Monday, March 5, 2012

Fyrsta alvöru CrossFit æfingin

Jæja..... Nú er alvaran hafin! Ég mætti á æfingu áðan í fyrsta skipti sem fullgildur meðlimur. Ég var ofsalega fegin að við Sandra ákváðum að mæta á sama tíma svona fyrst og svo var Sólveig líka mætt á sama tíma svo við fylgdumst að gegnum þetta.
Við tókum WOD1  (WOD1 er aðalæfingin og WOD2 er aðeins auðveldari útgáfa)

WOD 1

Á tíma

50/35 Armbeygjur GS  (50 = strákar, 35 = stelpur)
---
4 umferðir
25 Hnébeygjur
---
50/35 Armbeygjur GS
---
Skrá tíma

Ég var 7;33 og er mjög ánægð með tímann minn!
Svo var gott að komast aftur heim í Hámark og nokkrar möndlur. Í kvöld er nefnilega saumaklúbbur og ég ætla að fá mér eitthvað gott að narta þar. Ég skellti í köku í dag, kúskús-köku með ávöxtum sem ég fann inni á CaféSigrún....síða sem ég mæli eindregið með. Þarna er upplýsingaflóð af hollum og góðum uppskriftum, ráðum og skemmtilegum upplýsingum. Svo er þetta líka svakalega sniðug síða fyrir þá sem eru með fæðuóþol.
Mynd tekin af www.cafesigrun.com

Ég fékk að smakka þessa köku kringum jólin og fannst hún svo ofsalega góð. Í kvöld ætla ég að leyfa saumóstelpunum að gæða sér á henni - vona að þeim finnist þetta jafngott og mér því annars gæti ég klárað alla kökuna, hahaha!

Ætla að skella mér í að skreyta kökuna núna. Svo er æfing aftur á morgun!

P.S. Endilega takið þátt í könnuninni hér til hægri! :)


No comments: