Monday, September 23, 2013

Fleiri markmið!

Já, það er lítið annað en Meistaramánuður sem kemst að í ennisblaði heilans míns þessa stundina.
Ég trúi því að með réttu hugarfari geti ég gert allt sem ég einset mér og því hef ég ákveðið að bæta við nokkrum laufléttum markmiðum.

Markmið mín fyrir Meistaramánuð 2013:

Ég ætla að hefja 12 vikna áskorun með einkaþjálfara, mælingum og allskonar sniðugu í Hreyfingu heilsulind og mæta a.m.k. 4x í viku!

Ég ætla að mæta í Hot Yoga a.m.k. 2x í viku!

Ég mun ekki innbyrða áfengi í október en það þýðir samt ekki að það sé bannað að bjóða mér í partý!*

Ég ætla að vakna fyrr og mæta fyrr í vinnu og klára þar af leiðandi fyrr!

Ég ætla að drekka a.m.k. 2 lítra af vatni á dag!

Ég ætla bara að leyfa mér gos 1x í viku!*

Ég ætla að borða hollari mat!

Ég ætla að borða morgunmat eigi seinna en kl 10 alla daga!

Ég ætla að borða a.m.k. 3 ávexti eða ferskt grænmeti á dag!

Ég ætla að taka Lýsi á hverjum degi!

Ég ætla eingöngu að leyfa mér örlítið sælgæti á nammidögum!**

Ég ætla að gerast menningarleg og fara í leikhús!



Ég ætla að verða meistari!


Ég ætla svo að prenta listann út og skella honum á ísskápinn og skrifborðið niðri í vinnu. Svona svo ég gleymi mér örugglega ekki :)
Ef einhver er með hugmyndir fyrir mig að fleiri markmiðum sem ég gæti bætt við, þá ekki ekki við að láta mig vita.

*Það má svindla 1-2x í mánuðinum en bara að vel ígrunduðu máli
**Nammidagar geta færst til en eru samt bara einu sinni í viku. Svindldagar eru leyfi

No comments: