Já........ ég mætti alveg á æfingu sko! En ég var bara aftur að æfa mig og læra þessa blessuðu hreyfingu sem ég var að þrjóskast gegnum á mánudaginn. Þetta gekk aðeins betur í dag enda clean aðeins öðruvísi en snatch.
Þetta lúkkar svo auðvelt og ég skil hvert einasta movement í þessu og get gert þetta hægt í skrefum, en að setja þetta saman í eina snögga hreyfingu bara er eitthvað að væflast fyrir mér, gleymi olnbogunum og fer að gera einhverja öfuga bicep krullu eða eitthvað, veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því. Þetta gekk samt betur í dag en á mánudaginn. Verður vonandi komið fljótlega! :)
Þessa vikuna er ég að vinna 8-16 alla daga. Það hef ég ekki gert síðan í lok september! Rosaleg viðbrigði að fara úr 1-2 klst vinnu í 8 klst vinnu heila viku svo ég er alveg búin á því þegar ég klára æfingu og núna áðan sofnaði ég til dæmis bara á sófanum um áttaleytið og svaf til kl 23!
Á morgun er 4. æfingin í CrossFit Open, Æfing 12.4, kemur í ljós núna á miðnætti hver æfingin verður. Spennandi að sjá... líka spennandi hvort ég muni geta gert hana eins og á að gera (þá er það kallað Rx) eða hvort ég þurfi að gera léttari útgáfuna. Kemur í ljós á morgun :D
No comments:
Post a Comment