Ég sá WODið í dag bara laust eftir miðnætti og kveið því í 16 klst að mæta!!! Klukkan 15:50 ætlaði ég bara ekkert að fara!!! En ég fór út í bíl og það kom gott lag í útvarpinu og þá komst ég í stuð. Mætti niðreftir og þar beið fáránlega erfiðasta upphitun sem ég hef séð síðan ég steig fæti þarna inn fyrst!
Joint Mobility
30x Spiderman
30 xDouble Unders sipp
15x Dýfur
30x Double Unders
15x Dýfur
30x Spordreki á baki
2-3 umferðir:
10x Deadlift
10x Hang Power Clean
10x Front Squat
10x Split jerk
200 m hlaup
Deadlift nokkrum sinnum og þyngja í WOD þyngd.
NÚNA er UPPHITUNIN búin!!!! Þvílíkt mayhem og ég var bara orðin ansi þreytt eftir þessa törn!
Svo kom WOD... ég ákvað að taka WOD2 því WOD1 var bara allt of erfitt fyrir byrjandann mig.
4 umferðir: 400 m hlaup + 21 réttstöðulyfta (ég var með 25 kg)
Eftir 2 umferðir dó ég í hnénu, hlaupin engan vegin að gera sig, svo ég réri 400m seinni tvær umferðirnar, að ráðum Everts. Ég get svo svarið það tekur meira á að róa 400 en hlaupa 400 og mér fannst ég lengur að því líka ef eitthvað er! En svona þarf maður að gera málamiðlanir til að meiða sig ekki meira.
Lokatími 16;08.
Hitti eina hressa inni í klefa sem tilkynnti mér það að þriðjudagarnir væru oft svolítið erfiðir og leiðinlegir, en var ofsalega hvetjandi og frábær. Gleymdi að spyrja hana að nafni samt! Bæti úr því síðar!
Nú er það chill og kósíheit með krúttpungunum mínum tveimur, Maríu og Thelmu, lappirnar upp í loft og chilla!! :D
No comments:
Post a Comment