Sunday, March 4, 2012

Ný skoðanakönnun og niðurstöður úr þeirri fyrstu


Ansi frábært að sjá að 88% þeirra sem svöruðu stunda einhverja líkamsrækt og flestir 3-4 sinnum í viku sem er geggjað :) Áfram svona! Ég hvet þessa þrjá sem segjast ekki stunda neina líkamsrækt að prófa að skella sér í gönguferð, taka smá sundsprett eða gera bara eitthvað skemmtilegt, það er ótrúlegt hvað það hefur góð áhrif á líkamann og sálarlífið að fá hjartsláttinn aðeins í gang. :)

Nú er síðan ný skoðanakönnun komin upp, mig langar að vita hvað ykkur finnst um CrossFit. Endilega takið þátt... Ef ekkert af svarmöguleikunum á við ykkur má endilega skrifa það í komment sem ykkur finnst (það er hægt að gera það nafnlaust meira að segja).

Æfingar sem fullgildur CrossFit meðlimur hefjast á morgun... smá stress í mér eins og fyrir fyrstu æfinguna á grunnnámskeiðinu en þetta verður allt í lagi um leið og maður byrjar. Svo frábært fólk þarna niðurfrá!

2 comments:

Guðný said...

Þetta hljómar svo geðveikt erfitt og ég átti að byrja í morgun en ég svaf yfir mig, hvernig fer þetta Þóranna??? Ég hef miklar áhyggjur :/

Unknown said...

Vá hvað mér líst vel á þig Guðný! Ég sendi þér einkaskilaboð, það er pottþétt ekkert mál að hliðra aðeins til tímanum ef þú missir af, það var allavega ekkert mál niðrí CFR.

Erfiðasta skrefið er að mæta á fyrstu æfinguna, svo sérðu þetta er ekkert það mikið mál :)

Mundu bara: Enginn getur allt en allir geta eitthvað! :)