Friday, September 20, 2013

Allt að gerast og styttist í október



Jæja... ég er ekki komin með cold feet eða neitt, LOFA!
Ég er bara orðin rosalega spennt ef ég á að vera alveg hreinskilin!
Sævarður er búinn að skrá sig líka og Stella, sessunautur minn í vinnunni, er að fara að skrá sig. Það er allt að gerast! Ég held það sé ekkert annað en lykill að velgengni , allavega hvað mig varðar, að hafa fólk í kringum sig sem ætlar að taka sig á líka.

Ég lendi alveg í því að hugsa: "Æj þetta var svo erfiður dagur/ég svaf svo illa í nótt/það var svo mikið að gera í vinnunni/mér er svo illt í bakinu, ég ætla að verðlauna mig með smá nammi/snakki/kökusneið/gosglasi...." nefndu það! Hefurðu ekki lent í þessu líka?

Hefurðu samt pælt í því hvað maður er í raun að gera? Maður er að "verðlauna sig" með einhverju sem er að gera manni lífið leitt þegar á hólminn er komið!

Auðvitað ætti maður frekar að verðlauna sig fyrir vel unnin störf eða það að komast í gegnum einhverja erfiðleika með einhverju HOLLU og góðu. Þegar ég hugsa um það þá líður mér þúsund sinnum betur ef ég narta í nokkur jarðarber eða möndlur á kvöldin í staðinn fyrir snakk eða nammi.

Í meistaramánuðinum ætla ég að leyfa mér eitthvað óhollt einu sinni í viku (ef mig langar í það) en ég ætla ekki að líta á það sem einhver verðlaun... Ég hef heilsu til að taka til í sjálfri mér og hollur matur og hreyfing er einmitt það sem ég vil gefa líkamanum mínum. Mér mun líða betur, ég verð hressari og betri í skrokknum og það eru bestu verðlaunin!


Svona hugarfarsbreyting er að hefjast í kollinum mínum og hún á bara eftir að eflast næstu daga og vikur með allt þetta góða fólk í kringum mig.

No comments: