Monday, March 19, 2012

CrossFit-vika 7 er hafin!

Ahhhhh hvað mér líður vel eftir þessa mánudagsæfingu! Ég er ýkt ánægð með mig líka því mér tókst að ná pínuponsulitlum milestones í dag :D

WOD1 var: 5 umferðir- 9 tær í stöng, 6 HP Snatch (60/40 kg), 30 Double Unders.
WOD2 var: 5 umferðir - 9 hnélyftur á stöng (eða tær í stöng), 6 HP Snatch (35/25 kg), 90 Double Unders.

Ég gerði WOD2 auðvitað því ég get ekki ennþá double unders og 40 kg er ALLT of þung fyrir mig í snöruninni.... ég reyndi 25 kg en sá fram á að á 4. umferð væri ég orðin of uppgefin til að geta 6 stykki svo ég tók 20 kg.
Ég er loksins búin að ná því hvernig maður snarar! Búin að læra að tengja hreyfingarnar í eina, nú þarf ég bara að æfa þetta og ná þessu 100% en ég er allavega að gera rétt núna. Milestone númer 1!

Tær í stöng er eitthvað sem ég reyndi í síðustu viku eða þarsíðustu og gat ekkert nema bara hangið og lyft hnjánum upp í 90° og niður aftur. Núna, hvorki búin að æfa þetta né upphífingar, gat ég gert þessa blessuðu axlahreyfingu sem er svo krúsjal að ná rétt (og ég er búin að vera að rembast við síðan í fyrstu viku) og gat því kippt löppunum miklu hærra. Milestone númer 2! Næst held ég að ég muni ná tánum í stöngina! :D

Lokatími: 10,35 mín. Súper, fáránlega sveitt en sæl og hress að þessari æfingu lokinni :D

Ég held ég hafi sett þessa mynd hingað inn áður,
en mér finnst hún bara svo góð!

Mig langar að lokum að beina athygli ykkar að þessari frétt á Mbl.is... Íslenskar konur í 5 af efstu 10 sætunum í Evrópuriðli undankeppni CrossFit leikanna 2012 :D

No comments: