Wednesday, March 7, 2012

Harðsperrur = gleði og ánægja

Já... harðsperrur ERU góðar!
Dagurinn byrjaði á svo svaaaaakalegum harðsperrum að ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti til bragðs að taka... Var varla að komast úr rúminu svo ég lá bara aðeins lengur og las í skólabók, voðalega kósí. Ég elska harðsperrur sko, ekki misskilja mig, bara í morgun voru þær alveg aðeins of miklar!

Æfingin í dag var samt alveg ágæt bara. Ég lærði margt nýtt sem verður líklega trendið næstu mánuðina... alltaf eitthvað nýtt! Svo vann ég vel í harðsperruvöðvunum :)

Þetta byrjaði bara á joint mobility, axlapressum, OH squats, sit-ups með stöng (sama hreyfing og í þessu video, bara með stöng), sippi og einhverju fleiru sniðugu. Svo var röðin komin að WOD..... Ég tók bara WOD2 því númer 1 var greinilega eitthvað fyrir lengra komna, ég er sko langt frá því að mastera double unders og 45 cm kassahopp svo WOD2 hljóðaði bara afskaplega ágætlega. (Venjulegt sipp og 30 cm kassar...)

WOD2:
10x-20x-30x
Deck Squat eða Goblet Squat (með 16/12 kg ketilbjöllu)
Kassahopp (45/30 cm hæð)
Á hverri mínútu 15x single unders sipp og halda svo áfram þaðan sem maður var kominn.
Skrá tíma.

Þetta leit pínulítið ruglingslega út á töflunni en þetta var ekkert mál... Maður gerir bara 15 sipp, 10 squats og 10 kassahopp síðan 20 squats og 20 kassahopp og svo 30 squats og 30 kassahopp. Klukkan pípir á mínútufresti og þá sippar maður 15 sinnum og heldur áfram með hitt...
Þetta tók svo veeeeel á og ég sá svitadropana hrynja af andlitinu á mér í hverju sippi. Ég var með 12 kg bjöllu og fór á 30 cm kassa.
Lokatími: 7:59


Eftir æfingu leyfði ég mér að fá mér eggjanúðlur með kjúkling og grænmeti frá Tian á Grensásvegi. Mjög heimilislegur, kínverskur veitingastaður sem býður upp á að borða í sal, senda heim eða fá take away. Mér finnst maturinn þarna ofsalega góður, það sem ég hef smakkað. Mig langar síðan einhverntíma að prófa Peking öndina sem þau eru með, hef ekki fengið svoleiðis síðan ég bjó í London held ég! Vá.... talandi um London; í ágúst eru 6 ár síðan ég flutti heim frá London, voðalega líður tíminn allt, allt of hratt stundum!

Jæja... svo á morgun er kominn tími á virka hvíld... Ég ætla nú samt að kíkja og sjá hvað WODið er á morgun, ef það er skemmtilegt þá skelli ég mér og tek þá frekar virka hvíld á fimmtudag eða föstudag... Virk hvíld er svona smá slökun fyrir líkamann, semsagt ekki hardcore workout heldur bara sundsprettur eða röskur göngutúr; eitthvað sem fær mann aðeins í gang en gerir mann ekki alveg uppgefinn. Þetta skilst mér af þjálfurunum að sé rosalega gott fyrir líkamann á móti crossfit æfingunum. Síðan er algjört must að taka einn dag í viku fyrir algjöra hvíld. Eitthvað segir mér að algjör hvíld hjá mér verði á laugardögum eða sunnudögum....

No comments: