuð...



Árangur

Eins og ég lofaði sl. miðvikudag þá ætla ég að deila með ykkur árangrinum sem ég hef að mínu mati svo sannarlega unnið fyrir. 
Ég vil taka það fram að CrossFit snýst ekki um það að missa kíló og sentimetra, heldur snýst það um að hámarka líkamlega getu, vera í sínu besta formi og eiga auðveldara með allar athafnir daglegs lífs. Hinsvegar er það óneitanlega þáttur í þessu öllu saman að vöðvamassi eykst og kílóin fjúka meðan maður er með nokkur aukalega utaná sér...

Svo aaaaaaaað..... here it goes!

Árangur frá 6. febrúar til 2. mars:




Það er mér síðan sönn ánægja að tilkynna að ég hef 
framlengt kortinu mínu hjá
 CrossFit Reykjavík og er nú fullgildur meðlimur! :)


Bloggið mun lifa áfram og þakka ég ykkur enn og aftur fyrir stuðninginn sem ég hlýt frá ykkur sem lesið rausið í mér. Það er ótrúlegt hvað það hjálpar að fá smá pepp, like og góð komment úti í bæ :)
*Knús á ykkur öll*

3 comments:

karl.agustsson said...

Til hamingju með árangurinn :)

Catia sæta said...

vá Þóranna, virkilega flott hjá þér! er mega ánægð með þig vinkona! knúúúúúús!

María Björg said...

Glæsilegt vinkona! Djöfull ertu að standa þig vel! <3