Monday, March 12, 2012
Já, ég hata ennþá Burpees!
Eruði ekki að gríííííínast hvað æfingin í dag var ERFIÐ ?!?!?!
Í upphituninni var Evert að reyna sitt allra besta að kenna mér að gera Power Snatch rétt. Ég var farin að vorkenna honum hvað ég var treg og engan veginn að ná þessu. Ég get þetta með priki, og skil alveg út á hvað þetta gengur, en það er eins og samhæfingin milli fóta og handa sé eitthvað ábótavant. Allavega í dag. Vonandi get ég bara komið þessu út úr systeminu og ég muni gera þetta rétt næst. Þakka Everti fyrir þolinmæðina!!
WOD2:
50 Burpees
3 Power Snatch á hverri mínútu (30/20 kg)
500 Sipp
3 OH Squat eða Front Squat á hverri mínútu (30/20 kg)
Ég hata, hata, hata, hata, hata, hata burpees en var búin að hugsa fallega til þessarar æfingu síðan á miðnætti í gær svo ég var ágætlega spennt yfir þessu bara. En um leið og ég var búin með eitthvað 20 burpees þá fór jákvæðnin út um gluggann! Sem betur fer bý ég yfir þeim (stundum) frábæra eiginleika að komast áfram á þrjóskunni og það átti svo sannarlega við í dag. Að þurfa að taka hlé á hverri mínútu til að gera lyfturnar var stundum alveg kærkomið en stundum alveg ótrúlega pirrandi. Í endann þá er maður orðinn svo hægur að mér finnst lyftur á 2ja mínútna fresti mikið sniðugra... en ég ræð þessu víst ekki!
Ég kláraði á 14;42 mín, gersamlega uppgefin og tók mér hvorki meira né minna en 45 mínútur í MWOD (Mobility workout of the day), teygjur og nudd með bolta og rúllu. (Reyndar smá spjall við Sólveigu líka). Ég gersamlega elska að vera með svona lítinn tennisbolta og nota hann til að nudda auma vöðva, það losar svakalega vel um spennu og mér finnst það hjálpa gegn bólgum.
Kjúklingabringan sem ég fékk mér í kvöldmat var síðan svo svakalega góð! Mæli með þessu tilboði frá Kjúklingastaðnum Suðurveri: heil kjúklingabringa, hrísgrjón, ferst salat og Kristall. Rosalega gott. Líka hægt að fá bringu með frönskum, hrásalati, brúnni sósu og Pepsi en nei takk! Hollt skal það vera heillin, það er bara svo miklu betra! :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment