Monday, September 30, 2013

Meistaramánuður hefst á morgun!

Ég hef nokkrum sinnum staðið mig að því að hugsa "það er ennþá september, þetta má alveg" meðan ég gæði mér á einhverju góðgæti.

Ég keypti mér einmitt kók með hádegismatnum og hugsaði "síðasta kókið í bili" eins og einhver fíkill.
En ég hef nú tekið svona til hjá mér áður og þá fannst mér ekkert mál að sleppa gosinu. Þetta er bara ávani frekar en eitthvað annað.

Ég tók síðustu helgina fyrir Meistaramánuð líka með "trompi". Fór út að borða á Grillmarkaðinn sl. laugardag og gæddi mér á endalaust miklum mat og drakk vín með. Ég borðaði hamborgara og fékk smá nammi líka.

Nú er hinsvegar komið að skuldadögum og ég hlakka alveg ofsalega til að takast á við þetta verkefni.


Ég er búin að panta fyrsta tímann hjá Árnýju einkaþjálfara á miðvikudaginn kl. 16:30. Með henni fer ég í mælingar og þetta klassíska, svo gerum við eitthvað skothelt æfingaplan fyrir mig og ég blanda svo hot yoga inn í það.
Halldór sjúkraþjálfari er spenntur fyrir þessu líka og búinn að lesa mér pistilinn um að ég megi ekki hlaupa og ekki gera þungar hnéæfingar. Hef svosem alltaf vitað þetta en ég lofaði að standa við þetta núna, en ég verð dugleg á cross-trainernum, hjóli, róðravél og sundi í staðinn.

Næst á dagskrá er að stilla vekjaraklukkuna aðeins fyrr en í morgun og taka morgundaginn með trompi!

No comments: