Monday, April 23, 2012

Nýir tímar

Hún móðir mín var svo yndisleg að gefa mér pening í sumargjöf til að kaupa kort í ræktina/CrossFit. Upp hófust miklar vangaveltur (aftur) um hvaða stöð ég vildi skella mér í og svo fattaði ég í gær að ég hafði ekkert hugleitt Reebok CrossFit Katla, í Holtagörðum. Ég var búin að ákveða að fara aftur í CFR en þar er því miður bara svolítið dýrt að vera svo þetta var ekkert erfitt val.

Í Holtagörðum er mánuðurinn aðeins á 5.990 og með því fylgir aðgangur að Reebok Fitness stöðinni sem ég prófaði fyrir jól meðan það var frítt.
Ég er því búin að kaupa mér kort í CrossFit Katla! :)



Ég er mjög spennt að byrja, og ætla á æfingu strax í dag því WODið hljómar svo ótrúlega skemmtilega!
-----------------------------
800 m hlaup/róður

10 umferðir:
10x Knees2Elbows
10x Hug-a-Twinkee

800 m hlaup/róður
-----------------------------

Þetta er bara of gott til að sleppa því, mikið hlakka ég til!

Heyrumst síðar og verið dugleg að hreyfa ykkur! :)





2 comments:

Ingunn said...

Þú bara verður að deila því með okkur ekki-cross-fitturum hvað Hug-a-Twinkee þýðir! :)

Unknown said...

Þó það hljómi eins og það að faðma súkkulaðistykki þá er það ekki svo gott, ég útskýri það í færslunni eftir æfinguna, as usual ;)